Mánudagur, 7. september 2009
Atlaga að frjálsri umræðu
Útrásarauðmenn stefna blaðamönnum og formaður þingflokks Samfylkingarinnar hótar að beita sér fyrir lagasetningu á málfrelsi. Ætla mætti að frjáls umræða væri þjóðfélagsvandamál númer eitt á Íslandi.
Tilburðir til að þagga niður í gagnrýni eru klæddir í skraut um vörn gegn nafnlausum færslum á netinu. Löngu fyrir daga netsins voru nafnlausar færslur í dagblöðum og svokallaður almannarómur hefur verið nafnlaus frá því að land byggðist.
Nafnlausar færslur eru ekki vandamál sem krefst valdboða. Aftur er framferði valdhafa slíkt að rót kemst á huga friðsömustu einstaklinga. Þá er gott að geta skrifað færslu, undir nafni eða ekki.
Athugasemdir
Algjörlega sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 12:11
Skjaldborg Jóhönnu er fundin!
Skjaldborgin um bankaleynd, upplýsingaleynd og almenna þöggun!
TH (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 12:14
Hún Gróa á Leiti var uppi löngu fyrir tíma nútímafjölmiðla- og henni gekk bara vel að deifa sögum. Frægð hennar lifir....
Sævar Helgason, 7.9.2009 kl. 12:33
Það verður athyglisvert að fylgjast með máli Kristins, það verður prófmál segir Forstjóri FME. Þar verða vegin saman almannaheill versus sérhagsmunir. Þá mun koma í ljós hvort dómsstólar standast prófið.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.9.2009 kl. 12:53
Flestir sem tjá sig á netinu á heimsvísu eru nafnlausir...
Þetta nafnleysis hjal í spilltum mönnum er bara fyrirsláttur til að setja harðar reglur á okkur öll, ekki bara nafnleysingja.
Skoðið fréttir stutt aftur í tímann.. hver er rauði þráðurinn í þessari umræðu; Jú það er að eilítan og þeir sem eru mest innvinklaðir í hrunið eru þeir sem eru að fara fram á þetta.
2 + 2 = 4
DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:21
Ætli það sé hlutfallslega mikill munur á fjölda óhæra nafnlausra bloggara og þeim sem skrifa undir nafni?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:31
Eftir því sem ég hef tekið eftir síðustu 3 ár sem ég hef bloggað hér.. þá eru þeir sem eru undir nafni síst skárri.
En málið er að það er svo léttt að benda á nafnleysingja og segja að netið sé að fara yfirum vegna þeirra.
Margir taka undir slíkt, telja sig vera að verja mannorð manna og annað... en menn eru faktískt að taka undir ritskoðun, ritskoðun er ekki það sem við viljum á þessum tímapunkti alveg sérstaklega.
Mitt take á þessu er að það er verið að gíra málin þannig að menn setji einhver ofurlög á tjáningarfrelsið..Menn ráðast að fréttamönnum og nú nafnlausum... .
Hér kemur annar þingmaður fram og kallar alla nafnlausa fyrir gungur og blah
http://ragnheidurrikhardsdottir.blog.is/blog/ragnheidurrikhardsdottir/entry/944139/
Þetta gerir hún undir fullu nafni, sem þingmaður... ræðst hreinlega að öllum sem tjá sig undir alias.
Er þetta heilbrigt af þingmanni... nei
Vonandi farið þið að sjá hver er rauði þráðurinn í þessum málatilbúningi kæru samlandar... vonandi hafið þið nægilega mikið vit til þess að skilja hvað er í gangi
DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:12
"""Þetta nafnleysis hjal í spilltum mönnum er bara fyrirsláttur til að setja harðar reglur á okkur öll, ekki bara nafnleysingja."""
Mergurinn málsins, Dr.
Baldur Fjölnisson, 7.9.2009 kl. 14:25
Verður Ragheiður Rikarðs ekki að láta sig hverfa af þingi?
Það getur ekki verið ásættanlegt fyrir hana að sitja í skjóli hins nafnlausa og heimska lýðs sem kaus hana á þing.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:49
Ætli Björgvin & co séu þá bara að búa þessar kjaftasögur til, þessir nafnlausu á er.is og víðar séu hans menn ?
eyjaskeggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:55
Það er nánast ekkert fylgi við þessa fasíska ritskoðunartilburði. Eitthvað af botnskrapinu á álþingi mjálmar náttúrlega með slíku og eitthvað skert lið hérna á blogginu og annars staðar sem engu máli skiptir hvort eð er.
Baldur Fjölnisson, 7.9.2009 kl. 15:08
Svo er þetta aumasta afbrigði sjálfshefjandi hundalógíkur hjá Bjögga. Hann sem sagt gefur sér að hann hafi einhverja æru eftir sem hægt sé að níða af honum en hún er hins vegar öll farin norður og niður vegna hörmulegrar frammistöðu hans í ráðherraembætti og vegna þess að hann er næfurþunnur og þægilegur leppur var honum einmitt plantað þar til að byrja með.
Baldur Fjölnisson, 7.9.2009 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.