Mánudagur, 7. september 2009
Krónan og fullveldið
Krónan og fullveldið eru meginforsendur fyrir því að við getum unnið okkur tiltölulega hratt úr kreppunni. Krónan dreifir kostnaðinum með því að lækkun hennar kemur jafnt niður á öllum (nema myntkörfulántakendum); hún dregur úr innflutningi, gerir atvinnulífið samkeppnishæfara og stuðlar að útflutningi vöru og þjónustu.
Fullveldið leyfir okkur að gera ráðstafanir innanlands á okkar forsendum. Ef við værum í klóm Evrópusambandsins, eins og Lettar, værum við í erfiðari stöðu.
Tímabært er að draga tilbaka umsóknina sem aldrei átti að senda.
Krónan hefur sína kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún hlaut að hafa einhverja kosti.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 18:17
Þessi umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna til ESB lítur í raun út sem beiðni um að taka Ísland til gjaldþrotaskipta. Hvorki meira né minna. Þetta er uppgjafaryfirlýsing. "Mamma ég vil fara á sósíalinn í ESB!"
.
Þessa umsókn ætti að draga strax til baka. Sú athöfn myndi auka traust allra á Íslandi. En áttu þetta ekki upphaflega bara að vera "könnunarviðræður"?? Mér sýnist nú allt annað vera uppi á borðum.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2009 kl. 18:17
Sæll Páll
Þetta er alveg rétt og flestir sem vita eitthvað um efnahagsmál eru sammála þessu. Hins vegar er herskari manna sem vilja fórna fullveldinu og ganga á hönd ESB sem reyna að gera sem minnst úr þessu hlutverki krónunnar í því að koma fólkinu í landinu til bjargar. Ég las viðtal í Morgunblaðinu við mann sem býr í Tékklandi, sem er annað landið af gömlu Tékkóslóvakíu, og sagði hann að ástandið í Tékklandi með sína krónu væri miklu betra heldur en í Slóvakíu sem er kominn með Evru.
Er einnig sammála Gunnari Rögnvalds um það sem hann segir.
Bestu kveðjur,
Bjarni Th. Bjarnason.
Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:45
Hugsum okkur skútu á reginhafi sem fest er við staur á hafsbotni vegna þess að áhafnarmeðlimirnir vilja stöðugleika en ekki þennan endalausa öldugang. Síðan gerist það að í öldugangi sem óhjákvæmilegur er, að dallurinn er ýmist á háa lofti eða í svarta kafi. Hvort þetta hjálpar uppá líðan skipverja er fyrir hvern og einn að meta. Það sama gerist á efnahagssvæði sem bundið er við mynt sem kemur því lítið við og gengið stjórnast ekki af afkomu þessa svæðis. Krónan þarf að lifa.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:17
Ég er ekki alveg að skilja þessa ást á krónunni...Hún er ein helsta ástæða þess að við erum í þessum skít...var allt of sterk á sinum tíma og er allt of veik núna. Þessar gríðarlegu sviflur sem hafa verið á genginu síðustu áratugi vill enginn hafa, ENGINN. Eru menn búnir að gleyma óðaverðbólgunni fyrir nokkrum áratugum? Þegar allt brann í gengisfellingum og hækkunum og svo enduðum við með því að taka tvö núll af krónunni...Krónan var og er tæki misviturra manna (íslendinga) til að reyna að hafa stjórn á efnahagslífinu. tæki sem oftar en ekki var notað í pólitískum- og einhverjum annarlegum einkavina tilgangi en ekki til að hafa raunverulega stjórn á efnahagsmálum Íslendinga. Ég verð að segja það að á meðan misviturir Íslendingar sitja við stjórnvölinn og ráða þessu, þá erum við í verri málum en ef við tengjum okkur nánar við alþjóðasamfélagið. Þetta einangrunar-þjóðernis-barnalega sjónarmið að útlendingar séu slæmir og við Íslendingar séum svo góðir...bull-shit. Mér er sama hvort sá sem á Icelandair heiti Finnur Ingólfsson eða Harold Loyd. Ég væri virkilega ánægður ef útlendir bankar kæmu loks inn á markaðinn hér á Íslandi. Ég væri líklega ánægður í Evrópusambandinu ef við fáum góðan samning. Og ég væri ánægður með Evru. KRÓNAN ER DEYJANDI EF EKKI DAUÐ. Það er enginn sem trúir á hana...ekki einu sinni við Íslendingar sem eiga yfir 170 milljarða í gjaldeyri.
Svo er ég farinn að vinna aftur :)
Guðbjartur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 10:53
Guðbjartur, hvað ef þú lendir í árekstri á bílnum þínum. Er það þá bílnum að kenna? Og ef þú villt ekki sameina heimilishald þitt með nágrönnunum, ertu þá á móti nágrönnunum? Erum við þá barnaleg? Ég er alveg tilbúinn að vinna með nágrannanum, en að giftast honum er ekkert sem ég hef áhuga á. Ertu kannski farinn að reikna út heimamundinn?
Málið er að mínu mati að við höfum fengið fólk til að hugsa fyrir okkur sem getur einungis hugsað um sjálft sig og sína (sína=ekki við).
Það sem við erum að sjá gerast á Íslandi í dag er hönnuð atburðarás sem beitt hefur verið ótalsinnum í gegnum aldirnar "Problem-Reaction-Solution".
Þú skrifar "Ég verð að segja það að á meðan misviturir Íslendingar sitja við stjórnvölinn og ráða þessu, þá erum við í verri málum en ef við tengjum okkur nánar við alþjóðasamfélagið."
Hverjir ráða því hverjir sitja við stjórnvölinn? Austanáttin kannski?Hverjir leifði þessum óvitum að fara á rúntinn á bílnum okkar?
"You only need to look into a mirror to find the guilty ones"
Alexander (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:23
Ef Guðbjartur hefði ráðið á tímum sjálfstæðisbaráttunnar hefði greinilega aldrei nein sjálfstæðisbarátta átt sér stað. Guðbjartur skilur ekki meinta ást sumra á krónunni, ég skil ekki augljósa andúð hans á eigin landsmönnum og getu þeirra til þess að stjórna sínum málum sjálfir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 13:23
Ég skil ekki, Hjörtur, hvernig þú færð að ég hafi andúð á Íslendingum þegar ég er að benda á að barnalega þjóðernishyggju þar sem útlendingar virðast vera vondu karlarnir...Þeir eru ekki vondu kallarnir. Það hljótum við öll að vera sammála um. Ekki voru það þeir sem komu okkur á hliðina eða hvað...Annars verð ég að segja það að í 300.000 manna samfélagi þar sem alþingimenn eru ekkert öfundverðir af launum sínum þá er erfitt að fá hæft fólk í það starf sem og önnur hjá hinu opinbera. Hvað er svo að því að giftast nágrannanum ef hann er frambærilegur :) Viltu frekar giftast inn í eigin fjölskyldu?
Guðbjartur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.