Fimmtudagur, 24. september 2009
Menningarelítan þegir íslensku
Áður hefði heyrst hljóð úr horni rithöfunda og menningarliða ef útlent stórveldi rukkaði Íslendinga um svör á ensku. Hvorki heyrist hósti né stuna þegar íslensk stjórnvöld neita að þýða spurningar sem hafa áhrif á fullveldi landsins.
Lengi vel var menningarelítan með vinstri slagsíðu. Á útrásarárunum sátu lista- og fræðimenn á föðurkné Bjögga daddy og annarra viðlíka. Auðmannahossið gerir þeim tregt um mál, sé tungan íslensk.
Spurningalisti ESB ekki þýddur á íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitthvað rámar mig í það að Össur eða einhver annar innan Samfylkingarinnar hafi nefnt það að hægt væri að sækja um styrki til ESB við umsóknarferlið. Gæti verið rangt hjá mér en ef rétt er þá ætti Össur að fá styrk til þess að geta þýtt spurningalistann, það er nú bara mannréttindi okkar Íslendinga að fá að kynna okkur þetta mikilvæga mál á eigin tungumáli.
GHA (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:53
Þú ert að misskilja hverjir eru að óska eftir að viðræður hefjist og hverjir vildu fá spurningalistann.
Kári Geir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:16
Menningarelítan á Íslandi er samansafn fávita sem hefur enga réttlætiskennd. Þetta er hentistefnu-fólk, sem túlkar sannleikann eftir sínu höfði.
Auðvitað á að þýða spurningarnar og svörin yfir á Íslensku svo að almenningur þessa lands geti séð með eigin augum og á mannamáli um hvað málið snýst.
Franzmann (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:57
Hvernig má það vera að þessi pakki frá ESB skuli ekki vera þýddur á Íslensku,hvar er Steingrímur lúpa núna?,Hvaða skýringar skyldi hann gefa á þessu.Á að ljúga þjóðina inní þetta bölvaða Evrópusamband.Heyrði það í fréttum að það kostaði 10,milljónir að þýða þetta og það gæti tekið 2-3 mánuði,og hvað með það á Íslensku á þetta að vera.Það væri fróðlegt að fá að vita það í hvaða ákvörðunarhöndum þetta afsals plagg þjóðarinnar er,hverjir taka ákvörðun um það hvort að eigi að þýða þettað eður ei.,kæmi mér ekki á óvart að það sé eitthvað tengt Samspillingarflokknum.
Númi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:19
Páll.
Síðast þegar ég vissi þá eru háskólalærðir alltaf með það sem sérgrein, tungumálið ensku !
Eða voru það bara þeir sem hættu námi ?
JR (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:23
Páll.
Þýðing og þýðing er ekki alltaf það sama, þetta veist þú !
Ætla að láta einhverja lögfræðinga þýða tækniorð , veit ekki hvort eitthvað vit væri í því !
Þess vegna eiga bændur að fá sér sinn sérfræðing , sem skilur þeirra tungutak, láta hann þýða þessar spurningar. Auðvitað senda þeir reikninginn til utanríkisráðuneytisins !
JR (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:59
Hvernig á Heilög Jóhanna að vita út í hvað hún er að fara með þjóðina ef engin verður þýðingin?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:13
Sýnir áherslur þessarar ástríðu stjórnar - forsætisráðherra skilur ekki ensku og það má ekki þýða herlegheitin yfir á íslensku. Það eru ákveðin skilaboð í því. Jóhanna veit ekki neitt um málið. Hún bara réttir upp (vinstri) hönd.
Helgi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:42
Hefur það einhverja þýðingu að þýða fyrir forsætisráðherra?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 01:21
Síðast þegar ég vissi var verið að sýna bíómynd um íslensku ríkisstjórnina: Inglorious Bastereds! Tilboð á þriðjudögum: 50% afsláttur. Mikið um útlensku frá ESb svæðinu - hlýtur að teljast kostur. Mæli með henni. Byssuhvellir og læti. Sennilega frá ASG: les IMF (sérstakega þýtt fyrir Jóhönnu - no charge).
Pytturinn (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 01:35
Hérna um árið, þegar bankamógúlar ætluðu að gera ensku að "innanhússtungumáli" varð allt vitlaust hjá menningarklíkunni og þá var ástin á því ylhýra svo mikil, að allar slíkar hugmyndir voru skotnar í kaf.
Nú hefur enginn áhyggjur af fjögurhundruð blaðsíðna spurningabók á flóknu ensku skriffinnatungumáli.
Það er ekki það sama, Jón og séra Jón, og ekki heldur Davíð og Davíð Oddson.
Axel Jóhann Axelsson, 25.9.2009 kl. 10:50
Kjarni málsins er, að " menningarklíkan" á Íslandi hefur frá því Laxness boðaði sitt " Gerska" trúboð - verið hrein vinstri-klíka.
Gleymum ekki að Össur var eitt sinn ritstjóri Þjóðviljans - og Steingrímur J., í ungliðahreyfinu Trotsky-ista - með Seðlabankastjóra & aðstoðarseðlabankastjóra !
Dagskipan til vinstri manna.: Skítt með tungu feðranna meðan við höfum ráðherrastólana !
Og rakkarnir hlýða !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.