Laugardagur, 19. september 2009
Ríkisstjórnin frestar uppgjöri, atvinnulífið hikar
Bankarnir eru úttroðnir af peningum sem liggja ónotaðir vegna þess að ríkisstjórnin hefur frestað uppgjöri við útrásina og leyfir að ríkisbankar haldi lífinu í dauðum fyrirtækjum eins og Exista og Högum. Á meðan ekki liggur fyrir hvernig ríkið ætlar að ráðstafa fyrirtækjum sem komust í eigu bankanna við hrunið heldur næsta kynslóð atvinnurekenda að sér höndum.
Ruglstefna Samfylkingarinnar að taka lífeyrissjóði landsmanna í gíslingu og kreista úr þeim peninga í gæluverkefni stjórnmálamanna er uppskrift að spillingu. Það þarf ekki peninga úr lífeyrissjóðum, peningarnir eru til í bönkunum. Til að þeir fari í notkun þarf að klára uppgjörið.
Í lífeyrissjóðum situr fólk sem tók þátt í hringavitleysu útrásarinnar og með því að láta sjóðina fá hlutverk í endurreisninni munu þeir í staðinn fá tækifæri að sópa ábyrgð sinni á hruninu undir teppið.
Ísland þarf að losna við sitjandi ríkisstjórn til að enduruppbyggingin geti hafist.
Athugasemdir
Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að nýju bankarnir, sem tóku við af úthreinsuðum leifum gömlu bankanna, hirtu eignir úr leifunum en skildu skuldirnar eftir. Þegar það dæmi verður gert upp hvenær sem það verður, rúlla þessi nýju lifandi lík vafalaust strax á hausinn og verður þá hægt að láta fjármálalega eigendur fjórskipta einflokksins hirða þá aftur fyrir slikk.
Baldur Fjölnisson, 19.9.2009 kl. 19:28
Maður fær hroll við það eitt að spyrja; Hvaða ríkistjórn ætti þá að taka við fyrst þú vilt þessa burt?
sr (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 20:04
Ég held að fyrirtækjakostað pólitískt kerfi og ríkisvald hljóti smám saman að þróast í eina allsherjar þjófnaðarorgíu og verði aðdragandinn og síðan lokaferillinn loginn fram af hagsmunastýrðum skækjum til hins ítrasta til að hlaða sem mest undir pimpa þeirra. Og ég held að þetta blasi einkar glögglega við. Í þessu pólitíska hóruhúsi fjármálamafíunnar hefur eiginleg hugmyndafræði hóranna ekki skipt neinu máli og mun ekki gera. Það er mest smjörklípa til að draga athyglina frá því að þetta eru allt saman skækjur hvaðan sem þær koma úr fjórskipta einflokknum og ekkert annað og hugsa bara um að trekkja inn fyrir kostendur sína.
Baldur Fjölnisson, 19.9.2009 kl. 20:33
"Ísland þarf að losna við sitjandi ríkisstjórn til að enduruppbyggingin geti hafist."
þú þarft að botna þessa setningu Páll. Hverjir viltu að leiði endurreisnina?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.9.2009 kl. 20:54
Við þurfum tvennar eða þrennar kosningar til að hreinsa út það lið sem ekki á að sitja á þingi.
Ég vil fá kosningar ekki síðar en næsta vor.
Það er hægt að svara því eftir næstu kosningar hverjir eigi að taka upp keflið.
Páll Vilhjálmsson, 19.9.2009 kl. 21:24
Páll, það er ekki um annað að kjósa en einhverja anga fjórskipts einflokks sem allir stýrast af sömu fjármálaöflunum. Það kostar peninga að komast í prófkjör og síðan þarf að prómótera smettið á þér í einhverjum ruslveitum og hverjir heldurðu að eigi þær? Það er nú ekki þannig að einhverjir spekingar hoppi upp á sápukassa á Lækjartorgi og lýðurinn hópist að þeim. Nei, þetta er stíf sölumennska og skipulagður hórurekstur og eins gott að átta sig mjög vel vel á því.
Baldur Fjölnisson, 19.9.2009 kl. 21:54
ø
ø (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.