Skjaldborg um útrásarauðmenn

Ríkisstjórnin veitir útrásarauðmönnum skjól með því að umbera að þeir valsi um í ríkisbönkum, sæki sér fé og fá samþykkta nauðasamninga og jafnvel niðurfellingu skulda. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því að senda ekki frá sér skýr og ákveðin skilaboð um uppgjör við útrásarauðmenn.

Það er beinlínis hlægilegt að Jóni Ásgeir skuli líðast að hirða smásöluverslunina úr gjaldþrota Baugi og fjölmiðlasamsteypuna sömuleiðis. Hann fær fyrirgreiðslu frá sparisjóði sem síðan fær ríkisaðstoð.

Aumingjaháttur ríkisstjórnarinnar er rækilega auglýstur í erlendum fjölmiðlum.


mbl.is Jón Ásgeir stýrir enn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ennþá finnst fólk sem heldur að einnar krónu lægra verð á hverri vöru hjá Jóni Ásgeir gerir gæfumuninn um hvort að hans og þeirra lifi kreppuna af, vitandi að undir verðmiðanum er annar á eitt stk. þjóðargjaldþrot, sem þau greiða líka, og heldur áfram að hækka ef maðurinn verður ekki stöðvaður eitt skipti fyrir öll.

En kannski eigum við ekki betra skilið, eins og þjóðin hefur borið hann og hans líka á höndum sér, og ekkert lát virðist á.  Hann kaupir sér bara eldri og ódýrari einkaþotu, svo ekki þurfum við að hafa áhyggjur af missinum og hans afkomu og lífsstíl yfirleitt, á meðan þjóðin flykkist í búllurnar hans og "sparar" sér einhverja krónu á hlut.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:50

2 identicon

Baugsfjölskyldan, og Björgólfsfeðgar stjórnuðu Íslandi með öllu því hyski sem raðaðist á básana í kring um þau. Draugar fortíðar stjórna því og miður Íslandi ennþá - virðast eiga nóg af peningum til að múta út og suður, eða hvað ? Á Baugsfjölskyldan ennþá lúxussnekkjuna og stórhýsið í New York ?

Stefán (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:27

3 identicon

Við verðum að gera eitthvað í málunum þetta gengur ekki lengur ósnertanlegir með öllu því miður. Það verður að berjast.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband