Efnahagspakki handa ruglfólkinu

Flöt niðurfærsla á skuldum um 20 prósent væri efnahagsaðgerð í þágu ruglfólksins sem keypti sér 300 - 500 fermetra húsnæði á 90 prósent lánum og 10 m.kr. bíla á myntkörfuláni. Ef við niðurgreiðum ruglið einu sinni kemur sama fólkið eftir tvö ár og vill meira. Stjórnmálamenn verða að hafa bein í nefinu til að segja satt. Það er ekki til ein einföld efnahagsaðgerð sem leiðréttir ruglið. Í skjóli útrásarinnar fóru á stjá allskyns ranghugmyndir um að fólk gæti endalaust tekið stór lán á lágum vöxtum til að fjármagna fíflagang.

Sértækar lausnir fyrir fólk sem kom inn á húsnæðismarkaðinn á þeim tíma þegar húsnæðisverð var í toppi eiga að vera fyrir hendi. Fyrir þá sem skrúfuðu neysluna upp úr öllu valdi á að vera í boði sálfræðiþjónusta og námskeið í lífsleikni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta vandamál þarf að leysa í skjóli bankaleyndar   Það verður aldrei friður um almennar afskriftir. Hvað með þær þúsundir manna sem á undanförnum árum, óháð hruninu, misstu íbúðir sínar og voru keyrðir í þrot vegna þess að forsendur greiðsluáætlunar þeirra brustu, hvort sem var vegna veikinda/atvinnuleysis eða annarra ófyrirséðra orsaka???  Eiga þeir þá ekki líka rétt á leiðréttingu?  Nei, ríkið getur ekki leyft sér slika mismunun, því miður

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.8.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Katrín

Það er bara harkan sex:)  Skyndilega kom upp í hugann setning sem bankamaður Í Íslandsbanka sáluga sagði við mig fyrir margt löngu: Þú hefur ekki efni á að vera til og hvað þá að eiga svona mörg börn!

Hvað skyldi vera gert fyrir svoleiðis fólk?

Katrín, 30.8.2009 kl. 14:26

3 identicon

Látum hina óheppnu þjást í nafni réttlætisins.

Ef þú sérð tíu manns á lífi á sökkvandi bát og þú veist að þegar hafa 5 horfið í hafið, hættirðu við að bjarga þeim sem eftir eru af tillitssemi við þá sem létust áður en þig bar að?

Doddi D (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Katrín, Doddi og aðrir sem hugsa á líku róli: Það er til eitthvað sem heitir einstaklingsábyrgð; maður ber ábyrgð á gjörðum sínum. Einnig er eitthvað til sem heitir samfélagsábyrgð; einstaklingarnir bera sameiginlega ábyrgð á samfélaginu. Við erum sífellt að feta gullna meðalveginn þarna. Ef einstaklingsábyrgðin er algjör og endanleg búum við í einhverri útgáfu af frjálshyggjuríki þar sem hver er sjálfum sér næstur. Ef við förum of langt í hina áttina lendum við í sósíalísku vöggustofuríki þar sem hið opinbera er með nefið í hvers manns koppi.

Í praxís búum við í velferðarþjóðfélagi sem miðlar samfélagslegum verðmætum til þeirra sem hafa orðið fyrir búsifjum. En það eru ekki búsifjar þegar fólk fer á neyslufyllerí. 

Páll Vilhjálmsson, 30.8.2009 kl. 14:49

5 identicon

Hvernig væri að spara stóru lýsingarnar og vinna aðeins heimavinnuna? 

Fyrir það fyrsta - hvað heldurðu að það séu mörg 500 m2 einbýlishús á landinu? Eða 400 m2?  Frir þá sem keyptu slík hús á 50 til 100M, þá dugar ngin 20% afskrift - þeir eru þegar tæknilega gjaldþrota. 

Og bara vegna þess að það eru hugsanlega eh fáir (sennilega ekki fleiri en 100 - ef svo margir) sem myndu hagnast of mikið (að þínu mati) á lausn sem myndi gagnast svo miklu fleirum, þá á að kaffæra umræðuna um slíkt með svona stórlýsingum sem hafa ekkert innihald?

Málið er sáraeinfalt:  Til að koma veltu af stað í hagkerfinu, þá þarf að koma í veg fyrir það að meginþorri ráðstöfunartekna fari inn í bankakerfið í formi afborgana eða vaxa.  Eina leiðin til að tryggja eh slíkt - er almenn aðgerð.

Og Jóhannes - það að ætla bönkunum hlutverk í þessu samhengi (sem hafa mestu að tapa) er auðvitað eins og að láta glæpamenn dæma sig sjálfa.  Hefur hagsmunaárekstur eh merkingu fyrir þér?  Þetta snýst ekkert um réttlæti heldur - þetta er bara einföld hagfræði.

Ef markaðsverð eignar er 20M og áhvílandi er 30M (eða meira) vegna verðbóta eða gengisfalls, þá munu núverandi "eigendur" ekki hafa neinn hvata til að greiða lánin sín enda jafngilti það að brenna fé.  Niðurstaðan verður sú að fólkið hættir að greiða, bankinn tekur eignina yfir, selur hana á undir 20M vegna kostnaðar (ef hægt er að selja yfir höfuð) og afskrifar mismuninn vegna gjaldþrots eigenda...

Grétar (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:51

6 Smámynd: Kalikles

Þeir vaða nú ekki í vitinu Gréta, það svona rétt nær þeim uppí tá.

Kalikles.

Kalikles, 30.8.2009 kl. 15:08

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Nú erum vér ekki sammála Páll þó oft sé ég þér sammála EN þin leið á líka rétt á sér en þá á að fella neyðarlögin úr gildi og innheimta þann pening sem að fólki ver réttur á kostnað okkar hinna. Ég tel mig engan ruglmann með gott borð fyrir báru en ég neita algjörlega að fólk í minni stöðu eigi að borga brúsan ég get sætt mig við ega leiðréttingu en þá á líka að innheimta það sem að fjarmagnseigendum var rétt skilirðislaust. Þeir vissu jú alla tíð að inistæður væru ekki tryggðar nema að ákveðinni upphæð. Eitt skal yfif alla ganga annars verður aldrei friður

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

eitt en það er ekki neyslufyllirí þegar að venjulegt lán til húsnæðskaupa hækkar um tvær miljónr það er ekki neysla það er þjófnaður.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2009 kl. 16:10

9 identicon

Er ég að misskilja þig? Ég skil orð þín þannig að þér finnist allt í lagi að hækka körfulán fólks um 100% af því að það keypti sér bíl? En þó svo að fólk hafi keypt sér bíl á láni sem það réði við af borga af, getur það engu nema eigin heimsku um kennt þegar það ræður ekki við 100% hærra lán?

Kannski var einmitt ástæðan fyrir því að það tók ekki 100% hærra lán einmitt sú að það taldi sig ekki geta borgað af svo háu láni.

Ég á ekki 10 m. króna bíl á körfuláni en ég tók körfulán til að kaupa notaðan bíl. Og ég á hvorki 300 né 500 fm húsnæði en ég á húsnæði sem ég keypti ekki með 100% láni. Og því réði ég við mínar fjárskuldbindingar.

En það er víst engum um að kenna nema fíflinu mér, að ég skuli lenda í vandræðum þegar bíllinn minn kostar skyndilega helmingi meira, húsnæðið mitt hefur lækkað á sama tíma og lánin hafa hækkað, peningarnir sem ég hef verið að greiða undanfarin 25 ár eru horfnir og tekjur heimilisins hafa dregist saman um fjórðung. Fíflið ég.

Niðurfelling lána er engin gjöf. Niðurfelling eða leiðrétting lána er að hætta við að hækka lánin upp úr öllu valdi; ekki um nein krúttleg 10 eða 20 prósent heldur mörgum sinnum það. Ég hef hingað til borið ábyrgð á sjálfri mér og mínum fjármálum en þetta kom ekki til vegna minnar fjármálaóreiðu.

Annars finnst mér krúttlegt bara, að fólk skuli óttast það svo að einhver græði á því að vera ekki rændur á kostnað þeirra sem minna voru rændir. Ef margir fara á hausinn, þyngjast byrgðar þeirra sem eftir eru. Það er óvíst að þá verði hér nokkuð samfélag eftir nokkur ár.

Verði þeim það að góðu!

Ragnhildur (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 16:36

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Páll ég er ekki alltaf sammála þér og í raun sjaldan. EN NÚ GET ÉG TEKIÐ UNDIR ORÐ ÞÍN! Það hefur alltaf legið fyrir að sumum heimilum er ekki hægt að bjarga og í raun væri besta hjálpin fyrir þau að breyta gjaldþrotalögum tímabundið þannig að þegar búið væri að ganga að eignum þeirra gætu þau byrjað upp á nýtt án þess að vera rukkuð út í það óendanlega.

Fólk var svo uppveðrað yfir því að hvað nágranin var að græða á Gengistryggðu láni að það fór í að endurfjármagna íbúðir sem voru með lágum lánum og veðsettu þær upp í rjáfur og setti svo umframpeninga inn á peningamarkaðssjóði og í hlutabréf af því að nágranin var að græða svo mikið. Þetta gerði fólk þrátt fyrir að fólk væri að vara við þessu. Menn bentu á að fólk sem væri með allar tekjur í íslenskum krónum gæti lent í gengishruni en það var ekki hlustað á það. Eins voru þeir sem áttu skuldlitlar eignir taldir vera vitlausir því að þeir áttu að taka lán og "láta peningana vinna fyrir þau"

En samt er hópur fólks sem keypti á þessum tíma íbúðir og gerðu allt rétt og varlega. En svo hrapar verð eignarinnar og því fólki verður að hjálpa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.8.2009 kl. 17:31

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Má aldrei líta í eigin barm ? Hvers vegan þurfti ég allt þetta þó lánakjör voru góð. Var þetta nauðsynlegt, þurfti ég 300 fermetra íbúð eða hús, þurfti ég tvo bíla af dýrustu gerð ? Hvers begna breyttist þörf mín fyrir notalegt og hófsamt líferni bara vegna þess að hagstæð lán voru í boði? Hélt ég að það kæmi aldrei að skuldadögum eða aðstæður versnað í þessa veika hagkerfi. ?

Finnur Bárðarson, 30.8.2009 kl. 17:34

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við skulum átta okkur á einu:

Vextir á Íslandi eru glæpsamlega háir. Menn úr stjórnmálunum, Seðlabankanum og úr lánastofnunum ættu margir hverjir að sitja inni vegna aðildar að ólöglegri okurlánastarfsemi, ef hér væri heilbrigt réttarríki.

Málið snýst um að skrúfa niður í vaxtahringekjunni. Ef það verður til þess að ólifnaðarlýður fær einhverja niðurfellingu af okurlánum vegna sukklífs síns verður bara að hafa það.

Er betra að leyfa þeim að draga "hina heilbrigðu" með sér í fallinu?

Theódór Norðkvist, 30.8.2009 kl. 18:14

13 Smámynd: Katrín

Ég get tekið undir það sem þú segir Páll um ábyrgð einstaklingsins á gjörðum sínum og athöfnum og ótrúlega margir tapað áttum í því offramboði af loftbólupeningum bankanna.  Hins vegar eru hlutirnir ekki ekki annað hvort svartir eða hvítir og sem betur fer lifum við lífinu í lít. 

Þú segir að ,,í praxís búum við í velferðarþjóðfélagi sem miðlar samfélagslegum verðmætum til þeirra sem hafa orðið fyrir búsifjum."  Og þar greinir okkur á.  Ég kannast ekki við þetta þjóðfélag hvort sem það er vegna þess að ég legg annan skilning í orðið búsifjar eða hvort ég hafi einfaldlega verið á neyslufyllerí þegar ég ákvað að eignast börn í samfélagi þar sem börn eru einungis hyllt á tyllidögum.  A.m.k. var valið mitt og þá líklegast verð ég að taka afleiðingunum og berjast í bökkum þar til ungarnir eru flognir úr hreiðrinu.

Katrín, 30.8.2009 kl. 18:25

14 Smámynd: Hörður Þórðarson

Af hverju skyldu vextir vera svona óheyrilega háir á Íslandi? Er það ekki vegna brjálæiðislegrar eftirspurnar eftir lánsfé til þess að menn geti keypt sér strax í dag það sem þeir ættu að bíða með til morguns eða sleppa kannski alveg? Verð á fjármagni, vextir ráðast af framboði og eftirspurn.

Bílar eru ekki fjárfestingar. Þeir eru NEYSLUVÖRUR sem hrapa í verði. Ef þú getur ekki safnað peningum til þess að kaupa bíl, þá hefur þú heldur ekki efni á því að kaupa hann með okurláni. Hvers vegna þessi einfalda speki er ekki kennd í skólum er mér hulin ráðgáta en ég veit að þessi vitneskja er ganglegri en 99% af því sem nemendur eru látnir læra.

Ein tuggan sem endurtekur sig í sífellu er að að þurfi leiðréttingu. Þeir sem fóru offari og ætluðu að hagnast með því til dæmis að taka erlend lán og sjá nú að krónan var allt of hátt skráð biðja um leiðréttingu. Ég er með fréttir handa þeim. Leiðréttingin er komin og farin.

Ég er 100% sammála Páli.

"Sértækar lausnir fyrir fólk sem kom inn á húsnæðismarkaðinn á þeim tíma þegar húsnæðisverð var í toppi eiga að vera fyrir hendi. Fyrir þá sem skrúfuðu neysluna upp úr öllu valdi á að vera í boði sálfræðiþjónusta og námskeið í lífsleikni."

Hörður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 19:10

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fullkomlega sammála Herði, sem hann lýsir vel (Páll) síðustu málsgrein.

Finnur Bárðarson, 30.8.2009 kl. 19:43

16 identicon

Vil minna á að fáir keyptu eignir 300 fm eða stærri. Þekki engan sem tók húsnæðislán upp á einhverjar 50 milljónir eða meira. Þeir sem það gerðu eru engu að síður til og lausnir handa þeim bjarga hvort eð er engu. Langflestir tóku eðlileg lán en forsendur brustu af mannavöldum sem ríkisstjórnin leggur ofuráherslu á að borga. Voru ekki bankarnir með ráðgjafa? Og er ábyrgð lánveitandans engin? Eðlilegast er að færa lán aftur til þeirrar stöðu sem hún var fyrir hrun, t.d. 1. janúar 2008. Þá eru allir jafnir og engir þurfa að óttast að einhverjir græðir á leiðréttingunni.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:57

17 identicon

Sammála Páll. 

20% afskriftir skulda var bara framsóknarleið til að bjarga erfðalöndum Krónprinsins af Kögun.

Myntkörfuránið og ruglið er bein afleiðing af hágengisstefnu krónunnar.  Enn einn konfektmolinn sem við getum þakkað Hannesarjafna og barnalegum þjóðernissinumm.

marco (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 20:03

18 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Finnur Páll Hörður og Magnús Ein spurning eruð þið tilbúnir til að berjast fyrir því að fólk sem fékk innistæður sínar umfram það sem tryggt er til baka endurgreiði það. Ríkið setti ca 200 000 000 000 i að bjarga innistæðum þessir peningar komu frá fólki eins og mér með mjög hófleg lán bíl árgerð 91 og með enga trú á þessari bólu. Mér finnst ekki sanngjarnt að ég og þeir sem eru eins ástatt fyrir það er tókum engin lán erum með húsnæðislán sem voru kannski 35% af verði íbúðar en eru nú 50% borguðum kannski ca 60 000 á mánuði borgum núna tæp 80.000 Hvers vegna ættum við að borga pening svo hægt sé að greiða þeim sem að voru í græðginni á hinum endanum það er voru að græða á vitleysunni jafnvel þó þeim það væri vel ljóst að þetta var bull. Af hverju á að vera til réttlæti handa þeim en ekki öðrum

.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2009 kl. 20:52

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hörður, hvers vegna eru vextir á húsnæðislánum fimmfaldir á við nágrannalöndin? Er eftirspurnin eftir lánsfé hérna fimmföld á við hin löndin?

Þetta vaxtaokur (verðbólga og verðbætur líka) er ekkert annað en dulin skattlagning á fólkið.

Það er mjög lítil eftirspurn eftir lánsfé og bankarnir lána lítið sem ekkert, eins og var í fréttum nú um helgina. Samt eru stýrivextir um 12% og rætt um að hækka þá frekar en hitt.

Rökin eru að "laða erlent fjármagn inn í landið" með okurvöxtum sem eru allt lifandi að drepa.

Theódór Norðkvist, 30.8.2009 kl. 21:15

20 Smámynd: Hörður Þórðarson

Theódór skrifar:

 "Það er mjög lítil eftirspurn eftir lánsfé og bankarnir lána lítið sem ekkert, eins og var í fréttum nú um helgina. Samt eru stýrivextir um 12% og rætt um að hækka þá frekar en hitt.

Rökin eru að "laða erlent fjármagn inn í landið" með okurvöxtum sem eru allt lifandi að drepa."

Eftirspurnin er lítil, en engu að síður meiri en framboðið.  Ímyndaðu þér að þú værir erlendur banki eða fjárfestir. Myndir þú lána fé til Íslands? Ef þú létir til leiðast, myndir þú ekki krefjast hárra vaxta til að vega upp á móti áhættunni?

Vextir á íslandi verða fyrist lágir þegar stöðulgleiki og traust ríkir. Um þessar mundir er mikill skortur á þessu tvennu.

$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$

Jón, spurning þín er góð. Svarið er að ef bankainnistæður eru ekki tryggðar er næsta skrefið hrun efnahagslíifsins (Argentínu ástand). Þess vegna hafa stjónvöld í Evrópu lagt ofur kapp á að sýna það að þau muni tryggja innistæður fram í rauðann dauðann. Á þessu hafa Íslendingar fengið að kenna, samanber ICESAVE.

Í þessu samhangi má velta því fyrir sérhvort rétt hafi verið af stjórnvöldum á Íslandi að komi til móts við þá sem voru með peningamarkaðsbréf. Það mál er af sömu stærðargráðu og ICESAVE en var afgreitt í snarhasti án þess að um það virtist vera mikill ágreiningur. Ef ég skil rétt fóru þar 200 milljarðar (666.666 þúsund krónur á hvert mannsbarn á Íslandi). Mér finnst sjálfum að stjórnvöld hefðu frekar átt að koma til móts við fólk sem er að lenda í vandræðum með húsnæðislán.

Það verður að verja bannkainnistæður. Gróðabréf hækka hins vergar og lækka eftir því hvernig vindurinn blæs og ríkið (skattgreiðendur) ætti ekki að skifta sér af því.

Hörður Þórðarson, 31.8.2009 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband