Bílalán og hjónabandið

Óhófleg neyslulán eru algengur undanfari hjónaskilnaða, segir forstöðumaður Ráðgjafastofu heimilanna. Næsta skref er að spyrja um ástæður fyrir lánsfjármagnaðri neyslu. Getur verið að hjónabandið komi þar við sögu?
mbl.is Bílalán stóra vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bílalán eru sjálfskapaður vandi hvers og eins.  Og í rauninni lúxus og óþarfi!

Að setja þau undir sama hatt og húsnæðislánin er bull, það voru ekki allir svo vitlausir að taka þessi lán.  Margir láta sér nægja sá bill sem þeir hafa efni á og komast vel frá A til B.  Hóflegt viðhald á eldri bíl er margfalt skynsamlegra en skuldsetning út úr korti!

Hvað þá myntkörfulán fyrir einhverri ´´Game-Over´´ druslu!  Allt gert til að sýnast vera eitthvað annað en maður er, kannski ríkur eða í rauninni heimskur !

Ég man eftir gömlu viðtali í fjölmiðlum við Jón ´´í Skífunni´´ Ólafsson, þar sem að hann sagðist ekki hafa keypt sér bíl, man ekki hvort að það var Range Rover eða Benz, fyrr en að hann gat borgað fyrir bílinn ´´cash´´!  Einföld fjármálahagfræði efnaðra er að borga aldrei vexti, vaxtagreiðslur eru slæmar í flestum tilfellum, hvað þá þeir okurvextir sem í boði eru í Litlu Nígeríu norðursins, allavegana af óþarfa neyslu!

Halli (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:37

2 identicon

Ég er námsmaður og ákvað að kaupa mér bíl með kærastanum mínum þegar gamla bíldruslan mín dó. Þegar ég var búin að reikna dæmið hve oft gamli bílinn minn hafði farið á verkstæði ákvað ég að skynsamlegra væri að kaupa bíl sem væri nýrri. Enda ef bíll bilar er ekki auðvelt fyrir mig að redda því fjármagni sem viðgerðin kostar einn tveir og tíu. Ákveðið var að kaupa Toyotu Yaris, sem bilaði sjaldan og skapaði ódýran rekstrarkostnað.

Því miður erum við ekki svo heppinn að fá frítt strætókort og erum bæði í vinnu og skóla sem gerir tímaramma okkar mjög knappan til að fara á milli staða. Í raun er því eini möguleiki okkar að eiga bíl. 

Við fengum bílinn (árgerð 2004) á afslætti um 750.000 kr. , ég borgaði um 250.000 kr út og  eftir stóðu um 500.000 kr. sem samkvæmt ráðleggingum var hagstæðast að setja í erlent bílalán. Í margra augum eru þetta ekki háar upphæðir en fyrir fátæka námsmenn er þetta ekkert grín. 

Afborganirnar áttu að vera um 17.000 kr/mán í 3 ár. Ætlunin var þó alltaf að reyna að borga bílinn niður fyrr, þetta átti að vera öryggisnetið sem við réðum vel við. 

Nú er að koma að öðru árinu sem við eigum bílinn, bíllánið fór á tímibili upp í 45.000 kr/mán. Sem að lokum neyddi okkur til að frysta lánið tímabundið og lengja þar með lánstímann. 

Ég hef ekki þorað að kíkja á hvað lánið stendur í núna en síðast þegar ég kíkti var það um 850.000 kr og á leiðinni upp, sem þýðir það að lánið var töluvert hærra en bíllinn gæti nokkur tíman selst á. Á þessu tímabili erum við þrátt fyrir það búin að borga út 250.000 kr og um 306.000 kr í afborganir sem orðið er að engu, nb bíllinn keyptum við á 750.000 kr. 

Við berjumst í bakka í hverjum mánuði við að borga af bílnum, tryggingar og húsaleigu. Við eigum ekki íbúð og eina sem við skuldum eru námslán og þetta bíllán. 

Ég veit að flestir eru í verri stöðu en við, margfalt verri. En mig langaði til að sýna þér Hallur að það voru ekki allir sem voru að versla sér Range Rover.. Treysta sér að vera á bíldruslu sem getur bilað hvenær sem er. Það sem fólki finnst vera litlar upphæðir hjá okkur eru stórar í okkar augum. Ég hef samt aldrei séð eftir því að kaupa bílinn, því rekstarkostnaðurinn er margfalt lægri og bíllinn hefur aldrei bilað. Ég lít samt ekki á þetta sem lúxus heldur nauðsynjavöru fyrir fólk sem hefur ekki kost á nota "góðar" almenningssamgöngur Reykjavíkurborgar. Þegar við ljúkum námi hefðum við átt að geta greitt niður þennan bíl á fyrsta mánuði, en núna er varla von á að fá vinnu. 

Kaupmáttu einstaklinga er búin að skerðast svo gríðalega mikið að fólk getur ekki einu sinni leyft sér að fara í bakarí einu sinni í mánuði. Það er líka sorglegt þegar fólk getur ekki staðið með samborgurum sínum sem fór eftir sinni bestu getu og aðal ráðgjöfum borgarinnar. Það voru margir sem keyptu sér óraunhæf húsnæðislán, of stórar glæsiíbúðir en hefðu getað leigt húsnæði á hagstæðara verði lengur. Að setja þetta í sama flokk og bílakaup er ekkert bull.. Við erum að tala um almenning yfir höfuð. 

Hjá ráðgjafastofunni koma við margar einstæðar mæður. Ég gæti trúað því að þær þurfti að skutla börnunum hingað og þangað, þurfa að fara í matvöruverslanir og annað eins sem getur verið mjög erfitt án bifreiðar. 

Ragnheiður (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Halli hér fyrir ofan lýsir viðhorfum sem hafa haldið okkur í hlekkjum fordóma og tregðu til þess að leysa þessi mál.

Gengistryggð lán voru og eru ólögleg. Þau eru svikamilla. Þau munu ekki standast.

Gengistryggð lán áttu aldrey að fara á markað. Þau ógna gengisstöðugleika. Ef þau eru í raun erlend lán en eru svikamilla ef þau eru fjármögnuð í krónum.

Halli er svo séður að allir aðrir eru fávitar...sem betur fer fer svona mönnum fækkandi.

Ábyrgðin liggur hjá þeim lánastofnunum sem lánuðu á þennan hátt.

Um leið og það er viðurkennt leysist þetta mál.

Þá verður þessum lánum snúið yfir í krónur á eðlilegum kjörum.

Vilhjálmur Árnason, 23.10.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband