Sunnudagur, 18. október 2009
Icesave-stjórnin er fallin
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur féll um leið og Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörum Alþingis á ríkisábyrgð á Icesave-reikningum. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á upphaflegu hörmungarsamningunum og verður að axla ábyrgðina fyrr en seinna.
Þau rök Jóhönnu og Steingríms J. að annað ríkisstjórnarmynstur sé ekki í kortunum og því verði stjórnin að sitja áfram eru helber þvættingur. Minnihlutastjórn getur auðveldlega tekið við og lóðsað fjárlagafrumvarpið í gegnum þingið og staðið vaktina fram á vor þegar efnt yrði til þingkosninga. Ef Alþingi kemur sér ekki saman um minnihlutastjórn yrði utanþingsstjórn kvödd til starfa.
Augljóst er að Ögmundur, Liljurnar og Ásmundur í Vg geta ekki fallist á afslátt af fyrirvörum Alþingis. Þau eru fólkið sem þjóðin treystir og svo heppilega vill til að staðfasti kjarninn í Vg er í oddaaðstöðu í málinu.
Rökin fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Vg og Samfylkingar eru til muna veikari en rökin fyrir afslætti á fyrirvörum Alþingis.
Valið er einfalt. Við segjum nei.
Ríkisstjórnarfundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En gæti verið að Evrópuliðið í öðrum flokkum styðji þetta mér finnst Jóhanna ansi sjálfsörugg þessa dagana .
Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2009 kl. 10:36
Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun! Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar. Guð blessi alheiminn.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:39
Þetta er svo satt hjá þér!
Það bara getur ekki verið að fólk sem hefur staðið á rétti til frjálsrar hugsunar sérhvers mans, heiðarlegrar samvisku og vilja til að vinna til bestu verka gefi sig í þessu skelfilega máli!
jón á skeri (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:42
Það hlýtur að vera stuðningur við þetta. Við sáum í gegnum lýðskrum framsóknar sem er búin að mála sig útí horn. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben mun verða að sýna hörku gegn niðurrifi Hádegismóra og styðja frumvarpið og þar með stjórnina. Sjálfstæðismenn vilja réttilega ekki kosningar og stjórnarkreppu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 10:44
Mér heyrist nú að Ásmundur sé byrjaður að draga í land...
Birgir Viðar Halldórsson, 18.10.2009 kl. 12:39
Páll Þú verður seint kallaður hlutlausi blaðamaðurinn.
Ingolfur (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:45
Hvaða vitleysa! Stjórnin mun afgreiða þetta mál og halda áfram því mikla starfi sem framundan er í þjóðfélaginu. Það yrði einkennilegt ef þessi hópur innan VG myndi verða til þess að hrunflokkurinn mikli settist í ríkisstjórn landsins.
Ábyrgð Ögmundar og hans fylgismanna yrði mikil ef svo óheppilega vildi til að það skeði. Þá yrði VG dæmdur sem óstjórntækur flokkur um alla framtíð. Gæti í raun bara lagt sig niður.
Ína (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.