Stjórnarkreppa forsenda lána

Ísland þarf að sýna vilja til að læra af mistökum. Allir vita að þjóðir læra helst með sársauka; stríð, hungursneyð, farsóttir og borgarastyrjaldir eru dæmi um lærdómsferla þjóða. Eitt mildasta form þjóðarsársauka eru stjórnarkreppur. Við verðum að taka út eins og eina stjórnarkreppu fyrir Icesave-samninginn.

Stjórnarkreppa myndi áþreifanlega sýna að íbúar sögueyjunnar séu taka út þroska. Til sýna enn meira þroskamerki yrðum við að afturkalla umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Daginn eftir gætum við gengið að láni frá Norðmönnum vísu.


mbl.is Þurfa frumkvæðið frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ábyrg stjórnvöld í Noregi  voru að lýsa því yfir að engin lán yrðu veitt til Íslands fyrr en endurskoðun AGS lægi fyrir og þar með lausn á ICESAVEklúðrinu frá 15. nóv. 2008.  Sem sagt að við greiðum skuld okkar...

Nú gildir ekki óskhyggja.

Sævar Helgason, 8.10.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"Eitt mildasta form þjóðarsársauka eru stjórnarkreppur."...Hvers vegna? hvenær?...nefndu dæmi?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2009 kl. 22:52

3 identicon

Hvaða skuld "okkar" meinar Sævar?  Ekki skulda ég Icesave. 

ElleE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband