Ísland er ódýr viðbót við ESB

Evrópusambandið vill stækka með sem minnstum tilkostnaði. Þess vegna fá Tyrkir í suðaustri ekki inngöngu, þeir eru múslímar og of fjölmennir, myndu taka til sín atkvæði til jafns við Þýskaland og Frakkland. Ísland í norðvestri er aftur fámennt með stórt hafsvæði og ódýrt að taka það inn í sambandið.

Evrópusambandið stundar stórveldapólitík og með Ísland innanborðs er samningsstaða Brusselvaldsins á Norður-Atlantshafi sterkari. 

Spurningin er hvort Íslendingar hafa áhuga á að verða peð í valdabrölti stórvelda.


mbl.is Vill flýta aðildarviðræðum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeim liggur á að fá okkur uppí.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 17:25

2 identicon

Velt mælt. Ég hafði reyndar ekki hugsað út í umsókn Tyrkja frá þessum vinkli. Þetta er auðvitað satt hjá þér, Þýskaland og Frakkland hafa engan áhuga á að dreifa valdinu.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband