Laugardagur, 10. október 2009
Jóhanna fellur á eigin bragði
Forsætisráðherra lýgur því upp í opið geðið á þjóðinni forsenda fyrir endurreisn landsins sé að við samþykkjum undirlægjusamninga sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga um uppgjör á Icesave-reikningunum. Lygin er sett fram af spunastjórninni í mörgum útfærslum en er alltaf jafn ósönn. Það eina sem fellur með Icesave-samningnum er ríkisstjórn Íslands, og er það maklegt þar sem stjórnin ber ábyrgð á samningnum.
Á meðan ríkisstjórn Jóhönnu situr mun Icesave-málið ekkert hreyfast. Þetta vita allir og líka spunaliðar stjórnarinnar. Þeir munu hins vegar missa vinnuna þegar ríkisstjórnin fellur og reyna á meðan stætt er að telja fólki trú um að Ísland verði ekki byggilegt nema Icesave-samningurinn verði samþykktur.
Ríkisstjórnin leggur sig fram um að sannfæra fólk um að Icesave-samningurinn sé forsenda fyrir framtíð þjóðarinnar en afhjúpar aðeins eigin glópsku. Ef framtíð lands og þjóðar hvílir á einum samningi er bráðnauðsynlegt fyrir okkur að losna við stjórnvöld sem bera ábyrgð á þessum samningi.
Icesave-samningurinn verður felldur, þjóðin vill einfaldlega ekki þennan samning. Til að við getum annað tveggja sest að nýju við samningaborðið eða sagt Bretum og Hollendingum á kurteisan hátt að éta það sem úti frýs þarf ríkisstjórnin að segja af sér.
Ríkisstjórn Jóhönnu heldur Icesave-málinu í gíslingu.
Ummælin fráleitur þvættingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég verð nú bara að segja eins og er að hún Jóhanna hefur reynst sterkari og öflugri leiðtogi en ég hafði þorað að trúa.
Upphrópanirnar, lýðskrumið og almennt auðvaldsprumpið í þeim moldríku pabbastrákum Bjarna Ben og Sigmundi Davíð er besta sönnun þess.
Andspilling, 10.10.2009 kl. 14:08
Ögmundur Jónasson var að enda við að lýsa því yfir að okkur lægi ekkert á í icesave málinu. Hvað þarf eiginlega til, til þess að Jóhanna skilji að það er ekki þingmeirihluti fyrir leið þeirra Steingríms? Hún hlýtur að segja af sér eftir um eða eftir helgina.
Sigurður Sveinsson, 10.10.2009 kl. 14:18
ég sé ð bláa höndin heldur um pennan hérna þannig að þetta bull þitt er ekki svaravert.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:20
Ég sé að föðurlandssvikarar og kommasvín eru mætt hér á bloggið..
LS.
LS (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:31
LS, nafnlausar gungur eins og þú eru ekki svaraverðar.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:33
Bíddu... eru Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið þá hluti af "spunaliði" ríkisstjórnarinnar af því að hvorug samtökin taka undir í þeim pólitíska hráskinnaleik sem hrunaflokkarnir reka þessar vikurnar?
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:41
Reinhard, þú talar um ríkisstjórn og hrunflokka sem aðskilda hluti. Minnir að annar ríkisstjórnarflokkanna sé hrunflokkur, ekki rétt? Og hinn ríkisstjórnarflokkurinn er hrunflokkur í eðli sínu og stefnu? Ekki rétt?
Steinþór (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:49
Steinþór, það er skýrt í mínum huga að hrunaflokkarnir eru þeir flokkar sem stóðu að einkavinavæðingu bankakerfisins á sínum tíma - Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur - og gengu harðast fram í innleiðingu frelsis fjármagns og fjármagnseigenda á kostnað samfélagslegra gilda. Þetta hvort tveggja eru megin ástæður hrunsins. Samfylkingin stóð sig hins vegar illa í því að andæfa eftir að hún fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum enda var sú stjórn mynduð eftir pattniðurstöðu kosninganna 2007.
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:09
Jóhanna er búin að gera svo rækilega í brækurnar, að ekki kemur annað til álita en að flæma hana frá völdum. Þótt Þingvallastjórnin hafi gert mistök, þá voru þau ekki af yfirlögðu ráði.
Icesave-stjórnir er hins vegar að fremja afglöp af yfirlögðu ráði og allir landsmenn sjá það og vara við mistökunum. Jóhanna er staðföst, en hún er staðföst í heimsku sinni. Hún hefur alla sína tíð staðið við ríkisjötuna og heimtað. Er ekki nóg komið ? Er tími Jóhönnu ekki löngu liðinn ? Jóhanna myndi jafnvel hræða Drakúla greifa.
Icesave-stjórnin hlýtur að segja af sér um helgina. Enginn ærlegur maður getur varið gjörðir þessarar stjórnar. Ekki er hægt að leggjast lægra í svaðið, en Jóhanna hefur gert upp á sitt einsdæmi.
Hún misnotar Seðlabankann og Viðskiptaráðuneytið með hótunum um uppsagnir starfsmanna ef þeir skrifa ekki upp á túlkanir hennar á veruleikanum. Hún gefur erlendum forsætisráðherrum fyrirmæli um að þeir megi ekki koma Íslendskri þjóð til hjálpar. Hvað er svona hegðun annað er landráð og verðskuldar hörðustu refsingu ?
Það verður talið Jóhönnu til málsbóta, ef hún segir af sér strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 15:33
Það þarf að fara að Jóhönnu út. Þetta gengur ekki lengur. Hún veldur orðið stórskaða á hverju einasta degi. Er ekki besta ráðið að setja Steingrím inn í staðinn - svona til vorsins ef það þá dugar.
Jóhann Ólafsson, 10.10.2009 kl. 16:33
Heill og sæll Páll; - sem og aðrir, hér á síðu !
Loftur Altice; ágæti verkfræðingur !
Má til; að leiðrétta þig. ''Þingvalla stjórnin'' , er meðal skaðvaldanna, hér í stjórnkerfinu - sem hinir fyrri, og svo núverandi, svo til haga sé haldið.
Allra sízt; skyldi hleypa Sjálfstæðis- og Framsóknar flokkum aftur til valda, hvar; enn eru þar innanborðs, stór partur Myrkra afla frjálshyggjunnar, frá fyrri tíð, sem kunnugt er.
Utanþingsstjórn; skipuð fólki, hinna vinnandi stétta, er rökrétt framhald þess, við hvert er nú að etja.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 17:38
Aumast af öllu aumu er bláköld krafa Jöhönnu og co. um að fólkið í landinu leggist undir kúgun IMF (AGS) og stórvelda. Það er hættulegt fólk sem það vill.
ElleE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 18:17
Ekki gleyma því ElleE að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem kallaði til AGS í upphafi og ekki svo auðvelt að losna undan þegar hann er einu sinni kominn!!!
Andspilling, 10.10.2009 kl. 18:20
Það kemur ekkert Sjálfstæðisflokknum við að Jóhanna heimtaði að Alþingi sættist á stórhættulegan samning ÓSÉÐAN. Nauðungar-samning sem bannaði okkur að fara með málið fyrir dóm. Það er með ólíkindum og fásinna að ætla að leggja allt að 1000 milljarða á 300 þúsund manns fyrir glæpabanka og skrifa undir loforð um að við megum ekki fara með málið fyrir dóm. Það er kúgun og brot á mannréttindum að mega ekki fara með mál fyrir dóm. Núverandi ríkisstjórn er sek. Núverandi ríkisstjórn, nema kannski Ögmundur, ætlaði að koma nauðinginni í gegnum Alþingi og Jóhanna hin hættulega hótaði Alþingismönnum sem sættu sig ekki við nauðungina.
ElleE (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 12:41
Firring þín er algjör því það var ríksstjórn Geirs Haarde þáverandi formanns SJálfstæðisflokksins sem gekst undir IceSave. Allt annað er útúrsnúningur.
Andspilling, 11.10.2009 kl. 12:51
Firring þíns sjálfs er algjör því Alþingi eitt setur lögin í landinu. Firring þín er líka algjör þar sem sam-spillingin var líka við völd þegar AGS kom inn og þó þú viljir kenna 1- 2 flokkum um allt og sem hefur farið miður. Og líka allar kolspilltu og fáránlegu gjörðir sam-spillingarinnar sem var við völd fyrir Icesave, við stofnun Icesave (og átti þá bankamálaráðherrann) og loks við fall Icesave (og átti enn bankamálaráðherrann). Fásinna að kenna 1 - 2 flokkum um allar gjörðir allra flokka.
Og ítreka að ég er ekki að verja Framsókn og Sjálfstæðisflokk þó þú hafir sakað mig fyrir skömmu 2svar um Sjálfstæðisflokkinn og þrætt þegar ég sagðist vera óháður kjósandi. En firring þín er algjör: Þú veist betur en fólk hvað það sjálft kaus. Enda búið að loka á þig víða þar sem þú ræðst á fólk af engri ástæðu nema þinni firringu.
ElleE (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 13:40
Ef einhver er ekki búinn að fatta hver er þessi "Andspilling" þá er þetta enginn annar en vargakjafturinn og friðusnakkruinn Þór Jóhannesson sem fær ekki neina athygli á sínu nýja bloggi, búhú. Hundskastu nú á þitt nýja svæði sem enginn vill lesa.
Sævar Einarsson, 11.10.2009 kl. 14:11
*froðusnakkurinn* vildi ég sagt hafa
Sævar Einarsson, 11.10.2009 kl. 14:12
Maður er farinn að heyra það í fréttum úti í bæ að þessi nafnlausa bleyða Sævarinn sé að níðast á nafni mínu enn eina ferðina hér á blogginu.
Guð minn almáttugur maður, leitaðu þér hjálpar og vinsamlegast láttu mig í friði í eitt skipti fyrir öll.
Hversu langt ætlarðu eiginlega að ganga í neteineltinu maður?
Þessar ásakanir um að ég sé þessi bloggari eru ekki svara verðar.
Þór Jóhannesson, 11.10.2009 kl. 21:27
Finnst leitt að segja það Þór, en þessi setning "Andspillingar" kl. 14:08 að ofan og fleiri komnar frá þeim bloggara, hljómar eins og beint úr blogginu þínu þar sem þú þrástagast á hatri þínu með sömu orðunum. Sorry.
J (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 23:16
Ágæti J
Ég ræð því ekki hvernig "andspilling" orðar hlutina - en hitt mættirðu vita að ég er ekki beint stuðningsmaður Jóhönnu ef þú lest bloggið mitt og skil því ekki hvernig hægt er að troða þessu upp á mig. Enda er ég andvígur inngöngu Íslands í ESB.
Annars ælta ég ekki tjá mig um þetta mál frekar og vísa svar mitt hér að ofan og bið um grið fyrir eineltinu frá "Sævarnum".
Þór Jóhannesson, 12.10.2009 kl. 13:11
Góður pistill Páll.
Það fer að styttast tíminn sem Jóhanna (Skjaldborg) og félagar hennar hafa til að klára Icesave samninginn.
PS. Nákvæmlega sömu ógeðfelldu frasarnir frá Andspilling og Þór Jóhannesson. Magnað. Er þetta tilviljun?
Jón Á Grétarsson, 12.10.2009 kl. 21:30
Hér gengur margt á og miður fallegt og sé ég ekki betur en en að það séu nákvæmlega sömu ógeðfelldu frasarnir sem þið öfga hægribloggararnir notið svo kannski maður dragi þá ályktun að Sævarinn sé í raun Jón Á Grétarsson. En við hverju er að búast frá fólki sem kann ekki svo mikið sem beygja nafnorð rétt í einföldum settningum.
PS. Sé að þeir eru að beita á þig þekktri aðferð hægri öfgamanna, Þór sem kallast "let the bastard deny it". En hitt máttu eiga eftir lestur bloggsins þíns að þú ert nú Illa vinstri grænn!!!
Andspilling, 12.10.2009 kl. 21:47
Þór minn, er það nema von að maður elski það að stríða þér ? þú ert svo heftur, reiður og bitur að það er leitun að öðru jafn slæmu dæmi nema kannski wannabe Johnny Rotten fígúrunni sem er svo fyndinn að það þyrftu allir að eiga einn slíkan trúð til að lífga upp á tilveruna. Þú biður mig um griða að hætta þessu einelti ... ég minnist þess ekki að hafa lagt þig í einelti en þú hefur ekki verið að spara gífuryrðin sem þú hefur skrifað um mig, hótað mér öllu illu svo mér var hætt að standa á sama og læsti blogginu, ég má ekki við því að fá annan dóm, er á skilorði fyrir barsmíðar.
Sævar Einarsson, 12.10.2009 kl. 22:44
Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ég veit nú samt ekki til þess að ég hafi verið með neinar hótanir í þinn garð þó ég viðurkenni að ég hafi í eitt skipti misst mig í reiði í þinn garð eftir að þú hafir ítrekað verið að pönkast í mér undir nafnleyndinni. Ég sé eftir þeim orðum og biðst afsökunar á þeim (þú veist hvaða orð það voru).
Fyrst og fremst voru það þessi ábyrðarlausu nafnlausu skrif þín sem hleyptu mér upp því mér finnst það ekki mjög sanngjarnt að vera að þrasa við fólk undir dulnefni því það þarf ekki að vera ábyrgt fyrir sínum orðum eins og við sem tölum undir fullu nafni.
En nú bið ég þig enn á ný að láta nafn mitt í friði og hætta að bendla mér við allt sem sagt er andstætt skoðunum þínum á bogginu. Ég er - eins og þú veist og fagnar eflaust gífurlega - hættur að blogga hérna vegna þess að mér misbýður svo við ráðningur Hrunaforingjans til Moggans.
Hvað segirðu um þessar málalyktir?
Þór Jóhannesson, 12.10.2009 kl. 23:00
Satt er það Þór og ég bið þig afsökunar á móti, þá er þetta mál frá og svo fáum við okkur kaffibolla við tækifæri.
Sævar Einarsson, 12.10.2009 kl. 23:17
Það væri nú táknrænt :)
Þór Jóhannesson, 12.10.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.