Sunnudagur, 4. október 2009
Minnihlutastjórn um lágmarksverkefni
Ef Bretar og Hollendingar bjarga ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur með því að sjá sig um hönd og fallast á fyrirvara Alþingis við Icesave-samningana verður stjórnin að segja af sér. Icesave-samningurinn er milli ríkisstjórnar Jóhönnu við bresk og hollensk stjórnvöld með fyrirvara um samþykki Alþingis. Íslenski löggjafinn breytt veigamiklum atriðum í samningnum og ef viðsemjendur okkar fallast ekki á þær breytingar er samningurinn fallinn.
Núverandi ríkisstjórn getur ekki beðið um nýjar viðræður við stjórnvöld í London og Haag. Það verður að vera ný ríkisstjórn sem gerir það.
Steingrímur J. kemur eftir helgi úr leiðangri til Tyrklands þar sem hann hittir m.a. fjármálaráðherra Breta og Hollendinga. Áður hefur Össur hitt utanríkisráðherra sömu þjóða.
Komi Steingrímur J. tómhentur heim, eins og Össur, er morgunljóst að Icesave-samningurinn er fallinn.
Meginrök talsmanna ríkisstjórnarinnar fyrir því að hún skuli sitja áfram eru þau að enginn valkostur sé við sitjandi stjórn.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga að búa til þennan valkost með því að bjóða Vinstri grænum að verja minnihlutastjórn þeirra falli.
Minnihlutastjórn Vg yrði um lágmarksverkefni; ganga frá fjárlögum ársins 2010, fá nýja samninga við Breta og Hollendinga um Icesave, endurskoða samstarfið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ganga á milli bols og höfuðs á afgangi útrásarinnar og sjá um framkvæmd á skuldaaðlögun heimilanna.
Verkefnin yrðu unnin af ríkisstjórn Vinstri grænna sem fengi umboð til næsta vors en þá yrðu kosningar.
Athugasemdir
Af hverju finnst þér að vinstri grænir eigi að vera áfram við völd??? Það eru þeir sem boða alla þessa nýju skatta og álögur á allt og alla. Þeir eru kommar sem vilja að ríkið eigi allt og almenningur á ekki að eiga neitt bara borga til að ríkið geti átt gott líf og almenningur skiptir þá minna máli. mér finnst að Íslandi eigi að vera stýrt af algerlega ópólitískum aðilum þessa stundina því að ég get ekki séð að einn einasti alþingismaður eða kona hafi nokkurt vit eða kunnáttu á hvað gera skuli til að Ísland sleppi betur út úr þessari kreppu.
Óskin (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 12:09
Er eitt hvað vit í því sem þú ert að skrifa núna ?
Nei, vegna þess að það er alveg sama hvaða fólk verður sent út til að semja um ICESAVE, það verður sama útkoma !
Alltaf sama taktíkin hjá viðsemjendum, AGS er notað !
Bara einu sinni enn, hvers vegna eru þeir sem skulda ICESAVE ekki teknir og látnir borga ?
Hvers vegna er ekki barið á þeim sem eiga að borga ICESAVE, stjórnendum og eignendum Landsbankans !
Ég vil sjá þá alla á nærfötum einna klæða , þegar búið er að sækja fjármuni til þeirra !
JR (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 12:54
Liljurnar, Ömmi og Atli verða að gefa út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þau séu gengin til liðs við stjórnarandstöðuna.
Það hvílir á þeirra herðum að leysa Icesave með ÞórSaari, Höskuldi og Bjarna
Það er ekki hægt að teygja þennan lopa öllu lengur!Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:58
Er það ekki öllum orðið ljóst, að pólitíkusar á Íslandi, hvar í flokki sem þeir eru, geta ekki og vilja ekki, taka á liðinu sem setti allt á hausinn hér, með heimskugræðgi og Nóbelsverðlaunum í fábjánabissness, keyrt áfram af Davíð og Hannesi lærimeistara í fábjánabissness, vermdað af Geir og Ingibjörgu frá Haugi.
Er það ekki líka skilið, að það er útaf því að pólitíkusarnir eru samsekir, þar sem þeir þáðu fúlgur fjár frá útrásarverðlaunahöfum,allt millifært inná reikninga flokkanna, á meðan flokkarnir allir litu undan meðan Nóbelsverðlaunahafarnir keyptu bankana og stálu svo öllu úr þeim, þegar þeim höfðu verið afhentir lyklarnir, úr hendi pólitíkusanna á Íslandi.
Robert (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 14:14
Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessari hugmynd Páll, en það er allavega eitt sem yrði klárlega að gerast til þess að hún gæti gengið óháð öðru. Steingrímur J. Sigfússon yrði að segja af sér eða a.m.k. víkja til hliðar. Hann nýtur svo sannarlega ekki trausts.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 09:30
Þessi færsla er í staksteinum morgunblaðsins í dag.
hannes (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 09:59
Annað sem slík stjórn yrði að gera er að setja inngönguferlið í ESB á ís enda ljóst að forsendurnar fyrir því hyrfu með Samfylkingunni auk þess sem bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn gætu ekki stutt það.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 10:51
Ég las þetta af tilviljun en verð að segja að mér finnst þetta ótrúlegt rugl sem skrifað er!T.d. Höfum við átt nema einn Nobelsverðlaunahafa!?Halda menn að Sjálfst.fl. og Frams.fl. séu líklegir til að skapða nýtt Ísland,sósialdemokratiskt ríki með Norðurlöndin að fyrirmynd?Nei.Það sem þeir vilja er óbreytt ástand,áframhaldandi (ný-) frjálshyggja og kenna svo útrásarvíkingum um allt saman!Þetta er eins og gömlu kommarnir eftir fall Sovétríkjanna.Það átti sem sagt ekki að hafa verið stefnunni að kenna heldur einstaka mönnum hvernig fór.En það er eins með kommúnismann og kapitalismann að hvorttveggja er stórhættulegt og getur aldrei orðið gott.Og hvað halda menn að verði um áframhaldandi rannsókn á hversvegna fór sem fór og að sækja menn til saka fyrir framferðið?Ætli Sjálfst. og Frams. slökkvi ekki snarlega á því!Það er etv. ein ástæðan fyrir því að þeir vilja komast aftur í stjórn.Þessu gera eflaust margir sér grein fyrir.Margir kenna núv. ríkisstjórn um gang mála og hvernig komið er og það eru Sjálfst. og Frams. ánægðir með.Það er líkt með þessum aðilum eins og sjúklingnum sem kom á spítala ólæknandi og dauðvona eftir slæma meðferð hjá skottulækni. Sjúklingnum var þá farið að elna sóttin en varð eftir stuttan tíma að orði við lækninn sinn: Mér fór nú ekki að versna fyrr en eftir að ég kom til ykkar!
Kristinn R. Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.