Sunnudagur, 20. september 2009
Hreyfing og hrúgumálstaður
Deilt er um hve stór hluti landsmanna standi ekki undir fjárskuldbindingum sínum. Talsmenn skuldara gera hlutinn sem stærstan, þeir vilja stofna hreyfingu sem hótar þjóðfélaginu greiðslufalli verði ekki almenn niðurfelling skulda. Síðast liðinn vetur, þegar búsáhaldabyltingin fór af stað, voru þrætur um fjölda þeirra sem mættu á Austurvöll. Skipuleggjendur vildu tilheyra hreyfingu þar sem hver einstaklingur stækkaði af því að vera hluti af fjölda.
Hreyfingar eru 20. aldar fyrirbrigði á Íslandi. Í dreifbýlissamfélagi sjálfsþurftar eru ekki aðstæður að stofna til hreyfinga.
Markmið hreyfinga þurfa að vera einföld. Til að hrúga fólki saman um málstað mega hlutirnir ekki vera flóknir.
Hrúgumálstaður er stundum víðtækari en svo að hann sé bundinn við hóp fólks. Útrásin er dæmi um málstað með stóra spönn. Hitt er þó algengara að tiltölulega þröngur hópur taki sannfæringu og breiði út boðskapinn.
Þegar Alþýðubandalagið ræddi fyrir áratug hvort flokkurinn ætti að stofna til samfylkingar mæltist einum flokksmanni á þá leið að 'við vitum ekki hvert við stefnum en við ætlum þangað saman' - og vísaði til flokksfélaga sinna,auk krata og kvennalistakvenna. Með stofnun Samfylkingarinnar var lagður grunnur að einsmálsflokki sem fullskapaðist í síðustu kosningum. Flokkurinn bauð eitt mál fram, inngöngu í Evrópusambandið.
Hrúgumálstaður, hvort heldur hann heitir útrás, Evrópusambandið eða skuldaniðurfelling einfaldar veruleikann. Ef tekst að búa til hreyfingu að baki hrúgumálstaðar er voðinn vís.
Athugasemdir
Að sama skapi og drykkjumennirnir koma óorði á áfengi koma rugludallarnir óorði á bloggið. Ég verð að vera alveg hreinskilinn við þig Páll minn - bullið í þér þessa dagana er átakanlegt. Ég held að það sé góð regla að passa sig á því að láta bloggið heltaka sig. Í stað þess að blogga einhverja vitleysu á hverjum degi, bloggsins vegna, er betra að taka sér frí og hlaða batteríin - og stunda innhverfa íhugun, lestur og fréttarýni.
Þetta síðasta innlegg þitt bendir sannarlega til þess að þú ættir að gefa sjálfum þér og þjóðinni frí, a.m.k. tímabundið, frá hrúgublogginu þínu. Það er nefnilega ekki nóg að hrúga orðum í blogg þegar röksemdafærslan gleymist.
1. "Deilt er um hve stór hluti landsmanna standi ekki undir fjárskuldbindingum sínum". Eru það deilur að slá fram órökstuddum yfirlýsingum um að 20% þjóðarinnar sé hætt kominn fjárhagslega án þess að kynna sér málin?
2."Síðast liðinn vetur, þegar búsáhaldabyltingin fór af stað, voru þrætur um fjölda þeirra sem mættu á Austurvöll". Eru það þrætur þegar augljóst var að hægt var að margfalda uppgefnar tölur lögreglunnar með 2,5?
3."Í dreifbýlissamfélagi sjálfsþurftar eru ekki aðstæður að stofna til hreyfinga". Hefur saga samvinnuhreyfingarinnar nokkuð farið fram hjá þér Páll minn?
4."Með stofnun Samfylkingarinnar var lagður grunnur að einsmálsflokki sem fullskapaðist í síðustu kosningum". Innantómt gjamm hjá þér Páll minn. Með stofnun Samfylkingarinnar var reynt að byggja á reynslu R-listans. Menn komust einfaldlega að því að einungis sameinað afl gæti sigrast á skrímslaflokknum. Þingeyski loftbelgurinn og atvinnuþingmaðurinn gat að vísu ekki sætt sig við lýðræðið og stofnaði eigin flokk, voða-græna. Ef rætt er um einsmáls flokk er vert að halda því fyrirbæri til haga. Eina málið er að halda Steingrími á þingi.
5."Hrúgumálstaður, hvort heldur hann heitir útrás, Evrópusambandið eða skuldaniðurfelling einfaldar veruleikann". Háloftagreiningar eins og þessi hjá þér, Páll minn, flækja veruleikann. Íslenski rugl-og bullskógurinn eru nógu þéttur fyrir þó að þú farir nú ekki að bæta um betur. Taktu þér bloggfrí Páll minn og hleyptu öðrum bullurum að. Það er víst nóg af þeim á Íslandi.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:03
Hilmar minn, ef tilgangur bloggins væri einfaldlega að skrifa færslur í anda BA-ritgerðar í stjórnmálafræði væri hægt að telja fjölda bloggara á fingrum annarrar handar. Bloggið er vettvangur frjálsra skoðanaskipta, pælinga og annarra vangaveltna. Ef einstaka blogg misbýður siðferðiskennd þinni skaltu einfaldlega ekki lesa viðkomandi blogg, svo einfalt er það ! Líkt og sagt er um sjónvarpið þá skaltu bara slökkva á því ef þér misbýður eitthvað þar. Svo má ekki gleyma höfuðskrauti þessarar bloggsíðu; Tilfallandi athugasemdir. Hafðu góðan dag Hilmar minn, og vil ég nota tækifærið til að hrósa Páli fyrir bloggsíðu hans.
Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:49
Það þarf enga BaraAula-ritgerð í stjórnmálafræði til Brynja mín, bara heilbrigða skynsemi (sem þú virðist að vísu skorta örlítið). Bendi í þessu sambandi á aðalfrétt mbl.is og annarra fréttamiðla þessa stundina:
"Rúmlega helmingur landsmanna segist með naumindum eða ekki ná endum saman um hver mánaðamót og 3/4 eru hlynntir almennri niðurfærslu á verð- eða gengistryggðum lánum. Þá vilja rúm 80% afnema verðtryggingu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Hagsmunasamtök heimilanna". (sjá: Ná ekki endum saman).
Tilefni góðlátlegrar umvöndunar minnar við Pál bloggarar eru furðufullyrðingar hans í pistli um Einstaklingsvandræði og þjóðarvá þann 19. sept., en þar ritar hann Páll þinn m.a.:
"Ein fjölskylda af hverjum fimm á í fjárhagsvanda, eftir því sem næst verður komist. Það þýðir að 80 prósent fjölskyldna er um það bil í lagi hvað fjármál áhrærir. Almenn úrræði fyrir allar fjölskyldur í landinu myndu missa marks. Takmörkuðum fjármunum yrði veitt til fólks sem þarf ekki á þeim að halda og þeir sem þurfa aðstoð fengju ekki nóg".
Jafnvel þú ættir að vita að það er stór munur á 20% hjá Palla, sem er mestan partinn einn í heiminum, og 50% fjölskyldna í landinu sem eru á leiðinni í þrot. Jafnvel þú ættir að vita að að baki flestum íslenskum fjölskyldum býr karl og kona, ásamt mismunandi mörgum börnum. 50% þessara fjölskyldueininga í landinu búa nú við skelfilega framtíðarsýn.
Notaðu svo bara tækifærið að hrósa honum Palla þínum Brynja mín. Sofðu svo vært í sýndarveruleikanum.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 20:30
Æjæj, ég sé að þú Hilmar minn þarft að fara að taka þér hlé frá bloggskrifum. Í raun er þessi pistill þinn ekki svaraverður slík er biturðin í honum. Það má gagnrýna skrif hvers og eins á hvaða hátt sem er, en persónulegar árásir hélt ég að væri á undanhaldi hér á blogginu, en mér skjátlaðist þar greinilega. Ef þú telur mig skorta skynsemi skaltu líta yfir pistilinn þinn, þar skortir eitthvað annað og meira en skynsemi. Líttu þér nær, kæri Hilmar og taktu það rólega
Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 07:03
Það er greinilegt á skrifum þínum Brynja mín að bullukollafélagið hans Páls telur a.m.k. tvo menn. Það vill þannig til mín kæra að ég er í góðu hléi frá bloggskrifum. Þetta hefðir þú mátt sjá ef þú hefðir borið þig eftir því, unnið heimavinnuna þín, googlað í stað þess að gaspra.
Ég svara þér með rökum en þú svarar mér með rökleysu. Gott dæmi um það er síðasta hálmstrá rökleysingjans, ásakanir um "persónulegar árásir". Þær eru ekki til staðar hvað mig varðar. Mér gæti ekki staðið meira á sama um þína persónu. Það er rökleysan og bullið í þér sem ég geri athugasemdir við.
Ef þú hefur áhyggjur af því að ég segi þig skorta örlitla skynsemi þá getur þú sofið róleg. Örlítið er að vísu meira en ekkert. Þú telur mig hins vegar "skorta eitthvað annað og meira en skynsemi". Ef það er ekki persónuleg árás þá er ég staddur í ESB-ríki.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 09:48
Hilmar, hvaðan færðu þessa tölu að 50% heimila í landinu séu á leiðinni í þrot? Fyrir mitt leyti þá tel ég mig geta fullyrt að ekki séu 50% þeirra heimila sem ég kannast við á leiðinni í þrot.
Seðlabankinn gerði könnun á þessu og mig minnir að tölurnar þaðan passi ekki við það sem þú segir.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:54
Hvaðan, Þorgeir, hvaðan? Ert þú ekki staddur á Íslandi minn kæri? Fylgist þú ekki daglega með fréttaflutningi og reynir að lesa þig til um staðreyndir? Ég vísa hér að ofan í nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Hagsmunasamtök heimilanna (sjá: Ná ekki endum saman). Lest þú ekki athugasemdir?
Hér er útdráttur úr fréttinni fyrir þig ef þú nennir ekki að hafa fyrir því að smella á linkinn:
"Könnunin var gerð meðal almennings hér á landi í lok sumars, og fór framkvæmdin fram á tímabilinu 25. ágúst – 10. september. Var markmið könnunarinnar m.a. að skoða áhrif efnahagsástandsins á fjárhag heimilanna og viðhorf fólks til aðgerða.
18% þátttakenda í könnuninni segjast safna skuldum, nota sparifé til að ná endum saman, séu gjaldþrota eða stefni í gjaldþrot. Um 37% svarenda segjast ná endum saman með naumindum en 45% sögðust geta safnað sparifé.
Úrtakið var 1678 manns á öllu landinu, 16 ára og eldri, handahófsvaldir úr þjóðskrá. Voru svarendur alls 864 talsins og svarhlutfall 52,4%".
Að öðru leyti vísa ég í ítarlegan fréttaflutning um ofanskráða könnun í fjölmiðlum síðustu daga. Þú getur fullyrt það sem þú vilt Þorgeir minn mér að meinalausu. Það er jafn arfavitlaust fyrir því. Tæplega 70% fyrirtækja í landinu eru tæknilega gjaldþrota og þú sleikir á þér þumalputtann og stingur honum upp í loftið inni í stofu hjá þér! Seðlabankinn gerði könnun... kanntu annan Þorgeir?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 21:27
Hilmar minn, ég held að þú sért að tapa þér, gerðu okkur hinum greiða og hættu ! Þú kannt þig greinilega ekki í mannlegum samskiptum á blogginu.
Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.