Fimmtudagur, 15. október 2009
Egill er tribúnal
Tribúnal að fornu gat ýmist verið vettvangur til að viðra almenn sjónarmið eða einstaklingur sem talaði fyrir munn margra um opinber álitamál.
Egill Helgason er tribúnal í hvorttveggja merkingunni. Hann talar fyrir munn margra á bloggslóð sinni og vikulegur spjallaþáttur hans er vettvangur umræðu. Athugasemdakerfi bloggsins hans Egils þjónar ekki aðeins hlutverki umræðu heldur líka viðrun á óánægju; þar örlar jafnframt á ódýrri sálarfró sem sumir fá við að skammast.
Margt má segja um Egil og sjálfsagt að láta hann heyra það, líkt og hann lætur aðra finna til tevatnsins.
En það má ekki leggja tribúnal Egils af. Það einfaldlega má ekki.
Athugasemdir
Bíddu af hverju er ég að missa? Stendur til að leggja Egil af?
Það getur aldrei gengið. Annars fín spekúlasjón hjá þér Páll um tribúnal, sumir gætu haldið að orðið fæli í sér neikvæni, svo er alls ekki.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.10.2009 kl. 00:55
Hvenær ætlarðu að flytja þig á Eyjuna Palli?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 13:52
Vona að ekki sé hann sé ekki á förum. Það væri mikill missir.
Finnur Bárðarson, 16.10.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.