Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Samráð auðmanna og Samfylkingar um evru og ESB
Það stefnir í kreppu hjá nýríku snillingunum sem hafa nánast prentað peninga með innbyrðis verslun með hlutabréf. Undirbúningur fyrir brotlendinguna er hafinn og felst í því að gjaldmiðlinum, krónunni, verði kennt um ófarirnar. Þorsteinn Pálsson aðalritstjóri Baugsútgáfunnar skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem tóninn er sleginn. Ritstjórinn býður upp á samráð Samfylkingarinnar og fjármálabraskara til að koma Íslandi í Evrópusambandið, krónuna út og evruna inn.
Leiðari Þorsteins heitir Kreppan með krónuna og er þokukenndur enda felst undirbúningurinn á þessu stigi máls að setja út þreifara og gefa til kynna hvað í vændum er. Hann leggur sig í framkróka að styggja hvorki ríkisstjórnina né Seðlabankann.
Slægðin í tilvitnuninni hér að ofan felst í því að gefa í skyn að sumir kynnu að halda að ríkisstjórnin og Seðlabankinn bæru ábyrði, en svo sé ekki. Heldur hafi aðstæður breyst og það blasi við nýtt umhverfi. Hér séu eiginlega náttúrulögmál að verki, fremur en mannasetningar.
En hvað skyldi hafa breyst? Og hvaða nýja umhverfi blasir við? Baugsritstjórinn er fáorður þar. Enda veit hann mætavel hvað hefur breyst í atvinnulífinu á síðustu árum, rétt eins og hver annar sæmilega læs Íslendingur. Fámennur hópur manna hefur orðið að milljarðamæringum með djörfu viðskiptabralli sem er á mörkum hins löglega og handan allrar skynsemi. Brátt springur blaðran og þá verða milljarðarnir í hættu, sérstaklega hjá þeim sem fara fram af mestri fífldirfsku. Í þeim hópi er Baugur, atvinnuveitandi Þorsteins Pálssonar.
Þeir sem ekki eru á launum hjá Baugi vita hvað klukkan slær. Það eru takmörk hve lengi er hægt að handstýra hækkun á hlutabréfum með innbyrðis viðskiptum fámenns hóps manna. Veruleikinn kemur í heimsókn fyrr heldur en seinna.
Þorsteinn og Baugur geta treyst á samstarfsvilja Samfylkingarinnar til að koma skilaboðunum áleiðis til þjóðarinnar að ófarirnar sem eru á næsta leiti séu krónunni að kenna. Og Þorsteini bráðliggur á bandamönnum. Þess vegna er hann alveg til í að athuga með inngöngu í Evrópusambandið, eins og Samfylkingin hefur á dagskrá sinni þótt oft fari lítið fyrir umræðu um hana.
Málsgreinin í leiðaranum um Evrópusambandsaðild Íslands er svo gjörsamlega innihaldslaus að maður fer hjá sér við lesturinn:
Með leyfi: Hvaða aðstæður hafa breyst? Hvaða sjónarmið gegn aðild eru ekki lengur gild? Og hvar er þessi þunga umræða? Meira að segja Samfylkingin hefur tæpast nennt að minnast á Evrópusambandsaðild á kjörtímabilinu enda lítt til vinsælda fallið. Evrópusambandið er í kreppu; stjórnarskráin var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi, evran er talin viðsjárverð af meirihluta Þjóðverja, fátækustu ríki Austur-Evrópu skríða á fjórum fótum í sambandið og Tyrkir eru komnir með fótinn í dyragættina.
Lykilsetning í leiðara Þorsteins kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og er þessi:
Velkomin í veröld Baugs: Þegar braskinu lýkur og eigið fé fyrirtækja hækkar ekki lengur sexfalt á milli ára er komin efnahagsleg stöðnun. Baugur vill hafa nammidaga alla daga.
Samfylkingin sýndi það í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið að hún er tilbúinn að selja sig málstað auðmanna ef pólitískur ávinningur er í boði. Með tilboði yfirritstjóra Baugsmiðla fylgir vitanlega loforð um málafylgju í kosningabaráttunni sem nú fer í hönd. Þar hæfir skel kjafti.
Leiðari Þorsteins heitir Kreppan með krónuna og er þokukenndur enda felst undirbúningurinn á þessu stigi máls að setja út þreifara og gefa til kynna hvað í vændum er. Hann leggur sig í framkróka að styggja hvorki ríkisstjórnina né Seðlabankann.
Við stöndum frammi fyrir nýrri áskorun í þessum efnum. Ekki vegna þess að Seðlabankinn hafi tekið vitlausar ákvarðanir eða stjórnvöld fylgt óskynsamlegri stefnu. Heldur fyrir þá sök að aðstæður hafa breyst. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr blasir við nýtt umhverfi bæði heima fyrir og á alþjóðamörkuðum. Við því þarf að bregðast.
Slægðin í tilvitnuninni hér að ofan felst í því að gefa í skyn að sumir kynnu að halda að ríkisstjórnin og Seðlabankinn bæru ábyrði, en svo sé ekki. Heldur hafi aðstæður breyst og það blasi við nýtt umhverfi. Hér séu eiginlega náttúrulögmál að verki, fremur en mannasetningar.
En hvað skyldi hafa breyst? Og hvaða nýja umhverfi blasir við? Baugsritstjórinn er fáorður þar. Enda veit hann mætavel hvað hefur breyst í atvinnulífinu á síðustu árum, rétt eins og hver annar sæmilega læs Íslendingur. Fámennur hópur manna hefur orðið að milljarðamæringum með djörfu viðskiptabralli sem er á mörkum hins löglega og handan allrar skynsemi. Brátt springur blaðran og þá verða milljarðarnir í hættu, sérstaklega hjá þeim sem fara fram af mestri fífldirfsku. Í þeim hópi er Baugur, atvinnuveitandi Þorsteins Pálssonar.
Þeir sem ekki eru á launum hjá Baugi vita hvað klukkan slær. Það eru takmörk hve lengi er hægt að handstýra hækkun á hlutabréfum með innbyrðis viðskiptum fámenns hóps manna. Veruleikinn kemur í heimsókn fyrr heldur en seinna.
Þorsteinn og Baugur geta treyst á samstarfsvilja Samfylkingarinnar til að koma skilaboðunum áleiðis til þjóðarinnar að ófarirnar sem eru á næsta leiti séu krónunni að kenna. Og Þorsteini bráðliggur á bandamönnum. Þess vegna er hann alveg til í að athuga með inngöngu í Evrópusambandið, eins og Samfylkingin hefur á dagskrá sinni þótt oft fari lítið fyrir umræðu um hana.
Málsgreinin í leiðaranum um Evrópusambandsaðild Íslands er svo gjörsamlega innihaldslaus að maður fer hjá sér við lesturinn:
Að því er Evrópusambandið varðar hafa allar aðstæður líka breyst. Þau sjónarmið sem áður voru gild gegn aðild eru það sum hver ekki með sama hætti lengur. Þetta verður að hafa í huga við mat á aðstæðum og í allri rökræðu um leiðir til lausnar. Rót vandans er tæplega tímabundin. Ef svo væri er ótrúlegt að sá þungi væri í þessari umræðu sem raun ber vitni.
Með leyfi: Hvaða aðstæður hafa breyst? Hvaða sjónarmið gegn aðild eru ekki lengur gild? Og hvar er þessi þunga umræða? Meira að segja Samfylkingin hefur tæpast nennt að minnast á Evrópusambandsaðild á kjörtímabilinu enda lítt til vinsælda fallið. Evrópusambandið er í kreppu; stjórnarskráin var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi, evran er talin viðsjárverð af meirihluta Þjóðverja, fátækustu ríki Austur-Evrópu skríða á fjórum fótum í sambandið og Tyrkir eru komnir með fótinn í dyragættina.
Lykilsetning í leiðara Þorsteins kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og er þessi:
Það er ekki ásættanleg staða að efnahagsleg stöðnun sé forsenda fyrir stöðugleika í þjóðarbúskapnum.
Velkomin í veröld Baugs: Þegar braskinu lýkur og eigið fé fyrirtækja hækkar ekki lengur sexfalt á milli ára er komin efnahagsleg stöðnun. Baugur vill hafa nammidaga alla daga.
Samfylkingin sýndi það í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið að hún er tilbúinn að selja sig málstað auðmanna ef pólitískur ávinningur er í boði. Með tilboði yfirritstjóra Baugsmiðla fylgir vitanlega loforð um málafylgju í kosningabaráttunni sem nú fer í hönd. Þar hæfir skel kjafti.
Viðskipti sem auka eigið fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ert þú ekki kominn heldur langt í samsæriskenningum þínum. Heldur þú að Þorsteinn sé í samvinnu við Samfylkingunna um að koma á evru? Það eru nú kannski bara menn að vakna um að krónan er ekki að standa sig sem gjaldmiðill í stórum alþjóðlegum viðskiptum til lengdar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2007 kl. 01:01
Að taka upp Evruna. Ein sú besta leið til þess að koma á stöðugleika í Íslensku efnahagslífi. Þessi stöðugleiki er til staðar í þeim löndum evrópu sem hafa tekið upp evruna. kallast oft í daglegu tali stöðnun.
Hér á fróni æpa menn og óttast heimsendi þegar einhver smá verðbólga fer á stjá. Verðbólgan er nú skárri heldur en atvinnuleysið. er það ekki?
Ísland hefur burði til þess að geta orðið að viðskipta miðstöð á heimsmæli kvarða. Gríðarlegar orkulindir liggja norðan við okkur. siglinga leiðinn austur um íshafið mun er líkleg til að opnast á næstu áratugum. tvö dæmi um það hversu mikilvægt er að festa efnahagslífið ekki í fjötra miðstírðs afls sem lítur á okkur sömu augum og hvert annað útnárs krummaskuðs. Viðskipta samningar við kína og opinn EES samningurinn gerir okkur kleift að verða milliliður í viðskiptum, eitthvað sem myndi gefa okkur gríðarlega fjármuni með litlum tilkostnaði.
Mitt svar við Evruni er: þurfum við eitthvað sem ekki eykur velsæld hjá öðrum og myndi binda hendur okkar?
Fannar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 02:31
Skrattinn er í sauðaleggnum, ekki læknum.
Jóhann Zoëga
Jóhann Zoëga (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 10:52
Þakka þér leiðréttinguna, Jóhann, kjánaleg villa hjá mér.
Páll Vilhjálmsson, 3.1.2007 kl. 11:34
Rétt er að benda greinarhöfundi á ef blöðrurnar springa hjá útrásar miljarðamæringunum þá kemur það væntanlega harðast niður á viðskiptum þeirra í Evrópu.Ég er hins vegar sammála um handstýrða hækkun hlutabréfa milli fámenns hóps auðmanna,sem muni fyrr en síðar brjóta niður okkar veikburða hagkerfi.Er ekki tímabært að fjármálaeftirlitið upplýsi þjóðina um hvaðan allir þeir fjármunir koma,sem standa að baki útrásarliðinu.Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra,að nánast öll stærstu fyrirtæki landsins er skráð sem skúffufyrirtæki víðsvegar um heiminn og greiða enga skatta til heima landsins.Það er ótrúlegt hvað fréttamiðlar eru hljóðir um þessi mál.Er það getuleysi þeirra að upplýsa þjóðina um þessi mál eða fengið svo væna dúsu sem þeir hafa kokgleyft?
Kveðja 3.1.2006.kl.21.10
Kristján Pétursson, 3.1.2007 kl. 21:10
Rétt er að benda greinarhöfundi á ef blöðrurnar springa hjá útrásar miljarðamæringunum þá kemur það væntanlega harðast niður á viðskiptum þeirra í Evrópu.Ég er hins vegar sammála um handstýrða hækkun hlutabréfa milli fámenns hóps auðmanna,sem muni fyrr en síðar brjóta niður okkar veikburða hagkerfi.Er ekki tímabært að fjármálaeftirlitið upplýsi þjóðina um hvaðan allir þeir fjármunir koma,sem standa að baki útrásarliðinu.Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra,að nánast öll stærstu fyrirtæki landsins er skráð sem skúffufyrirtæki víðsvegar um heiminn og greiða enga skatta til heima landsins.Það er ótrúlegt hvað fréttamiðlar eru hljóðir um þessi mál.Er það getuleysi þeirra að upplýsa þjóðina um þessi mál eða fengið svo væna dúsu sem þeir hafa kokgleyft?
Kveðja 3.1.2006.kl.21.10
Kristján Pétursson, 3.1.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.