Þjóðerni og hagsmunir í Evrópu

Vaclav Klaus forseti Tékklands neitar að skrifa undir Lissabonsáttmálann nema fá tryggingu fyrir því að Þjóðverjar sem reknir voru frá Súdentalandi eftir seinni heimsstyrjöld krefjist ekki bóta frá Tékkum sem nýttu sér fall nasismans til að losa sig við þýskumælandi nágranna.

Grikkir reyna að einangra Makedóníu vegna þess að þeir telja sig eiga einkarétt á héraðsnafninu sem Alexander mikli er sagður frá. Í Makedóníu var nýlega gefin út alfræðiorðabók sem ætlar allt vitlaust að gera þarna suðurfrá, samkvæmt Economist.

Evrópusambandið var stofnað til að leysa úr erfiðleikum meginlandsþjóða álfunnar að leysa úr málum tengdum þjóðerni. Þeir sem ekki eiga hlutdeild í þessari sögu, t.d. Íslendingar, gera hvorki sjálfum sér né Evrópuþjóðum greiða með því að þvælast inn í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband