Föstudagur, 4. september 2009
Reykjavíkurkreppan og landsbyggðin
Veturinn verður harðari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Kreppan vegna útrásarinnar og hrunsins bitnar harðar á suðvesturhorninu en öðrum landshlutum. Það er eðlilegt þar sem útrásin var skipulögð og framkvæmd í póstnúmeri 101. Atvinnuvegir sem munu bjarga íslensku samfélagi úr kreppunni eru sterkari í dreifbýlinu en á mölinni.
Útgerðin, landbúnaðurinn og ferðaþjónustan geta með hjálp krónunnar rennt stoðum undir efnahagslega endurreisn landsins.
Vegna þess hversu kreppan fer ólíkum höndum um landsmenn er líklegt að pólitísk viðhorf verði önnur á landsbyggðinni en höfuðborginni. Landsbyggðin mun verða harðari í afstöðunni gegn umsókn Íslands að Evrópusambandinu og mun hafa minni áhyggjur af atvinnuleysi, sem einkum er bundið við höfuðborgarsvæðið. Fallandi verð á húsnæði kemur lítið við landsbyggðina og líklega eru þeir hlutfallslega færri þar skulda veðlán hærri en nemur andvirði eigna.
Landsbyggðin er hornsteinn endurreisnarinnar.
Athugasemdir
"útrásin var skipulögð og framkvæmd í póstnúmeri 101" Hefur geggjun engin endimörk. Hvar býrð þú Palli litli ?
Finnur Bárðarson, 4.9.2009 kl. 22:56
Póstnúmeri 170.
Páll Vilhjálmsson, 4.9.2009 kl. 23:03
Mikið til í þessu.
Eitthvað er Finnur önugur. Fá póstnúmer innihalda aðra eins karaktera og póstnúmer 101. Þ.e.a.s. þegar téðir "skíta"karakterar heimsækja landið "sitt".
Frank (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:52
"Fá póstnúmer innihalda aðra eins karaktera og póstnúmer 101".
Illa orðuð setning en meiningin skilst vonandi...
Frank (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.