Sunnudagur, 6. september 2009
Stjórnkerfið í vinnu fyrir ESB
Íslenska stjórnsýslan verður upptekin næstu misserin, ekki við að rétta af þjóðarskútuna, heldur við að svara þúsundum spurninga frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Spurningalistinn er hluti af inngönguferlinu, sem ríkisstjórnin kallar umsóknarferli, og felur í sér ítarleg svör við því hvernig Ísland ætlar að taka yfir pappírsflóðið sem kemur frá Brussel.
Á meðan stjórnsýslan finnur út hvernig staðið verður að innleiðingu regluverksins frá Evrópusambandinu verða önnur mál hornreka.
Fljótfærni og handvömm ríkisstjórnarinnar á eftir að verða okkur dýrkeypt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.