Miklamótsögn hagfræðinnar; kreppan að hefjast eða ljúka?

Síðustu vikur hafa helstu verðbréfavísitölur austan hafs og vestan hækkað. Dregið hefur úr samdrætti stórra og smárra hagkerfa. Grænir sprotar hagvaxtar eru sagðir sýnilegir. Peningaflæðisstefna helstu seðlabanka heims virðist hafa náð þeim árangri að koma í veg fyrir verðhjöðnunarsamdrátt og kreppu.

Allmargir hagfræðingar og fjármálaskýrendur vara við væntanlegum hörmungum. Þeir segja að hlutabréfahækkun síðustu vikna gefi falsvonir um að samdrátturinn sé að baki. Í haust og vetur, þegar peningaflæði seðlabankanna hjaðnar, skellur á ný lánakreppa sem kæfir sprotana er nú sjást.

Ambrose Evans-Pritchard skrifar um hvers sé að vænta í hagkerfum heimsins næstu misserin. Félagi hans hjá Telegraph, Edmund Conway, útskýrir hvers vegna mótsögnin milli þess sem menn þykjast sjá í dag og hins sem líklegt er að gerist; hagfræðin er að taka hamskiptum. Viðtekin sannindi um hæfni markaðarins til að hámarka verðmæti eru undir ágjöf án þess að nýtt samkomulag hafi myndast eymdarfræðinni, eins og hagfræðin var uppnefnd fyrir margt löngu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Hér ágætis lestur um þetta hjá Jóhannesi Birni  :

                                 http://vald.org/greinar/090808.html

                                 http://vald.org/greinar/090813.html

JR (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

1) Skuldsetning bankakerfanna var geigvænleg fyrir kreppu. Skuldsetningarhlutfall (leverage ratio) var allt að 70 falt í mögum stærstu fjármálastofnunum heimsins. Niðurgíring (downward gearing eða deleveraging) er að mestu leyti eftir. Afskriftir taps eru líka að mestu leyti eftir.

Sama á við um neytandann. Hann mun ekki koma til baka sterkur á næstu árum því hann verður önnum kafinn við að grynnka á skuldum og við að grafa sig niður í varnabyrgi. Að því leyti er þessi kreppa öðruvísi en svo margar aðrar. Neytandinn er í verkfalli og verður mjög varkár þegar hann nær andanum aftur

2) Ef menn halda að 25-30% samdráttur í heimsverslun lagist bara sí svona og það án hrottalegra afleiðinga fyrir atvinnustig og rekstur fyrirtækja alls staðar, þá eru þeir úti að aka í aftursæti hvít/blárrar bifreiðar með blikkandi bláum ljósum. Það er eins og að halda að það sé hægt komast létt og löðurmannlega frá því glæpaverki að fljúga nokkrum flugvélum inn í alþingi kapítalismans í World Trade Center í BNA og drepa þar þúsundir manna alveg án þess að það muni hafa hræðilegar afleiðingar um víða veröld. Get real

3) Tvegga stafa atvinnuleysi mun verða út um allt. Súpueldhús í sumum löndum. Þetta mun ekki lagast næstu 20 árin um víða veröld og aldrei lagast aftur í þeim löndum sem eru að byrja að þjást vegna hraðrar öldrunar þegna sinna (ageing population economies). Í þeim löndum mun 2007 lifistandardinn aldrei koma til baka. MASSÍF deflation bíður þar

Eignir Landsbankans erlendis verða mélaðar í duft á næstu árum

Gunnar Rögnvaldsson, 30.8.2009 kl. 21:36

3 identicon

Gunnar; flytja öldrunarþjóðfélögin ekki bara inn ungt fólk frá fátæku löndunum eins og gert hefur verið undanfarna áratugi? Verður afleiðingin ekki frekar sú að skipt verður um "etnískt innihald" þessara þjóðfélaga?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 09:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Þorgeir

Þú meinar 200 milljón bambuskofa fólk til að vinna í 70% skattpíningu í ESB fyrir árið 2050? Af hverju skyldi það fólk vilja það? Það er betur sett heima hjá sér því þar mun nefnilega verða vöxtur og uppbygging og þar verður tungumálakunnátta þess og litarhaft ekki stórkostlegt vandamál.

Ef þetta væri svona auðvelt þá myndu atvinnulausir Spánverjar flykkjast til þeirra svæða í ESB sem bjóða uppá vinnu. En það hafa þeir aldrei gert og munu aldei gera. Þetta er svona jafn gáfulegt argúment eins og að það sem myntbandalagsmenn komu með á sínum tíma þegar þeir héldu því fram að spænskri húsmóður myndi líða miklu betur við það að vita hvað brauðið kostaði í bakaríinu á Kakkala Takkala götu 15 í Helsinki í Finnlandi.

Kíktu á Eystrasaltslöndin Þorgeir. Þau eru í rúst og munu verða ennþá meira í rúst á næstu áratugum. Fólkið fækkar og fækkar sér mjög hratt og ríkisfjármálin eru og verða í steik. Eina hugsanlega uppspretta innflytjenda til þeirra landa verður frá mið Asíu og frá sub-Sahahra, Engir aðrir munu vilja taka á þessum löndum með eldtöngum. En ekki einu sinni þetta fólk mun nenna að koma til deyjandi landa. Fólk er ekki fífl þó svo að það sé fátækt. Fólk flytst einfaldlega ekki til deyjandi landa. Það var þessvegna sem Ameríka byggðist og hún á líklega eftir að byggjast ennþá meira á næstu mögum átatugum.

Stalín reyndi svona lagað en það mistókst hörmulega og varð að tímasprengju. Ekki halda að ESB búar munu sætta sig við Stalín á ný. Svona hlutir gerast of hægt til að það sé hægt að troða Stalín aðferðum ofaní kokið á því. Þessutan þá þurfa öll lönd á sínu eigin fólki að halda svo hér skyldi ESB ekki láta sig dreyma að þeir geti enn eina ferðina leyst vandamálin heima hjá sér með nýrri ráns- og nýlendustefnu út um fátæka veröld.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2009 kl. 10:14

5 identicon

Bara svo það sé á hreinu þá hélt ég því ekki fram að innflutningur fólks myndi leysa öll vandamál evrópu, en það léttir á að einhverju leyti. Ég var heldur ekki í neinum sérstökum varnaraðgerðum fyrir ESB, ég er ekki talsmaður þess ef þú skyldir hafa túlkað orð mín svo. 

En framhjá því verður ekki litið að etnísk samsetning nokkurra Evrópuþjóða hefur breyst talsvert á undanförnum áratugum og ekki er ósennilegt að svo haldi fram um sinn. Í rauninni þarf ástandið í ESB ekki að vera sérstaklega gott til þess að svo verði áfram, það þurfa einfaldlega að vera til lönd þar sem kjörin eru mun verri en og fæðingartíðnin miklu hærri en þar og í þessum efnum er af nógu að taka. Athugaðu það að í sumum þróunarríkjum hefur raunar orðið veruleg efnahagslega afturför síðustu 20-30 árin, enda eru efnahagslegar framfarir ekki gulltryggðar hvar sem er og hvenær sem er í henni veröld.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:54

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll aftur Þorgeir

Já, en þetta hjálpar lítið því innflytjendur sem flytja til ESB fá sjálfkrafa ESB-sjúkdóminn Eurosclerosis og hætta líka að eingast börn og verða ennþá meiri og kostnaðarsamari byrði á samfélaginu (sem í forkaupið er nú þegar á barmi gjaldþrots) en hinir upprunalegu Evrópubúar gera, því það tekur 300 ár að "integrera" þetta fólk í samfélög 32 þjóða og 100 þjóðarbrota ESB með 70 tungumálum og engum (zero) innri hreyfanleika.

Þetta er ekki ósvipað lögmálinu um "gildru lágrar fæðingartíðni" (the low fertility trap): börn í löndum með lága fæðingatíðni sem fæðast inn í fjölskyldu með fáum börnum munu alltaf eignast ennþá færri börn sjálf. Lönd sem fara niður í eða niður fyrir 1,5 börn í fæðingartíðni munu aldrei ná sér upp úr þessari "the low fertility trap" aftur.

Það er þess vegna sem fólksfjöldi Evrópusambandsins mun minnka um 250 milljón manns á næstu tveimur kynslóðum.

  • Þeir sem hafa áhuga á að eiga húsnæði í svona löndum rétti upp hönd.
  • Þeir sem ætla að selja ríkisskuldabréf á svona mörkuðum rétti upp hönd
  • Þeir sem ætla að ávaxta fjármagn lífeyrissjóða sinna á svona mörkuðum rétti upp hönd
  • Þeir sem vilja fjárfesta á svona mörkuðum rétti upp hönd
  • Þeir sem vilja flytja til svona markaða rétti upp hönd
  • Þeir sem leita eftir hagvexti á svona mörkuðum meiga alveg vera staurblindir, það skiptir nefnilega engu máli því þeir munu ekki finna neinn hagvöxt þar hvort sem er 

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2009 kl. 12:25

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Forsmekkur úr öldrunarþjóðfélagi. Þessi grein birtist á Bloomberg rétt fyrir kosningarnar í Japan

Japan Youth Fuel Pension Bomb by Shunning Politics Aimed at Old 

 

Aug. 19 (Bloomberg) -- Sho Sogame, like many young Japanese, says he doesn’t plan to vote in this month’s national election because politics is dominated by old men with no interest in him.

 

“It’s such an old person’s society,” said Sogame, a 25- year-old Tokyo hairdresser who didn’t vote in the 2005 contest. “If they had straightforward policies aimed at young people, I’d pay more attention.”

 

Campaigning for Japan’s Aug. 30 election kicked off yesterday, with polls showing the ruling Liberal Democratic Party may lose power for just the second time since 1955

 

While youth apathy isn’t unique to Japan, the stakes are higher in a nation with the longest life expectancy and lowest birth rate among major economies. Sogame is among a growing number of people not paying into a failing pension plan that will need to support almost a quarter of the population by 2014.

 

“The current system will definitely go bankrupt and our generation will definitely lose out,” said Kensuke Harada, 23, president of ivote, a student organization that encourages young people to vote. “Policies needs to be enacted that take into consideration my age-group as well as Japan’s decreasing birthrate and falling pension payments.”

 

Japanese in their sixties cast almost twice as many votes as those in their twenties at the last lower-house election, creating an incentive for politicians to court older voters. More than 10 percent of lawmakers are aged 70 or older. 

 

Workplace Laws 

 

Workplace laws are one example of how policies favor the elderly to the detriment of society, said Robert Feldman, head of Japan economic research at Morgan Stanley in Tokyo. Because companies can’t fire older workers even when they’re unproductive, young people are increasingly relegated to temporary positions without benefits.

 

“Privileges for the older people in society are coming at the expense of the young,” he said. “If I were a young Japanese I would be furious about the way older workers are protected at my expense.”

 

The unemployment rate for people between the ages of 15 and 34 is 7.7 percent in Japan compared with 4.4 percent for those between 45 and 64, according to government data. 

 

With fewer younger people holding down full-time jobs, the pension system is under stress, and Japan’s Health Ministry projects a 20 percent cut in benefits by 2038. About 50 percent of people in their 20s were contributing to the system in 2008, down from 55.4 percent in 2001, according to a government report.

 

Japanese companies automatically deduct pension contributions from a full-time worker’s salary. Part-time and self-employed workers are asked to make a premium payment on their own, sometimes allowing them to skirt it.

 

Youth Voters 

 

Given the apathy of young voters, more needs to be done to attract them to the polls, including changing election laws dating back to the 1950s, said Kan Suzuki, 45, an upper house lawmaker with the opposition Democratic Party of Japan. The law bans promotional literature and images once the campaign begins, meaning lawmakers can’t communicate via e-mail and the Internet, he said.

 

Almost 60 percent of people between the ages of 23 and 28 get political information from the Internet, according to a survey of 120,000 people conducted by MDN Net Survey System. 

 

“It’s an obvious fact that Japanese politicians have placed a disproportionate weight on older people’s opinions simply because of their high turnout in the election,” said Zenko Kurishita, a 26-year-old DPJ member who last month became the youngest person to be elected to the Tokyo legislature.

 

Defeating Incumbent 

 

Kurishita, who defeated a 70-year-old incumbent after declaring his candidacy nine days before the vote, said his success shows young people can participate. “Before I decided to become a politician, I also felt politics wasn’t related to me at all,” he said.

 

About 45 percent of young people voted in Japan in 2005, while about 49 percent voted in the 2008 U.S. presidential election, according to data from Japan’s Association for Promoting Fair Elections and the U.S. Census Bureau. Older voters turn out in far larger numbers in Japan; about 82 percent of those between 65 and 74 cast ballots in Japan’s last lower- house election compared with 70 percent in the 2008 U.S. presidential race.

 

“Politicians can’t help but make policies that favor old people,” said Yuko Kitajima, 26, vice-director of Dot JP, a non-profit organization that seeks to encourage young people to become active by finding them internships with politicians. “Policies that affect younger people always end up being postponed or given smaller budget allocations.”

 

Drinking Parties 

 

Established last year, ivote, which is run by 11 students from institutions including Tokyo and Chuo Universities, aims to make voting “cool.” It has organized drinking parties with politicians, signing up close to 1,000 people for e-mail alerts.

 

The Tokyo election board printed election schedules on paper fans and toilet paper as a gimmick to attract young people. Other local authorities distributed coasters to bars that displayed voting instructions. 

 

Attracting young people to politics is essential as Japan gets older. At the current rate the nation’s labor force will shrink 16 percent by 2030 from 66.6 million workers in 2006, according to the health ministry.

 

“With the emphasis only on policies aimed at the elderly, more and more young people will ultimately end up feeling disillusioned with politics, said Yuriko Koike, 57, a lawmaker and former LDP defense minister. “This is a vicious cycle that we’re falling into,” she said in a column on her Web site.

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601101&sid=aS00NGUGdJc0

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2009 kl. 12:57

9 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Mjög áhugaverðar greinar, ég las þær, alveg satt.

Það sem ég vildi benda á að þessi þjóðfélög væru sennilega ekki algjörlega úrræðalaus gagnvart aðsteðjandi vandamálum sem þurfa tíma til þess að þróast á alvarlegt stig. Að þessu sögðu viðurkenni ég þó að ég þekki ekkert hvaða innflytjendastefnu japönsk yfirvöld fylgja.

Þorgeir Ragnarsson, 31.8.2009 kl. 15:40

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll aftur

Þú ert hugrakkur að hafa lesið greinarnar Þorgeir :) Flestir nenna nefnilega ekki að kynna sér málin og ekki eru dagblöðin mikið til hjálpar.

Það eru engin úrræði hérna því þetta er vandamál sem er búið að vera að þróast í 40-50 ár. Þetta er ekki eins og venjulega Ebóla sem útrýmir fólki á nokkrum vikum. Þetta er frekar eins og AIDS í slow motion.

En þú veist væntalega, Þorgeir, hvað gerist í þjóðfélögum eins og Þýskalandi núna í kosningunum þar sem 50% kjósenda eru orðnir sextugir og eldri og þar sem 75% kjósenda eru á framfærslu hins opinbera að að hluta til eða að fullu leyti. Fólk sem er búið að depónera tilveru sinni í ríkiskassann mun aldrei kjósa undan sér þann kassa. Aldrei. Það verður því á kassanum að eilífu. Virkt lýðræði mun aldrei þrífast í svona löndum. Kassamenn munu alltaf vinna kosningarnar því þeir deila út auðæfum annara úr þessum kassa. Þetta eru lykla-pétrar ESB.

Því munu ungar konur á frjósemisaldri ekki láta bjóða sér svona drullumall í lengdina og því kjósa með fótunum. Það sama munu ungir menn gera, enda er það að gerast í tonnatali. Ungt fólk mun ekki nenna að halda svona elliheimilum uppi endalaust

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2009 kl. 15:56

11 identicon

Ég er sammála þér um hvers eðlis þessi vandamál eru fyrir þessi samfélög, en tek ekki svo djúpt í árinni að algert hrun blasi við þeim. Það eru til úrræði, t.d. þau að vel stæðir lífeyrisþegar taki á sig að greiða fyrir mun meira af þeirri þjónustu sem þeir þurfa, jafnvel skattlagning í því augnamiði og stuðningur við barnafjölskyldur. Ég vona að gamla fólkið sé þegar allt kemur til alls ekki svo skyni skroppið að hrekja hjúkrunarfólkið frá sér eins og þú telur að muni gerast. En við fáum svo sem að heyra um það í fréttunum ef þessi samfélög lognast út af .

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:41

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nánast allt elli & bótakerfi ESB er skattafjármagnað og það er ekki hægt að hækka skattana meira en þeir eru nú þegar víða í ESB. Þeir eru á MAX.

ESB á enga lífeyrissjóði eins og Íslendingar eiga. Það er m.a. þessvegna sem ESB þolir enga verðbólgu án þess að ríkisfjárlög fari gersamlega úr böndum því bótagreiðslur úr ríkissjóði eru víða tengdar dýrtíð (verðtryggðar).

Þetta er ekki hrun Þorgeir, þetta er eyðni. Gerist á löngum tíma. Hrun er allt annað en sífelld eyðni samfélagsins. Hrun er t.d. það sem við sáum síðasta haust. Hrun skapa viðbrögð (reaction). Eyðni skapar ekki viðbrögð, henni er bara sópað undir gólfteppið fram yfir næstu kosningar og svo framvegis. Áratug eftir áratug.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband