Sunnudagur, 25. október 2009
Umboðslaus samtök taka yfir stefnulausa stjórn
Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins voru bæði andsetin útrásinni og hvorug samtökin eru með umboð til að stjórna landinu. En í skjóli stefnulausrar ríkisstjórnar geta hrunsamtökin gert sig gildandi og lagt línurnar um hagstjórnina.
Algjörlega ótækt er að umboðslaus sérhyggjusamtök fái það vald sem ríkisstjórnin hefur falið ASÍ og SA.
Ríkisstjórnin hreyfir sig varla en þegar hún sýnir lífsmark virðist tilgangurinn vera að hygla græðgisliðinu, samanber frumvarp um greiðsluaðlögun sem fór hraðferð í gegnum þingið og tillögur sem á síðustu stundu voru dregnar tilbaka um ívilnun til kúlulánaliðsins.
Ríkisstjórn Jóhönnu er ekki á vetur setjandi.
Þetta mjakast áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verð að spurja að einu Páll , les oft pisla þina og annara her og se að her er fullt af vel hæfu fólki sem veit margt og hefur sterkar skoðanir á öllu þvi ranglæti og óþverra sem yfir Islensaka þjóð gengur !!! , ÞVI GERIR ENGINN NEITT ,??? ÞVI GERIST EKKERT FRÁ HINUM ALNEMMA BORGARA ??? , þvi þegar upp er staðið þá er almenningur sterkasta valdið ef hann stendur saman !!!! það er ekki hægt aðl áta hrauna svona yfir allt og alla og hvorki gera eða segja neitt !!!!!!
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:50
Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?
Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?
Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.
Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans
Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans
Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.
Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?
Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.
Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:
Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund
* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000
Neyðarstjórn óskast strax -!
Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.