Miðvikudagur, 14. október 2009
Vanheilög þrenning Icesave, AGS og ESB
Vanheilög þrenning Icesave-samnings, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins er dragbítur á endurmat íslensks þjófélags og endurreisnar. Taugaáfall stjórnkerfisins í kjölfar hrunsins leiddi til þess að þetta framandi útlenda húmbúkk þrinnaðist saman í fávísisfeld sem ríkisstjórnin liggur undir og hrærir sig hvergi.
Hér er lausnin í símskeytastíl: Við segjum Bretum og Hollendingum að uppgjör á Icesave-reikningum verði gert þegar búskiptum Landsbankans sáluga er lokið; við segjum upp samkomulaginu við AGS og við drögum umsóknina um aðild að ESB tilbaka.
Þegar húmbúkkið er frá getum við rætt um hvernig þjóðfélag við ætlum að rækta.
Verið að endurmeta lánaþörf Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þu ert oft með rettar skoðanir a hlutunum
Örn Reynisson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 04:11
Já, akkúrat.
ElleE (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.