Miðvikudagur, 23. september 2009
Þýsk ógnarorðræða um Bretland
Þýskaland lýsir yfir efnahagslegu stríði gegn Bretlandi, segir breski blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard um viðtal sem birtist í tímaritinu Stern við Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands. Í viðtalinu fer Steinbrück hörðum orðum um þvermóðsku Breta gagnvart tillögum Evrópusambandsins um nýtt regluverk fyrir fjármálastofnanir.
Þjóðverjar og Frakkar hafa náð saman um reglur en Bretar ekki verið jafn tilkippilegir. Þeir óttast að fjármálaþjónustumiðstöðin í London muni bíða tjón af nýju regluverki.
Brósi svarar Peer fullum hálsi fyrir hönd Breta. Sjá hér.
Tvennt mætti nefna til viðbótar. Bretar leyfa pundinu sínu að síga um þessar mundir. Það mun styrkja útflutninginn - en á kostnað evru-landanna sem búa við sameiginlega mynt er þykir heldur hátt skráð.
Í öðru lagi eru fréttir um það að Þjóðverjar hafa aldrei borgað jafn hátt hlutfall af reikningi Evrópusambandsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.