Föstudagur, 25. september 2009
Ríkir gamlir karlar kjósa Lissabon
Írar munu að líkindum samþykkja Lissabonsáttmála Evrópusambandsins þegar þeir eftir viku ganga að kjörborðinu í annað sinn til að kjósa um sáttmálann sem kom í stað stjórnarskrár ESB, en hún var felld í þjóðaratkvæði í Hollandi og Frakklandi.
Írar eru þeir einu sem halda þjóðaratkvæði um sáttmálann og þeir fellu hann í fyrra skiptið, með þeim afleiðingum að Evrópusambandið knýr smáþjóðina til að endurtaka atkvæðagreiðsluna um nákvæmlega sama sáttmála og var hafnað í fyrra skiptið. Öll ríki ESB þurfa að samþykkja sáttmálann til að hann fái gildi.
Irish Times birtir skoðanakönnun sem sýnir að meirihluti Íra muni samþykkja sáttmálann. Í greiningu blaðsins kemur fram að karlar eru líklegri til að segja já en konur, þeir eldri fremur en þeir yngri og efnafólk er hlynntari sáttmálanum en þeir efnaminni.
Athugasemdir
Leiðrétting:
ríkir gamlir karlar allra ríkja ESB þurfa að samþykkja sáttmálann til að hann fái gildi fyrir alla fátæka venjulega menn, konur og börn
Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2009 kl. 17:43
Ekki of viss um að þetta verði samþykkt. Menn voru líka nokkuð vissir um að þetta yrði samþykkt síðast. Þá var fellt.
Hvað verður gert ef þetta verður fellt aftur? Er þá ekki allt í uppnámi?
joi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.