Sanngjörn útfærsla á afskriftarleiðinni

Flöt afskrift skulda er á ný komin í umræðuna. Hugmyndin um 20 prósent niðurfellingu skulda mætir sem fyrr andstöðu. Gagnrýni á flata afskrift er ekki síst af siðferðilegum toga, samanber grein Jóns Steinarssonar í Morgunblaðinu í dag og prýðilegan pistil Atla Harðarsonar.

Afskriftarsinnar láta ekki deigan síga og bera fyrir sig hagfræðirök sem að nokkru eru smituð af peningaflæðisstefnu (quantative easing) sem seðlabankar heims hafa útfært með ýmsu móti síðustu mánuði. Í útlöndum er viðurkennt að þetta sé hagfræðitilraun til að stemma stigu við verðhjöðnun sem þykir verri kostur en verðbólga.

Gott og vel. Til að samræma afskriftarleiðina og gagnrýni á hana má reyna eftirfarandi. Fundin er upphæð sem hægt er að afskrifa, hleypur væntanlega á milljörðum. Í stað þess að nota fjárhæðina til að afskrifa skuldir er henni deilt niður á sérhvern Íslending og lögð inn á reikning hvers og eins.

Peningarnir flæða um hagkerfið, sumir greiða niður skuldir, aðrir setja aukagetuna í skynsamlegar fjárfestingar og enn aðrir bruðla.

Í þessari útfærslu fá allir jafnt og efnahagsstarfsemin tekur fjörkipp, ef eitthvað er að marka rök afskriftarsinna.

Málið er leyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Páll.

Eru menn ekki að vísa í að stór hluti þeirra skulda sem nýju bankarnir tóku yfir voru tekin á hrakvirði margar hverjar. Þær eru samt rukkaðar in full þrátt fyrir það, en kröfuhafar gömlu gjaldþrota bankanna hafa afskrifað mismuninn sem glatað fé. Þarna er ákveðið svigrúm vilja menn meina til að færa niður skuldir og nota meðaltalstölu sem kostar bankakerfið ekki krónu só tú spík þar sem milljónin var kannski tekin á 700.000, 300.000 eða 50.000 eða hvað annað. Undantekning frá þessu er væntanlega Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2009 kl. 23:35

2 identicon

Það er sama hversu menntaðir menn verða réttlætið æpir alltaf. Þó svo vinstri sinnaðir og pólitískir samherjar eins og Jón Steins og Páll Vilhjálms óttist það mest af öllu (eftir eða esb og icesace hvarf af radarnum) að einhverjir glæpamenn, þar á meðal venjulegt heimilisfólk, hægra megin gætu slæðst með - só sorrí páll, sorrí gylfi ráðherra, sorrí jón steins - hægri sinnaðir tóku líka lán. Það er sama hversu menntaðir menn verða, frægir og forframaðir í bloggheimum, réttlætið æpir áfram. Ó, eru líka til vinstri sinnaðir lántakendur? Eru sértækar lausnir fyrir þá?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:28

3 identicon

Það er sama hvað klíkan flækir málin með orðhengli: málið er einfalt. Fólk tók lán og forsendur breyttust af manavöldum. Allt tal um annað er bull. Tal manna eins og Jóns Steins er lika bull því allt hans tal miðar að því að láta ríkistjórnina gera sem allra minnst. Þá fyrirfinnst líka fólk - ekki síst hér á blogginu - sem vill að ríkisvaldið geri sem allra minnst því svo margir „glæpamenn“ tóku lán. Þetta fólk nötrar af mannvonsku heimsálfa á milli. Er það viðræðuhæft?

Það er gleðilegt og sérlega uppbyggilegt fyrir unga fólkið okkar að horfa framan í heim þar sem ráðherra, með ekkert atkvæði á bak við sig í heimi sem er hruninn, segir að fólk sé fífl „að hafa tekið þessi láni“ og sér ekkert nema eilífðar fangelsisdóm fyrir það og fjölskyldur þess.

Þessi ráðherra hvetur til landflutninga.

Helgiq (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:48

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þessi hugmynd hefur það til síns ágætis að hún felur í sér jafnræði.

Gallinn er bara sá að þetta jafngildir seðlaprentun í stórum stíl og sú verðbólguholskefla sem þetta myndi hrinda af stað gerði að að verkum að staða margra yrði verri, þrátt fyrir gjöfina. Íslenska krónan myndi lækka. Verðtryggð lán og lán í erlendri mynt myndu hækka. Það kæmi verst niður á þeim sem skulda mest og þurfa mest á hjálp að halda....

Hörður Þórðarson, 4.9.2009 kl. 07:40

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Bendi á góða grein Kjartans Brodda Bragasonar hagfræðings í Fréttablaðinu 2.9.2009 :

"Kjartan Broddi Bragason skrifar um skuldir heimilanna
Almennar afskriftir skulda

Ímyndum okkur að við röðum öllum heimilum landsins - um eitthundrað þúsund að tölu - upp í röð eftir því hve fjárhagslega stöndug þau eru. Við hefjum leikinn á að raða þeirri stöndugustu lengst til vinstri og svo koll af kolli - sú sem situr þá lengst til hægri er fjárhagslega í verstum málum.

Því er haldið fram - af hluta ráðamanna - að um tveir þriðju heimila geti ráðið við sínar skuldbindingar. Það merkir að fyrstu 66.000 heimilin (talin frá vinstri) eru í þokkalegum málum.

Ímyndum okkur núna að frá og með heimili númer 66.000 og upp í 100.000 verði ákveðið að afskrifa skuldir að einhverju marki. Munurinn á fjárhagsstöðu þess heimilis sem er númer 65.999 og 66.000 og sem nær að komast inn á lista þeirra sem fá niðurfellingu skulda er sáralítill. Hann er reyndar svo lítill að eftir afskriftir verður heimili númer 66.000 langtum betra statt en heimili númer 65.999. Þannig er hægt að færa sig frá hægri til vinstri og og lenda alltaf í því að sértæk aðgerð mun mismuna heimilunum svo um munar.

Vegna þessa er mikilvægt að ráðist verði í almenna niðurfærslu skulda heimilanna að einhverju marki og sérhverri lánastofnun síðan veitt heimild til að fara í sértækar aðgerðir að auki. Það er alveg nægilega mikil kergja í samfélaginu til að við förum ekki að auka á hana með stórfelldri mismunun á heimilum landsins. Þjóð veit þá þrír vita segir máltækið og í okkar litla samfélagi eru það svo sannarlega orð að sönnu.

Höfundur er hagfræðingur."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2009 kl. 10:07

6 identicon

hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna eru líklega þær sem gagnast best, hvet fólk til að kynna sér þær .

 http://www.heimilin.is/varnarthing/about/tilloegur-samtakanna

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 10:21

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bendi á grein er ég lét á bloggið mitt í morgun er fjallar um leiðréttingu lána.

http://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/942832/

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2009 kl. 13:45

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi predikara á það er líka galli á almennum afskriftum:

  • Heimili sem nú þegar skulda mun meira en verðmæti eignarinnar verða í jafn miklum vandamálum. Ef við segjum að afskrifir skv. 20% reglunni verði kannski um 5 milljónir að jafnaði þá lækkar greiðslubirgði ekki nema um 30 þúsund á mánuði. Það má því ætla að um 20% af heimilum verði ennþá í vandræðum. Og þá er ríkið búið að leggja út peninga sem við eigum ekki núna og því vonlítið að hægt sé að hjálpa þeim sem enn verða í vandræðum.
  • Svona jafnar afskriftir koma niður á Íbúðarlánsjóð sem er með ríkistryggð lán og getur því ekki með góðu móti afskrifað sínar skuldir.
  • Lífeyrissjóðirnir hafa nú þegar tapað miklu og því yrði að skerða lífeyrir töluvert hjá þeim sem eru að taka nú lífeyrir ef að mikið verður um afskriftir hjá þeim. Sem þýðir væntanlega að við þurfum að leggja meira í TR til að mæta tekjutapi einstaklinga.
  • Þetta ofangreint þýðir að það þarf að hækka hér skatta gríðarlega sem þýðir að ráðstöfunartekjur allra minnka sem leiði til minni veltu. Og sami fjöldi einstaklinga á í vandræðum nema að núna yrði það vegna þess að laun dyggðu ekki fyrir nauðsynjum.

Það sem gæti komið til hjálpar er að bankarnir komu ekki inn á þennan íbúðamarkað fyrr en 2003 eða 2004 þannig að þeir eru með stærsta hluta nýrra lána og þeirra hæstu þannig að þar væri hægt að taka auðveldar á niðurfærslu lána. 

Með önnur lán tel ég að afkomutrygging gerði það mögulegt að hjálpa þeim sem þurfa verulega hjálp.

Sumir verða bara að verða gjaldþrota eins og alltaf hefur verið. En lögum um gjaldþrot þarf að breyta þannig að fólk geti byrjað upp á nýtt sem og lögum um veðskuldir að þær nái bara til þeirrar eignar sem lánað er út á. Að lánadrottnar geti ekki gegnið að öðrum eignum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.9.2009 kl. 13:53

9 identicon

Slíka innlögn væri hægt að leggja inn á bundinn reikning fyrir hvern íslending.  Aðeins væri hægt að nálgast upphæðina í viðskiptabanka sínum og þá með því skilyrði að fyrst yrði greitt upp í skuldir áður en fólk fengi lausafé í hendur.

Skuldlausir fá þá lausafé, en langflestir fá lækkun skulda.

GBB (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 14:06

10 identicon

Bíddu bíddu leifðu mer fyrst að koma mer á rassgatið með nóg af peningum svo skulum við afskrifa skuldir!!

gudjon (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband