Föstudagur, 2. október 2009
Ríkfátækalandið
Í Kastljósi fyrr í kvöld sagði dökkhærða hægrikonan að við ættum að spara við okkur að veita um einum og hálfum milljarði til þróunaraðstoðar. Þunnhærði Evrópusinnaði samfylkingarmaðurinn staðhæfði að þrátt fyrir kreppu værum við ein ríkasta þjóð heims og ættum að axla ábyrgð sem slík.
Hvorttveggja er rétt. Við erum blönk í þeim skilningi að ótaldir milljarðar þurrkuðust út í hruninu og við horfum fram á aukna skattheimtu og samdrátt.
Samt erum við ein ríkasta þjóð heims.
En ekki lengi enn ef við myndum ganga í Evrópusambandið. Skrifræðið í Brussel myndi reikna okkur niður í evrópskt meðaltal.
Athugasemdir
Geturðu bent á hvað þú átt við sem að er ekki í EES sem myndi fara að rikna okkur "niður í evrópskt meðaltal".
Eru þetta ekki leifar af svipuðum hroka og þegar Þorgerður Katrín sagði að við hefðum ekkert til annarra þjóða að sækja.
Það væri allt best og mest á Íslandi.
Evrópa er ekkert útvatnað meðaltal, hún er frískleg og fjölbreytileg.
Gunnlaugur B Ólafsson, 3.10.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.