Laugardagur, 10. október 2009
Samfylkingarsólskríkja á Mogga
Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar samfylkingarhugvekju á leiðaraopnu í dag um hversu Vinstri grænir eru ómögulegir. Þegar samfylkingarfólk kvartar undan öðrum er það sambærilegt við að hverfistuddinn væli undan einelti. Samfylkingin er safn af ósvífnustu lygaspunastjórnmálamönnum landsins.
Samfylkingin terroriseraði Sjálfstæðisflokkinn til að boða landsfund um að breyta afstöðunni til Evrópusambandaðildar - jafnvel þótt fyrir lægi að flokksmenn vildu ekki inn í ESB.
Samfylkingin svínbeygði Vinstri græna til að svíkja kjósendur sína og fallast á að ríkisstjórnin sækti um inngöngu í Evrópusambandið.
Samfylkingin var stjórnmálaarmur Baugsveldisins og þáði tugmilljónir frá Baugsversluninni enda sinnti flokkurinn hagsmunagæslu fyrir auðhringinn.
Nefnum hlutina réttum nöfnum: Samfylkingin er stjórnmálasubbuflokkur Íslands.
Athugasemdir
"Samfylkingin stjórnmálasubbuflokkur Íslands".
Sannarlega réttnefni snjalli Páll !
Jafnframt þyrfti að endurtaka í sífellu þau óhrekjanlegu sannindi að Samfylkingin - á sínum tíma - samþykkti Icesave samninginn ÓSÉÐANN !!
Já, með ÖLLUM GREIDDUM ATKVÆÐUM, og jafnframt ríkisábyrgð vegna samninga sem - svo ótrúlega sem það hljómar - já, samninga sem þingflokkjur Samfylkingarinnar hafði ekki augum litið !!Ótrúlegt en því miður satt.
Sannkallaður: Stjórnmálasubbuflokkur Íslands". - Amen !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:52
Flottur pistill.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 00:00
"Samfylkingin var stjórnmálaarmur Baugsveldisins og þáði tugmilljónir frá Baugsversluninni enda sinnti flokkurinn hagsmunagæslu fyrir auðhringinn."
Ertu með eitthvað sem sannar þessa fullyrðingu þína? Eða er þetta spuni frá þér?
Bjarni Kristjánsson, 11.10.2009 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.