Velmegunin og hrunið

Kunningjaþjóðfélagið komst í brennidepil eftir hrun. Allnokkrir töldu að fámennissamfélaginu væri um að kenna að klíkubandalag myndaðist milli stjórnmálamanna, banka, lífeyrissjóða og auðmanna sem leyfði ruglinu að stækka þangað til það hrundi undan eigin þunga.

Greiningin hefur það til síns ágætis að vera trúverðug. Hér er kunningjaþjóðfélag þar sem flestir þekkja flesta. Engu að síður vantar töluvert upp á að þessi skýring haldi ein og sér. Löngu fyrir daga útrásarinnar var hér kunningjaþjóðfélag án þess að leiða til hruns. Víst var spilling en í samanburði við nágrannaþjóðir varla meiri eða víðtækari.

Krabbameinsvöxtur fjármálakerfisins var mögulegur vegna þess að ríkisvaldið sem átti að hafa eftirlit með fjármálastofnunum var of veikt og stjórnkerfið of sundurþykkt. Óeining í stjórnmálum stafaði ekki af gagnólíkum áherslum, líkt og einkenndi stjórnmál kalda stríðsins, heldur af skorti á pólitík. Ástæðan fyrir því að stjórnmálaumræðan var jafn geld og raun bar vitni er að velmegun síðasta fimmtungs liðinnar aldar var slík að stjórnmálamenn hirtu kaupið sitt án þess að stunda pólitík.

Í fjarveru stjórnmálaumræðu varð til sundurþykkjupólitík sem lamaði ríkisvaldið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þu segir: "Víst var spilling en í samanburði við nágrannaþjóðir varla meiri eða víðtækari." Þetta tel ég sjálfsblekkingu Reykjavíkur elítunnar en ekki almennings á Íslandi. Mín pæling að spillingin frá sjálfstæðinu hafi hægt og sígandi, alveg eins og í öðrum fyrrverandi nýlendum, hlaðið utan á sig þangað til allt fór á kaf.

Við sjáum ekki bjálkann í eigið auga, ef við lesum um spillingu í Afríku engu verri en á Íslandi vitum við um leið að það er spilling.

Kanski vegna þess að við þekkjum alla, eða heldur þú að ráðuneytisstjóri sem er látinn víkja vegna innherjarviðskipta væri ráðinn í annað ráðuneyti í nágrannalöndum Íslands.

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband