Föstudagur, 2. október 2009
Össur sleginn valdblindu
Valdblinda byrgir annars þokkalega sjáandi mönnum sýn, eins og utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson biðlar í viðtali breska útvarpsins BBC um stuðning ríkisstjórna Bretlands og Hollands við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.
Bretum og Hollendingum kemur ekki við hvaða ríkisstjórn Ísland hefur, ekki frekar en okkur kemur við hvaða ríkisstjórn Írar eða Belgar kjósa sér. Allir sjá þetta í hendi sér, nema þeir sem slegnir eru valdblindu.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður að segja af sér áður en við förum í næstu umferð Icesave-samninganna.
Aðeins ný ríkisstjórn getur beðið um nýjar samningaviðræður. Ríkisstjórn Jóhönnu situr uppi með ónýtan samning og verður að víkja til að málið hreyfist á ný. Allir sjá þetta í hendi sér, nema fámennið í kringum ríkisstjórnina í Reykjavík.
Athugasemdir
Sammála því að það þarf nýja stjórn til að semja. Það er engin ástæða fyrir Hollendinga og Breta að gefa nokkuð eftir gangnvart ráðherrum og samningamönnum sem vijla ekki betri samning og sætta sig við þann sem er á borðinu....
Ómar Bjarki Smárason, 3.10.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.