Föstudagur, 11. september 2009
Lehman og blekkingin um hrunið
Allsherjarafsökun íslenskra auðmanna fyrir hruninu er að eftir gjaldþrot Lehman fjárfestingabankans í Bandaríkjunum hafi verið lokað á lán til íslenskra banka. Rétt eins og eitthvað samhengi væri á milli bandaríska bankans og þeirra íslensku umfram það að vera bankar.
Hér er sannfærandi útskýring á því að ef Lehman hefði ekki farið í gjaldþrot hefði eitthvað annað hrundið af stað þeirri atburðarás sem var óhjákvæmileg: Fjármálakerfið var yfirspennt og stórfelld leiðrétting óhjákvæmileg.
Íslenska bankakerfið var það ónýtasta á Vesturlöndum enda rekið áfram af taumlausri græðgi og algjöru fyrirhyggjuleysi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.