Fimmtudagur, 1. október 2009
Hrunfyrirtæki, meðsekt og siðleysi
Ári eftir hrun eru á lífi fyrirtæki eins og Exista, Hagar, 365-miðlar, Iceland Express og Geysir Green Energy. Ekki nóg með að fyrirtækin lifi heldur eru þau í eigu hrunverja; Bakkabræðra, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma í Fons.
Það er meðsekt að halda hlífiskildi yfir ónýtum rekstri siðlausra manna.
Athugasemdir
Hvað með fyrirtæki endurskoðenda og lögfræðinga ?
Hvers vegna setur þú þau ekki með ?
Hagsmunaárekstur eða þorir þú því ekki ?
JR (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 21:20
Mitt hugleysi væri þá undir fullu nafni, JR.
Páll Vilhjálmsson, 1.10.2009 kl. 21:34
Kerfið hjá okkur er ótrúlega seinvirkt. Getum við treyst því að það sé vandvirkt?
Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.