Jón Ásgeir hótar sem fyrr

Kvikmyndagerðarmaðurinn sem gerði heimildarmynd um hrunið tók viðtal við nokkra auðmenn. Í Kastljósviðtali í kvöld lýsti myndsmiðurinn að sammerkt auðmönnunum er að þeir sjá ekki nokkra sök hjá sjálfum sér.

Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjórinn fyrrverandi sver sig í auðmannaslektið og telur sig ekki bera nokkra ábyrgð. Til að undirstrika að Jón Ásgeir hefur ekkert lært kom fram í viðtalinu í Kastljósi að Jón Ásgeir hafi haft í hótunum við kvikmyndagerðarmanninn.

Sumt breytist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er örugglega hægt að gera sér heimildarmynd um hótanir Jóns Ásgeirs og afleiðingar þeirra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband