Kostnaðarverð Fréttablaðsins

Fríblað Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem kenndur er við gjaldþrota Baug, býðst til þess að senda lesendum úti á landi blaðið á kostnaðarverði. Tilboðið gefur tilefni til að velta fyrir sér þeim kostnaði sem þjóðfélagið hefur orðið af völdum Fréttablaðsins.

Á miðju sumri 2002 stofnuðu Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins og Ragnar Tómasson lögfræðingur einkahlutafélagið Frétt ehf. Þeir voru leppar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs sem vildi eignast ítök í fjölmiðlum.

Skömmu áður hafði útgáfufélag Fréttablaðsins komist í þrot eins og nokkur önnur félög sem Gunnar Smári átti aðild að og stóðu að útgáfu blaða eins og Pressunnar, Eintaks og Helgarpóstsins. Ragnar Tómasson bjó meðal annars að þeirri reynslu að hafa verið útsendari Jóns Ólafssonar í Skífunni þegar Stöð 2 komst yfir Stöð 3 nokkrum árum áður.

Jón Ásgeir vildi á þessum tíma ekki láta það fréttast að hann ætti hlut í Fréttablaðinu. Blaðinu var dreift ókeypis og einu tekjurnar komu af auglýsingasölu. Viðskiptahugmynd Jóns Ásgeirs var að láta verslanir í eigu Baugs; m.a. Bónus, Hagkaup og Debenhams, kaupa auglýsingar í Fréttablaðinu til að festa blaðið í sessi. Baugur var almenningshlutafélag á þessu tíma. Hér var framið lögbrot með því að hluthöfum almenningshlutafélagins var mismunað.  Jón Ásgeir þurfti ekki að leggja mikið út fyrir sínu hlut í Fréttablaðinu, auglýsingafé Baugs tryggði reksturinn, en almennir hluthafar voru hlunnfarnir.

Þann 1. mars 2003 birtist fjögurra dálka forsíðufyrirsögn á Fréttablaðinu: Óttuðust afskipti forsætisráðherra. Í opnufrétt inni í blaðinu er gefið til kynna að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi staðið á bakvið aðför yfirvalda að fyrirtækinu, en lögregla og skattayfirvöld voru með Baug til skoðunar. Tölvupóstar á milli yfirmanna Baugs og ljósrit úr fundargerðum birtust á síðum Fréttablaðsins til að renna stoðum undir fréttina. Vitnað var í Jón Ásgeir og var hann eina munnlega heimildin sem getið var um í fréttinni. ,,Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið að hann gæti staðfest það eitt að Hreinn hefði gert stjórn Baugs grein fyrir fundinum með Davíð þar sem Jón Gerald Sullenberger hefði borið á góma." Samsæriskenning Baugsmanna hvíldi öll á því eina atriði að Hreinn Loftsson kvaðst hafa heyrt Davíð nefna nafn Jóns Geralds áður en það varð opinberlega kunnugt. En það var einmitt Jón Gerald sem lagði lögreglu til gögn og upplýsingar sem leiddu til rannsóknar á Baugi.

Orðalagið ,,staðfest það eitt" átti að gefa til kynna að Jón Ásgeir hefði mest lítið komið nálægt vinnslu fréttarinnar og hann væri aðeins heimildarmaður út í bæ. Til að blekkja lesendur enn frekar stóð í niðurlagi fréttarinnar að ,,Hreinn Loftsson vildi í samtali við Fréttablaðið í gær ekkert tjá sig um þessi mál."

Stjörnublaðamaður Fréttablaðsins, Reynir Traustason, var skrifaður fyrir fréttinni. Fréttin var ófagmannlega unnin. Ekki var reynt að koma með trúverðuga skýringu á því hvernig innanbúðargögn Baugs, fundargerðir og tölvupóstur, komust í hendur blaðsins. Mótsagnir blöstu við. Hvers vegna var Jón Ásgeir látinn segja frá því sem fór á milli Davíðs og Hreins, en ekki Hreinn sjálfur?

Ráðabrugg þeirra Jóns Ásgeirs og Gunnars Smára ritstjóra var nálægt því að ganga upp. Ef ekki hefði verið fyrir grunsemdir um að Baugur ætti í Fréttablaðinu og fúskið í vinnslu fréttarinnar hefði kannski verið hægt að sannfæra almenning um að Davíð Oddsson væri einræðisherra í suður-amerískum stíl sem sigað lögreglu á meinta óvini sína. Með pólitískan höfuðsvörð forsætisráðherra í belti sér væri Fréttablaðið afl sem enginn stjórnmálamaður þyrði að hafa á móti sér. Dagskrárvald Fréttablaðsins væri sterkara en pólitískt vald nokkurs stjórnmálaflokks.

Jón Ásgeir er eini maðurinn sem hafði aðgang að gögnum Baugs og átti beina aðild að fréttinni með því að til hans var vitnað. Síðar kom í ljós, í hádegisfréttum RÚV þann 4. mars, að Hreinn Loftsson var einnig heimildarmaður blaðsins og stjörnufréttamaðurinn þar með orðinn ber að því að ljúga að lesendum sínum.

Tveir stjórnarmenn í almenningshlutafélaginu Baugi, Þorgeir Baldursson og Guðfinna Bjarnadóttir, sögðu í fjölmiðlum að trúnaðarbrestur hefði orðið og sögðu sig úr stjórninni. Með afsögn sinni sendu þau skýr skilaboð um að Jón Ásgeir bæri ábyrgð á trúnaðarbrestinum.

Loksins var í Fréttablaðinu 2. maí 2003 tilkynnt hverjir væru eigendur útgáfufélagsins. Auk leppanna tveggja, Gunnars Smára ritstjóra og Ragnars Tómassonar, áttu félagið Jón Ásgeir, sambýliskonan Ingibjörg og Jóhannes faðir hans, Árni Hauksson sem þá átti  í Húsasmiðjunni og viðskiptafélaginn Pálmi Haraldsson í Fons. Það var engin tilviljun að eignarhaldið var upplýst á sama tíma og Baugur var afskráður sem almenningshlutafélag.. Eftir að feðgarnir og viðskiptafélagar þeirra eignuðust félagið gat enginn fett fingur út í auglýsingastreymið frá Baugsversluninni til Fréttablaðsins.

Lygamarðarútgáfa Fréttablaðsins hélt áfram að hanna veruleika í þágu eigenda sinna. Á útrásarárunum tortryggði Fréttablaðið gagnrýnisraddir en barði í brestina og taldi almenningi trú um að allt væri með felldu.

Fréttablaðið er eitt samfellt tilræði við mannlíf og menningu á Íslandi. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er ekki mikilvægi Fréttablaðsins í mótun almenningsálitsins stórlega ofmetið? Það sem eyðilagði Baugsmálið og olli þessari gríðarlegu andúðarbylgju í þjóðfélaginu var aðkoma stjórnmálamanna eins og DO og Björns Bjarnasonar Dómsmálaráðherra að rannsókninni.  Þótt það sé kannski öfugmæli í ljósi þess sem síðar kom í ljós þá viljum við að dómstólarnir séu sjálfstæðir og óháðir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2009 kl. 12:05

2 identicon

Eini maðurinn sem varaði við þessu og hefur hreinan skjöld er Davíð Oddson.Forsetinn og Samspilling gengu í lið með Baug.

Svo er verið að pönkast á Davíð Björgólfum og Kjartani til að beina augum frá raunverulegu sökudólgum hrunsins sem eru Samspilling Baugur og Forsetinn.

Sæi (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 13:33

3 identicon

Aðferðafræðinn sem notuð er til þess að spinna atburðarrásir og beina ásjónum almennings frá því sem skiptir máli eru háþróaðar og er því ekki að undra að hinn venjulegi borgari sjái ekki blekkingarnar sem mataðar eru ofan í hann.

Ef þú ætlar að geta séð heila og hvítþvottinn þá verður þú fyrst að læra tæknina á bak við það. Fyrsta skrefið er að læra Propaganda.

Baugsmafían, Samfylkinginn og ESB trúboðið eru krabbamein fyrir íslenska þjóð, krabbamein sem verður að skera í burtu.

R (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér fannst gaman að hlusta á einn viðmælenda Egils Helgasonar í dag ég held hann heiti Friðrik hann talaði um einokunaraðstöðu Haga,þetta var nákvæmlega það sem ég hef verið að segja við fólk sem hefur verið að lofsyngja lágt vöruverð í Bónus, þeir knýja fram mikinn afslátt hjá framleiðendum og heildsölum sem þurfa síðan að selja öðrum þeim mun dýrara til þess að geta lifað.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.10.2009 kl. 17:08

5 identicon

Baugsmafían, Evrópubandalagsmafían og Samfylkingarmafían.  Burt með mafíurnar.  Það þarf að ná af þeim öllum völdum.   

J (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 17:09

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef alla tíð haft skömm á Fréttablaðinu.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.10.2009 kl. 17:10

7 identicon

Ég hef líka skömm á Fréttablaðinu, vitandi það að tröllsveldi Jóns Á. Jóhannessonar rekur það.  Mál að minnka hans veldi.  Og hef skömm á honum.  Það er með öllu óþolandi og skaðlegt bara að einn mannasni drottni yfir landinu.  Þurfum ekki veldin hans með blasandi þjófaskiltum við innganginn ætluðum sem ógn.  Og fólk sem ógnar ungum krökkum sem hefur orðið það á að stela þar tyggjópakka.   Voru ekki felldir niður milljarðar fyrir þig Jón Á. Jóhannesson?  Þurftir þú að fara í gegnum þjófaskilti?  

J (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:50

8 identicon

Góð og sönn samantekt.  Hvenær kemur að því að saga Jóns Ásgeirs verði skráð af einhverjum öðrum en honum og hans mönnum?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband