Siðblinda Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir átti Fréttablaðið án þess að viðurkenna það opinberalega í eitt ár, frá miðju ári 2002 til maí 2003. Á þeim tíma hratt Jón Ásgeir af stað áróðursherferð gegn sitjandi forsætisráðherra þar sem innanhúspappírum frá Baugi var teflt fram til að gera flökkusögu trúlega um að Davíð Oddsson hefði sigað lögreglunni á Baug. Þjóðin var látin halda að Fréttablaðið væri að sinna blaðamennsku þegar lygaþvættingur Baugs var settur á forsíðu eftir forsíðu.

Jón Ásgeir viðurkenndi fyrst í maí 2003 að hann ætti Fréttablaðið því þá hafði hann nýverið keypt almenningshlutafélagið Baug, sem hann stýrði en átti ekki, en einmitt það félag hélt upp tekjuflæði Fréttablaðsins með auglýsingakaupum.

Jón Ásgeir sendi skósvein sinn, Hrein Loftsson, til London að bjóða Davíð Oddssyni mútufé, 300 milljónir króna, ,,sporlausa" peninga.

Jón Ásgeir ætti að fara varlega í að segja aðra óforskammaða.


mbl.is Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að þú kannt vel við þig á heimavelli í Hádegismóunum Páll minn

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:11

2 identicon

Sagan segir að eftir að Jón Ásgeir "frelsaðist", þá er hann er miður sín fyrir að hafað birt stolna einkapósta Jónínu Ben í Baugsmiðlunum, og að hafað byggt meira og minna vörn Baugsmálsins á þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband