Sölumaðurinn Steingrímur J.

Fyrir kosningar sagði Steingrímur J. Sigfússon að flokksráð Vinstri grænna myndi aldrei samþykkja að ríkisstjórn Vg myndi sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Kosningarnar voru nýafstaðnar þegar Steingrímur J. tróð umsóknarkröfu Samfylkingarinnar í gegnum flokksráð Vg.

Í Icesave-málinu boðaði Steingrímur J. ,,glæsilega niðurstöðu" en stendur núna fyrir atlögu að þingi og þjóð með því að þjösna ömurlegum samningi í gegnum Alþingi.

Steingrímur J. er alltaf jafn sannfærandi þegar hann segir algjörlega bráðnauðsynlegt að farið sé að vilja hans í hverju stórmálinu á fætur öðru. Formaður Vg lítur á sjálfan sig sem upphaf og endi á endurreisninni eftir hrun.

Sjálfsupphafning Steingríms J. gerir hann að viðsjárverðasta stjórnmálamanni landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir hvað stóð þessi maður eiginlega. Ég kaus þennan mann og fleirri í hans flokk í góðri trú vegna þess að mér fannst hann eiga það skilið. En þjóðin á svo sannarlega ekki skilið svona aumingja stjórn þar sem enginn, ekki nokkur maður gerir hið minnsta til að verja hag okkar almennings. Eg tel mig vera millistéttar mann og nú þegar allt stefnir í óefni eigum við að borga brúsann og það bara sátt vegna þess að Steingrímur er orðinn ofurseldur hugmyndinni um betra líf handan við hornið í ESB útópíunni. Á meðan fara fyrirtæki og fólk á hausinn í massavís.Fólk missir vinnu því næst von og trú þar til ekkert er eftir, nema jú vonin um ESB drauminn hans Steingríms og Jóhönnu. Hvernig getið þið gert fámennri fátækri þjóð slíkan óleik sem nú er orðið. Fyrir hvern starfið þið okkur eða ESB ?????????????. Svör óskast strax 

jonas (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 07:13

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Steingrímur hefur bent á að gerð hafi verið viljayfirlýsing við Hollendina og að það hafi orðið að standa við hana...

Kosningaloforð VG fyrir síðustu alþingiskosningar, var það ekki viljayfirlýsing?

Birgir Viðar Halldórsson, 20.10.2009 kl. 09:34

3 identicon

það erfurðulegt að maður með eins yfirgripsmikla vanþekkingu á öllum hlutum teljisig knúin til að halda úti bloggi til að koma henni á framfæri

Þórður Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Undarlegir tímar á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon valdamest.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.10.2009 kl. 13:06

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þegar Steingrímur sveik eiðinn spurði ég álits marga menn sem kosið höfðu VG og mér til undrunar færðust þeir allir undan og neituðu að áfellast hann. Þetta segir ekki aðeins mikið um Steingrím heldur einnig hvers konar fólk kýs VG.

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 18:55

6 Smámynd: Brattur

Það var þó gott að við áttum menn eins og Steingrím J. til að bjarga okkur þegar Sjálfstæðis tuskurnar höfðu siglt öllu í strand...

Brattur, 20.10.2009 kl. 20:25

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brattur, eru eintómar steinvölur inni í hausnum á þér?

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 20:28

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Brattur, hefurðu heyrt um orðatiltækið að fara úr öskunni í eldinn?

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.10.2009 kl. 22:24

9 Smámynd: Brattur

Já, er það ekki þegar maður gerist Sjálfstæðismaður og er "pólitískt"blindur og heyrnarlaus eftir það ?

Brattur, 20.10.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband