Sunnudagur, 18. október 2009
Ríkisstjórnin á endastöð, ekki þjóðin
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er komin á endastöð með Icesave-málið. Jóhanna hefur viðurkennt að stjórnin komist ekki lengra með málið og þá er rétt að ríkisstjórnin segi af sér. Aðrir taka við keflinu og taka upp nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga.
Í þjóðfélaginu er enginn áhugi að taka þátt í niðurlægingu í boði Samfylkingar og Vg. Það liggur fyrir að stjórnarandstaðan er á móti síðasta útspili stjórnarinnar og það þýðir að Ögmundur og félagar fá það hlutverk að fella Icesave-málið og ríkisstjórnina í leiðinni.
(Viðbót: Össur Skarphéðinsson sagði í Sjónvarpsfréttum að vegna afsagnar Ögmundar hafi betri niðurstaða fengist en ella. Af því leiðir að ef ríkisstjórnin segir af sér fáum við enn hagfelldari útkomu.)
Lengra varð ekki komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þurfum við eitthvað annað en hálfdrættinga til að stjórna fyrirtækinu
Íslandi.
axel (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 18:52
Þeir eru komnir í fóstbræðralag Össur og Ögmundur og Ögmundur og hans meðreiðarfólk samþykkir þetta með einhverjum vífilengjum.
Þetta er samanfléttuð frétt og engin tilviljun.
Síðan verður Ögmundur gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Bjarnason verður látinn hætta vegna þess að í NV-kjördæmi er lítið um atkvæðamagn en mikið af atkvæðamagni í SV-kjördæmi, þar sem Ögmundur og Guðfríður Lilja eru.
Annað hvort verður atkvæðarétturinn jafnaður með lögum frá Alþingi eða það gengur dómur um það í framtíðinni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 19:28
Já, það er eina færa leiðin að koma skýrum skilaboðum til umheimsins ef hér verður stjórnarkreppa með tilheyrandi vanda.
Fyrst er byrjað á að selja djöflinu íslenska þjóðarsál og svo er reynt að gera alvonda samninga illskárri.
Þegar um tvo alvonda kosti er að ræða er best að hafna þeim báðum.
Benedikt Halldórsson, 18.10.2009 kl. 21:22
Taflið er tapað drengir. Sáuð þið ekki Ögmund í sjónvarpinu? Það var í honum ákaft eggjahljóð. Gamla glottið var hálf vandræðalegt. Hann er búinn að selja sig. Samningurinn flýgur í gegn.
Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 22:45
Páll, ég hef aðeins fylgst með skrifum þínum, þar sem ég er svo bjartsýnn og lífsglaður að þá fá þau mig ekki til að fremja sjálfsmorð. Ef það er til meiri svartsýnisraulari og tuðari en þú á landinu, hlítur sá hin sami að vera með snöru um hálsinn. Ég legg til að þú leitir þér hjálpar, það getur ekki verið mikið líf að lifa í því svartnætti sem þú gerir. Hvað ríkisstjórnina varðar, þá tel ég bæði Jóhönnu og Steingrím heiðarlegt fólk sem vill land og þjóð ekkert nema gott. Engum á þingi treysti ég betur til að hugsa um hag alþýðunnar. Ég hef svo lofað mér því að lesa ekki raul þitt framar, nema þá þegar gleðivíman er að gera út af við mig.
Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 23:21
Páll, ég held því miður að búið sé að kúga alla sem þarf til hlíðni í málinu
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.10.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.