Föstudagur, 23. október 2009
Ögmundur og Liljur með Svarta Pétur
Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir stöðvuðu Icesave-flumbrugang ríkisstjórnarinnar í fyrstu umferð og hnikuðu málinu í rétta átt með fyrirvörum Alþingis. Þau þrjú ætla ekki að standa vaktina í annað sinn, þegar Bretar og Hollendingar láta ríkisstjórnina kúga Alþingi til að samþykkja afarkostina.
Engin haldbær skýring er komin á sinnaskiptunum.
Þegar í húfi eru stórir hagsmunir er ætlast til að fólk standi og falli með sannfæringu sinni.
Icesave til fjárlaganefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll. ekki man ég betur en við höfum á árum áður verið flokksbræður. Þú varst mér alla tíð mikil ráðgáta og stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna þú værir í Samfylkingunni. Þú tilbaðs alla tíð Davíð Oddsson næstum því eins mikið og Hannes Hólmsteinn. Nú ertu kominn heim til föðurhúsanna en virðist samt vera haldinn mikilli vanlíðan. Þú bloggar og allt sem frá þér kemur er svartagallsraus og neikvæðni. Mér finnst það ekki einkennilegt að svo sé. Að geta lotið svo lágt að verja allt sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði, einkavæðingin og allur skandallinn í stjórn efnahagsmála var með slíkum endemum að það hlýtur að vera mikil blinda að sjá það ekki. Nú er reynt að hamra það inn i þjóðina að ICESAVE sé til komið vegna mistaka núverandi Ríkisstjórnar og stjórnarflokka. Það er kannski ekki að undra að maður eins og þú, haldinn pólitískri þráhyggju og tilbeiðslu á einum manni sem átti ekki lítinn þátt í að undirbyggja hrunið fabúlerir endalaust um það. Davíð Oddsson var ekki aðeins forsætisráðherra í hálfan annan ártug heldur síðar seðlabankastóri. En að þeir menn sem eru nýbúnir að taka við forystu í hrunaflokkunum tveimur, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki skuli voga sér að stunda lýðskrum og baktjaldamakk, það er yfirgengilegt. Mer sama hvoru megin hryggjar Sjálfstæðisflokkurinn liggur, en vona jafnvel að Framsóknarflokkurinn fái betri leiðtoga en Sigmund Davíð. Líklega er nú þegar ákveðin öfl farin að undirbúa að velta honum úr sessi. Ekki ólíklegt að það takist og þriðji ættliðurinn, Guðmundur Steingrímsson, endurreisi það orðspor sem eitt sinn fór að þeim flokki.
En ég vona að þú Páll Vilhjálmsson náir einhverjum bata, þér hlýtur að líða mjög illa með allt þitt neikvæða beinakvak.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.10.2009 kl. 17:41
Þegar saga Icesave samningsin verður skráð verður sagt um Ögmund og Liljurnar tvær:
"Þau mölduðu í móinn."
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:27
Sigurður Grétar. Steingrímur J. er orðinn skaðlegasti og dýrasti stjórnmálamaður sögunnar með að "EINKAVINAVÆÐA" pólitískan skoðanabróður sinn fyrir formennsku Icesave samningarnefndarinnar, aflóga og óhæfan embætismann sóttan úr vernduðu umhverfi hressingar og öldrunarstofnun útbrunnina stjórnmálamanna, "EINKAVINAVÆDDUR" eftir fjórflokksreglum með jafnri skiptingu á spena ríkisins á kostnað þjóðarinnar. Svavar Gests var jafn gáfulega "EINKAVINAVÆDDUR" í jafn vandasamt verk og Icesave samningaviðræður, og að heilbryggðisráðherra myndi ráða Jóa rafvirkja, í stöðu yfirheilaskurðlæknis ríkisspítalanna vegn þess hversu ódýrt það væri, og hann væri flinkur með borvél, og auðvitað samflokka ráðherranum og besti vinur. Það væri jafn gáfuleg "EINKAVINAVÆÐING" og "EINKAVINAVÆÐING" Steingríms J. á stúdentinum Svavari. Og hver skyldi hafa gagnrýnt "EINKAVINAVÆÐINGU" annara þegar hann var í hlutverki vonlausa stjórnarandstöðu þokulúðursins?
Hugsanlega ert þú einn af þeim heiglum sem myndir leggjast flatur fyrir framan handrukkara sem otar að þér reikningi, skuldaðan af gjaldþrota fyrirtæki, sem þú áttir ekkert í eða skuldaðir? Reikningur er ekki studdur neinum lögum veraldar, heldur falsreikningu ofbeldismanna sem hóta að leggja líf þitt og þinna í rúst, og jafnvel í 3- 4 áratugi, eða jafnvel fyrir fullt og fast. Þú ættir ekki peninga, og sennilega myndir slá stór lán og veðsetja eigur þínar og afkomenda til þess eins að losna undir ofbeldinu, og ekki verra að handrukkararnir og þeirra stóri vinahópur, myndi hugsanlega geðjast betur að þér og þínum? Sem betur fer hafa ekki mælst í könnunum skoðanbræður þínir sem vilja gefast skilyrðislaust upp, nema "heil 18% þjóðarinnar." Við hinir sem neitum að láta kúga okkur höfum mælst að sama skapi mest 82%.
Hugsanlega hefuru einfaldlega ekki skilið út á hvað málið gengur út á í raun frekar en svo margir stjórnarvinir, og ma. það var ástæða þess að Sigurður Líndal lagaprófessor og lagaálitsgjafi Samfylkingunnar og vinstri manna, skrifaði afar upplýsandi grein um málið, vegna þess hvað honum blöskraði óheiðarleikinn og lygavaðalinn í málfluttningi stjórnarliða, sem honum þótti ná ákveðni lægð í ruglinu sem Jón Baldvin Hannibalsson hafði haldið fram í fjölmiðlum.
Sigurður spyr spurningu sem skiljanleg eiginn hefur treyst sér til svara :
"Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?"
Og allt er þetta til staðar að mati Jóns Baldvins.
1. Lagafyrirmæli. Þetta er rangt, sbr. 2. kafla.
2. Fjölþjóðlegir samningar. Þetta er rangt, sbr. sama kafla.
3. Löglega bindandi yfirlýsingar forystumanna. Þetta er rangt, sbr. 5. kafla.
Núna er öllum vel ljóst að Icesave reikningurinn er ólögvarinn hvað varðar íslensk lög, sem og EES lög og reglugerðir. Sem sagt að lög krefjast ekki að Íslendingar eigi að greiða, sem gerir Icesave reikningurinn er falsreikningur, og lögleysa að krefjast greiðslu sem og að greiða hann. Prófessorinn bendir á þá einföldu staðreynd hér að ofan.
Af því að þessar lygar dugðu ekki stjórnvöldum og þeirra spunatrúðum, þá var næstu lygarnar settar á stað og hljómuðu í sölum Alþingis seinast í dag, þar sem þingmenn ásaka fyrrverandi ráðherra og embættismenn um stjórnarskrábrot og þá landráð, með að halda þeirri fásinnu fram að einhver meint loforð og minnismiðaundirskriftir hafi ráðið því að samningurvitleysan fór sem fór. Að vísu hafði Svavar svarað því þegar samningurinn þótti ennþá "glæsilegur" að meintir minnismiðar og loforð hafai ekki haft nein áhrif á samninginn.
Prófessorinn rassskellir fyrrum ráðherran fyrir ruglið:
"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."
"En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Engin vafi leikur í huga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hvers vegna ofbeldisaðgerðir Samfylkingurinnar, Breta, Hollendinga, AGS og EBS er jafn ófyrirleitin og óvægin og raun ber vitni:
„Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er" óhugsandi.“
"Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Hún segir þó að þetta merki ekki að Íslendingar geti ekki haldið sjónarmiðum sínum á lofti sem fórnarlömb gallaðrar tilskipunar ESB komi til þess að hún verði endurskoðuð. „En það er ekki fallega gert að halda á lofti lausnum sem eru ekki til staðar. Það eru ranghugmyndir að ætla að dómstólaleiðin hafi verið fær,“ segir Ingibjörg Sólrún."
http://www.dv.is/frettir/2009/6/24/Ingibjorg_Solrun_Domstolaleidin_er_ranghugmynd/
PS. Síðuhaldari hraunar reglulega yfir Sjálfstæðisflokkinn, Mbl. og Davíð, og hefur kunngert að hann hafi kosið VG í vor, sem hann hlýtur að líta á sem stór mistök. Biðst velvirðingar á lengd innleggs, sem helgast af því hversu þreytandi það er að sjá endalausar rangfærslur og hrein ósannyndi Icesave uppgjafaliðsins.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 19:41
Sigurður Grétar... það er rétt munað hjá þér..Páll var formaður Samfylkingarfélags hér um árið og átti ekkert erindi annað en leita sér að bitlingum sem hann fékk enga. En svo fór hann og hefur skemmt mér mjög með þessum bloggfærslum sínum...þær eru með þeim skemmtilega neikvæðustu og ómálefnalegustu sem finnanlegar eru í þessum bransa. Lestu þetta þér til skemmtunar og látttu þetta ekki pirra þig...þetta er bara hann Páll
Jón Ingi Cæsarsson, 24.10.2009 kl. 00:44
Hvað var ekkert eftir af Samspillingargullinu frá Jóni Ásgeiri og Baugsmafíunni?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.