Sunnudagur, 20. september 2009
Verðbólga gegn verðhjöðnun
Meirihluti hagfræðinga telur kreppuna um garð gengna í Bandaríkjunum og Bretlandi, samkvæmt Irwin Stelzer í Telegraph. Hagvöxtur kemur í stað samdráttar og yfirvofandi alheimskreppa hefur verið blásin af. Í Evrópusambandinu er Þýskaland á þokkalegri leið á meðan Suður-Evrópa er í verulegri hættu að festast í vítahring verðhjöðnunar, vaxandi skulda og samdráttar, segir í yfirlitsgrein Wall Street Journal.
Lönd eins og Írland og Lettland eru í svipaðri stöðu og ríki Suður-Evrópu. Þau búa við fast gengi evrunnar sem takmarkar svigrúmið til að bregðast við samdrætti.
Íslendingar eru hamingjusamlega með krónuna sem mun gera okkur mögulegt að komast fyrir vind á skemmri tíma en flestum öðrum þjóðum. Verðbólga, sem mælist hér um tíu prósent, er margfalt betra hlutskipti en verðhjöðnun upp á tvö til fjögur prósent sem Lettar og Írar glíma við.
Viðbrögð seðlabanka í Bandaríkjunum og Bretlandi við samdrættinum voru að prenta peninga til að hleypa upp verðbólgu.
Athugasemdir
Páll.
Þú ættir að lesa þetta :
http://vald.org/greinar/090831.html
JR (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.