Morgunblaðið hnerrar, fjölmiðlaheimurinn veikist

Morgunblaðið stýrir íslenskri fjölmiðlaumræðu. Efasemdarmenn um staðhæfinguna ættu að kíkja á fréttina um að viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins ætli að hætta á blaðinu og hefja störf á Viðskiptablaðinu.

Nær allar útleggingar ganga út að að þetta sé hnignunarmerki. Enginn virðist tengja að annar nýráðinna ritstjóra Morgunblaðsins er helsti eigandi Viðskiptablaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

ætli þeir séu með svínaflensuna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.10.2009 kl. 17:08

2 identicon

Þessi farsi og hefndarherferð Hreins Loftssonar & Co. gegn Dabba ljóta er orðin skemmtilegri en manni hefði nokkrum sinnum órað fyrir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:38

3 identicon

Auðvitað er þetta bara til þess að Mogginn hafi meira pláss fyrir áróður eigenda og DO !

Morgunblaðið er löngu dautt !

Blaðið sem gefið er út í Hádegismóum og ber nafnið Morgunblaðið , verður ekkert annað en áróðurs pési fyrir eigendur ( náhirðina innan sjálfstæðisflokksins)  !!!

JR (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 20:51

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Náhirðin! Er það ekki hirðin sem dansaði í kringum útrásina?

Allt liðið sem mætti í ónefnt brúðkaup sem enginn vill lengur muna að hafi verið haldið?

Er það ekki hópurinn sem hamaðist við að ýta þjóðarskútunni " í hina áttina" vegna þess að það var talið koma sér illa fyrir versta mann Íslands?

Flosi Kristjánsson, 17.10.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband