Miðvikudagur, 14. október 2009
Vanheilög þrenning Icesave, AGS og ESB
Vanheilög þrenning Icesave-samnings, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins er dragbítur á endurmat íslensks þjófélags og endurreisnar. Taugaáfall stjórnkerfisins í kjölfar hrunsins leiddi til þess að þetta framandi útlenda húmbúkk þrinnaðist saman í fávísisfeld sem ríkisstjórnin liggur undir og hrærir sig hvergi.
Hér er lausnin í símskeytastíl: Við segjum Bretum og Hollendingum að uppgjör á Icesave-reikningum verði gert þegar búskiptum Landsbankans sáluga er lokið; við segjum upp samkomulaginu við AGS og við drögum umsóknina um aðild að ESB tilbaka.
Þegar húmbúkkið er frá getum við rætt um hvernig þjóðfélag við ætlum að rækta.
![]() |
Verið að endurmeta lánaþörf Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þu ert oft með rettar skoðanir a hlutunum
Örn Reynisson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 04:11
Já, akkúrat.
ElleE (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.