80 - 20 lögmálið

Í rekstri þekkist 80-20 lögmálið, þar sem fimmtungur starfseminnar stendur undir áttatíu prósent tekna. Í bankahruninu og afleiðingum þess er ný útgáfa af lögmálinu. Um áttatíu prósent þjóðarinnar geta staðið í skilum með sitt en fimmtungur er í vanda. Ef þessi fimmtungur er skoðaður nánar er hluti hans þannig til kominn að íbúðarlán hafa hækkað úr öllu valdi en eignir staðið í stað eða fallið í verði. Annar hópur kann ekki fótum sínum forráð hvort heldur í góðæri eða hallæri og eyðir alltaf um efni fram.

Gerum ekki 100 prósent mistök með því að fara í almennar afskriftir lána til að bjarga sértækum vanda.


mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband