Hrunstéttirnar þrjár

Starfsstéttir í landinu bera mismikla ábyrgð á hruninu - og sumar alls enga. Þær þrjár stéttir sem afgerandi eiga stærstan þátt í hruninu eru hagfræðingar, lögfræðingar og blaðamenn. Hagfræðingarnir mönnuðu áróðursdeildir bankanna, sem fengu heitið greiningadeildir en stóðu ekki undir nafni. Hagfræðingar í stjórnkerfinu og háskólum ríða ekki feitum hesti frá hruninu. Meðvirkni og sinnuleysi er það skásta sem hægt er að segja um hagfræðiliðið.

Lögfræðingar brugðust algjörlega í eftirliti með viðskiptalífinu almennt og fjármálastofnunum sérstaklega. Lögfræðingar í bankageiranum og á endurskoðunarskrifstofum eru réttnefndir lagatæknar með bága siðferðiskennd og vændishugarfar.

Íslenskir blaðamenn eru á Albaníustigi hvað fagvitund snertir. Allnokkur fjöldi þeirra lærði handverkið í blaðamannaakademíu Baugs þar sem lágkúra og undirlægja voru helstu námsgreinarnar. Blaðamenn, í það stóra og heila, voru gengilbeinur útrásarauðmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers eiga endurskoðendur að gjalda hjá þér? Í mínum huga eru þeir efst á listanum.

Steinþór M (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 17:19

2 identicon

Hárétt mat hygg ég, hið ofmetna fyrirbrigði hagfræðingar sóma sér vel efst á listanum.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 17:28

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fjölmiðlar brugðust gersamlega. Þeirra fall er hæst vegna þess hve hátt þeir hafa trónað sem einskonar sjálfskipaðir varðhundar siðgæðis og réttsýni.

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 17:47

4 identicon

Sammála pistlinum, og einnig með að eitthvað virðast vera vafasamt við vinnubrög endurskoðenda í málum tengdum hruninu.

 Afturámóti er mín skoðun sú, að verstir af vondum voru blaðamennirnir svokölluðu, því án þessara óþverralegu þrælskipulögðu blekkingarvinnu þeirra, hefðu hinar stéttirnar aldrei náð að ganga jafn langt í sínum óheilindum við þjóðina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 17:49

5 identicon

Blaðamenn Jóns Ásgeirs göptu upp í hann og undruðust allar "eignir" hans, hvort sem það var skíðaskáli, þota, snekkja eða íbúðir í stórborgum heimsins. ENGINN þeirra spurði hann eða velti því upp hvort þetta væri allt skuldlaust ! Svo skilaði Bónus okkur um 330 milljarða skuld og litlar eignir á móti. Svo skil ég ekki af hverju fólk er ennþá að versla þarna.

Nú svo eru það hinir menntuðu. T.d. núverandi forstöðumaður "Þjóðmálastofnunnar" (?), Stefán Ólafsson prófessor skrifaði grein í Fréttablaðið um daginn.

Þar segir hann m.a. um Icesave: "Þessir 300 milljarðar koma til greiðslu eftir sjö ár og verða þá greiddir upp á átta árum á miklu hagstæðara gengi en nú er". Hvar hefur þessi maður dvalið s.l. 15 ár ?  Fyrir 15 árum stóð t.d. danska krónan í kr. 11,24 en er nú í nær kr. 25.- Er Stefán kannski að lofa okkur þessu gamla gengi eða er hann bara algjörlega pólitískt blindur í ofsatrú sinni á Jóhönnu og Steingrími ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 19:36

6 identicon

Hrunstéttirnar eru aðallega 3 segir þú. 

Þær eru aðallega 3 klíkur: a) Sjálfstæðisflokksklíkan b) Framsóknarflokksklíkan c) Baugsklíkan.

Yfirleitt eru Hagfræðingar ekki í sukkinu, en lögmenn já. og Stjórnmálamenn, sérstaklega stjórnendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Einnig fv. stjórnendur Samfylkingarinnar.

Erlingur Th (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 20:52

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég get verið sammála þér með þessar þrjár stéttir en vil endilega bæta endurskoðendum við.

Blaðamenn eiga stóra sök.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2009 kl. 21:33

8 identicon

Vil bæta við einni starfstétt í biðbót, íslenskir stjórnmálamenn í heild sinni frá A til Ö.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:31

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Upphafið var hjá stjórnvöldum sem gáfu bankana ásamt ríkisábyrgð. Síðan spilar Seðlabankinn stórt hlutverk. Endurskoðunarfyrirtæki voru í hlutverki Almættisins og ráðherrarnir kóuðu með öllu draslinu en hafa heimskuna sér til málsbóta.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband