Mánudagur, 14. september 2009
Útrásarfyrirtæki á að brjóta upp
Milestone, Exista og önnur sambærileg útrásarfyrirtæki á að setja í gjaldþrot og brjóta upp. Þessi fyrirtæki eiga engan tilverurétt. Útrásarfyrirtækin voru sett saman og hönnuð til að ljúga til sín fjármagn frá fjárfestum. Þeir sem stjórnuðu útrásarfyrirtækjum voru svikulir í besta falli en flestir þjófahundar sem engu eirðu.
Milestonebræður reyndu að skjóta eignum undan móðurfélaginu og flytja til útlanda, samkvæmt skýrslu sem tekin var saman og sagt frá í Sjónvarpsfréttum. Eignarhald á makedónskum banka var einnig tíundað. Ætli bræðurnir hafi flogið til Makedóníu á einkaþotu?
Höfnuðu nauðasamningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður hefur samt áhyggjur af aðkomu Íslandsbanka þar sem sxagt er að annar Wernersbróðirinn, Karl ef ég man rétt, mun hafa verið sambýlismaður Birnu „úps skulda ég þá ekki þúsundir milljóna af því enginn ýtti á enter ?“ Íslandsbankastjóra á einhverju tímabili.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2009 kl. 20:46
Mikið rétt, nafni
Páll Blöndal, 14.9.2009 kl. 21:02
Hvað er til í þessum tengslum milli Birnu og Karls sem Predikarinn nefnir ? Séu þau tengsl þessara Wernersen-skúrka við Birnu rétt, þá þarf að rannsaka ítök Wernersena í Glitni / Íslandsbanka sérstaklega.
Stefán (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.