Þriðjudagur, 20. október 2009
Samfylkingarsálin og Davíð
Samfylkingarkratar gengu fyrir Baugsbjörg og fundu ekki til ónota að mylja undir feðgana sem lögðu undir sig matvörumarkaðinn á Íslandi og fjölmiðlana í framhaldi. Kratar sáu vin í Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna þess að hann varð alræmdasti óvinur mannsins sem kratar nærðust á að hata.
Skítt með einokun á lífsnauðsynjum og laggó þótt auðhringur leggi undir sig andlegt líf á Íslandi; aðeins að Dabbi komist að því fullkeyptu.
Davíð Oddsson brenglar svo hugsun og dómgreind samfylkingarsálarinnar að hún getur ekki á sér heilli tekið Davíð ber á góma. Trúlega er það einstæður hæfileiki fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins að koma Samfylkingunni úr jafnvægi sem gerði útslagið þegar hann var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins.
Svo sannarlega hefur það tekist. Samfylkingarsálin barmar sér á götum og torgum yfir heimsins óréttlæti. Davíð fékk vinnu þótt Samfylkingin hélt að tekist hefði að setja hann í atvinnubann eftir að hafa sett lög til að koma honum út úr Seðlabankanum.
Eftir að ríkisstjórnin er fallin mun Samfylkingarkórinn kyrja stefið; þetta er allt Dabba að kenna.
Athugasemdir
Sannara en satt og í Samspillingar - "sannleikanum" felast mestu manngerðu hörmungar Íslandssögunnar sem eru uþb. að skella á þjóðinni og afkomendum hennar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 00:49
Eitt er víst að fyrir Davíð verður vandfundið á mogganum "fé án hirðis", nema kannski að þú Páll vísir honum leiðina. En þú kannt að róa undir, það hefur maður þó séð.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2009 kl. 10:11
http://www.visir.is/article/20090416/FRETTIR01/14871316
Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn, hér að ofan.
FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna.
Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir.
Sjálfstæðisflokkurinn varð að viðurkenna siðleysið og tók ákvörðun um að endurgreiða þessa óeðlilega háu styrki...... vaxtalaust !
Anna Einarsdóttir, 21.10.2009 kl. 10:54
Anna, á ekki að minnast á sambærilega styrki sem samfylkingin fékk?
Eða vinnurðu kannski á RÚV og fylgir þöggunarstefnu þeirra um þetta?
Gunnar (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 11:07
Sænaskt dagblað fjallar um Davíð á Íslandi:
(úrdráttur í Pressunni )
Nordin segir að í „ næstsíðustu holdtekju sinni, í hlutverkinu sem Seðlabankastjóri,“ hafi Davíð ásamt vinum sínum í Sjálfstæðisflokknum, mótað pólitíska stefnu sem endað hafi með því að bankakerfið íslenska hrundi til grunna. Og þar sem afleiðingin af þessu hafi orðið enn óleyst vandamál í samskiptum við Bretland og Holland sé vanrækslan á íslenska efnahagskerfinu orðin þekkt um allan heim. Og Nordin bætir við:
„Við svo búið reka nýir eigendur hins fornfræga Morgunblaðs ritstjórann – og þar á ofan um 30 blaðamenn á blaðinu. Og inn stígur Davíð Oddsson! Þetta er, segir íslenski blaðamaðurinn Egill Helgason, eins og að gera Nixon að ritstjóra á Washington Post eftir Watergatehneykslið.
Davíð Oddsson hóf þennan nýja starfsferil sinn um mánaðamótin og nýtir kinnroðalaust stöðu sína sem ritstjóri til að endurrita söguna sér í hag. Þessi staða er alveg fáránleg en því miður segir hún allt um ástandið á hinu fagra eylandi úti í Norður-Atlantshafi.“
Þetta segja Svíar
Sævar Helgason, 21.10.2009 kl. 11:19
Anna Einarsdóttir. Batnandi mönnum er best að lifa, og ekki má gleymast að langflestir að "vafasömum" ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, sem voru í hrunsbrúnni, eru eðlilega horfnir af braut. Svona er hægt að vinna á spillingunni innanfrá. Mestar áhyggjur á þjóðin að hafa er af Samfylkingunni. Annasvegar að hafað tekið við risastyrkjum "mútum" frá aðilum eins og Jóni Ásgeiri og Kaupþingsmafíunni ofl, (sem að vísu skulduðu flokknum vel fyrir Borgarnesræðuna og grímulausa vernd flokksins meðan þeir hreinsuðu sjóði hennar) sem ef er reiknað yfir í fylgi flokks og þá verð pr. atkvæðishaus, sjálfsagt mun hærri upphæð hlutfallslega en nokkurs annars flokks, nema hugsanlega verð á hverjum Framsóknarhaus? Hefuru einhverntíman hugsað málið út frá staðreyndum sem þessari en ekki fyrirsögnum Baugs - og Samspillingarmiðla, og hverju skyldi nú valda að þeir hafa aldrei skoðað málið út frá þessari augljósu hlið málanna? Samspillingartengslin?
Varðandi enga betrun Samfylkingarinnar og Samfylkingarráðherra hrunsstjórnarinnar og hrunsglæpagengisins og ábyrgðarleysis, kemur glöggt í ljós þegar sú staðreynd er skoðuð, að af ráðherrum hrunsríkisstjórninnar eru 5 sérstaklega aðlaðir af flokknum í dag sem Alþingismenn, 3 sem ráðherrar, og þar að forsætisráðherra og formaður flokksins, og annar sem formaður þingflokksins eftir að hafa afþakkað ráðherrahelgidóm.
Af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í hrunsríkisstjórninni eru 3 enn á þingi, og þa. varaformaður flokksins. Frá fyrri ríkissjórn Geirs H. Haarde er 1 Framsóknaflokksráðherra á þingi og jafnframt 4. varaforseti þess.
Á þessu má glögglega sjá að enginn flokkur kemst með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana þegar um pólitíska spillingu og framærslu auðróna og fyrirtækjamafíur einstakra þingmanna og flokka er að ræða, þá ber Samspillingin einstaklega vel nafn með rentu.
Það er ekki fyrr en ofantaldir hrunsstjórar þessara 3 flokka, sem og forsetaómyndin eru búin að hundskast á brott með rauða spjaldið frá þjóðinni, sem og stjórnarandstöðukóngurinn (sem ekkert gerði sem slíkur), að nokkuð getur gerst til að hefja það nauðsinlega uppbyggingarstarf í þjóðfélaginu semstjórnarliðar þykjast vera að sinna.
Rétt skal vera rétt!
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.