Föstudagur, 25. september 2009
Hrútar og sauðir
Þeir sem annað tveggja hafa verið í sveit eða lesið þjóðlegan fróðleik vita að sauðir eru geltir hrútar. Í mannheimum er það þannig að sauðir elta villuljós eins og Samfylkinguna, Baug og Evrópusambandið. Hrútarnir eru með fæturna á jörðinni og láta ekki moldryk villa sér sýn.
- Í dag fengum við hrút heim og á morgun verður sauði slátrað.
Davíð: Mun nýta reynslu úr fyrri störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Voru það ekki 350 milljarðar ísl kr sem töpuðust frá Seðlabankanum í aðdraganda hrunsins - þegar hrunformanninum var löngu ljóst hvert stefndi með bankana og var stanslaust í því að aðvara menn... að eign sögn ? Kannski nýtist Mogganum þessi reynsla- í blankheitunum...
Sævar Helgason, 25.9.2009 kl. 20:48
Nú, vita allir hvers vegna Davíð var ráðin í ritstjórnarstól Morgunblðasins !
Það er einhver flokkur orðin of hættulega stór , samfylkingin !
Þetta sagði Davíð í kvöld á skjá einum í viðtal hjá Sölva !
JR (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:11
Vá, jr, Samfylkingin bara að leggja undir sig landið og miðin. Með þessum líka framtíðarforingja og útpældu stefnuskrá.
Páll Vilhjálmsson, 25.9.2009 kl. 21:14
Páll.
Þetta eru orð Davíðs !
Samfylkingin var það eina sem hann minntist á, það var engin annar flokkur til hjá honum í þessu viðtali !
Annars væri bara gott hjá þér að sjá þetta viðtal !
JR (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:18
jr, ég horfði á viðtalið. ef þú hefðir horft á það og eilítið gefið gaum þeirri staðreynd að spyrillinn stýrir viðtali gætir þú mögulega fallist á að spyrlinum var í mun að tefla fram samfylkingarsjónarmiðum enda þetta sami náúngi og spurði á hrunblaðamannafundi Haarde félaga hvenær við myndum ganga í es fokking bé.
Páll Vilhjálmsson, 25.9.2009 kl. 21:23
Páll.
Þú ert að gera lítið úr sjálfum þér !
Auðvitað hatar þú samfylkinguna, það er bara þannig !
Nú vorkenni ég þér !!!
JR (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:30
jr, ég veit ekki á hvaða plánetu þú ert. hatur er persónulegt mál og ef þú heldur að venjulegur maður eins og undirritaður hafi náð þeim hæfileika að hata stjórnmálaflokk gerir þú meira úr mér en efni standa til. ég er ekki sammála samfylkingunni en hún er mér ekki nógu kær til að ég hati hana, fyrir utan þá augljósu staðreynd að samfylkingin er flokkur en ekki persóna.
(í dag er dagur litla stafsins)
Páll Vilhjálmsson, 25.9.2009 kl. 21:35
Páll.
Ég eins og fleri veltum fyrir okkur hvers vegna það er til fólk sem sé eitthvað gott við það að Davíð Odsson geti orðiðið ritstjóri Morgunblaðsins ?
Páll !
Það er ekkert sem ég skil hvað þér gengur til um þessa dýrkun á Davið !!!
JR (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 23:09
jr, dýrkun er stórt orð. upp úr fermingu hætti ég að dýrka, hvort heldur stúlkur eða karl marx. þú virðist leggja þann skilning í orðið dýrkun að sé maður hlynntur einhverju fylgi því dýrkun og ennfremur að andstaða við eitthvað sé hatur. ég hef fábrotnari lífsreglu; hatur og elska er einkamál hvers og eins en yfirveguð andstyggð og íhugul virðing er almannarómur.
Páll Vilhjálmsson, 25.9.2009 kl. 23:16
Nákvæmlega þannig manngerðar þarfnast Ísland í dag,eins og þín Páll.
Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2009 kl. 23:59
Ísland er merkilegt land, og ekki bara vegna þess að ég bý þar. Fleiri ástæður finnast. Hér í fámenninu eru stórmennin stærri en annars staðar og smámenninin fleiri. Okkur hættir til að líta upp til þeirra stóru, við viljum foringja. Það er sossum ekkert athugavert við það, fuglarnir gera það líka, sennilega til að lifa af; einhver kallaði það náttúrulögmál. En fuglarnir hafa enga fjölmiðla sem spilla fyrir náttúrulegu eðli þeirra. Það sem spilir eðli þeirra eru byssukúlur og önnur verkfæri mannanna. Okkur mönnunum tekst að spilla mörgu. Með óeðli okkar, ónáttúrulega eðli okkar til að skemma hver fyrir öðrum, skjóta þá sterku, öfunda þá, jafnvel hata foringja, sem hver flokkur þarfnast. Spyrjið fuglana hvers vegna þeir þarfnast foryustufugls. Af öllum fuglum ættu Vinstri grænir að skilja þetta best, því þeir eru svo grænir, náttúruvænir, en gera manna mest grín að öðrum sem fylgja sama lögmáli: Sjálfstæðisflokkurinn / Davíð. Fuglar eiga það til að hreiðra um sig, jafnvel í skógum sem mynda svæði. En pólitískir Vinstri grænir sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Það sem er þeirra eigið eðli er ógn í eigin spegli. Þeir og þeirra tindátar í skógi fjölmiðla hitta fyrir sig sjálfa þegar þeir skjóta Davíð Oddsson. Eina frjálsa fuglinn í skóginum.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 01:37
Það sem gerir Davíð mjög áhugaverðan í ritstjórastólnum er að þegar hann talar, þá hlustar öll þjóðin.
Leyfi mér að fullyrða að enginn annar Íslendingur komist með tærnar sem hann hefur hælana í þeim efnum.
Miðað við ótrúleg viðbrögð fólks við ráðningunni, sýnist manni að Moggamenn hefðu ekki getað valið sér betri mann til að auka söluna og lesturinn, sem hefur aldrei verið minni en í ritstjóratíð Ólafs Stephensen.
Fróðlegt væri að fá nánari skilgreiningu ríkisstjórnar og Samspillingarvarðmannsins JR um þessa gríðarlegu stærð flokksins hans, og um leið hvort hann hafi frétt af nýrri könnun sem segir að 70% landsmanna styður ekki ríkisstjórnina?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 03:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.