Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Landráðakommúnismi Moggans
Ekki má að milli sjá hvort er meira út á þekju í sunnudagsmogga, Kolbrún Berþórsdóttir með brusselskt landráðahjal eða Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem skrifar grein um kommúnismann er gæti hafa verið sniðug 1969 en hefur takmarkaða skírskotun til samtímans. Afleiðing hrunsins er jafnslæm fyrir Mogga og Sjálfstæðisflokkinn og birtist hjá hvorumtveggja sem afneitun. Í stað þess að horfast í augu við hrunið og frjálshyggjuna sem lagði grunninn að útrásarbiluninni þyrlar Moggaflokkurinn upp moldviðri þar sem Evrópuslepju og kommúnistahræðslu er maukað saman.
Á leiðaraopnunni í dag er sauðaskriftin greinilegust. Lesendur blaðsins gátu áður átt von á sæmilega skrifuðu Reykjavíkurbréfi um málefni líðandi stundar. Þruglið í dag gengur útá að Morgunblaðið hafi staðið vaktina og andæft bókhaldsleikfimi bankanna. Rétt er að Morgunblað Styrmis Gunnarssonar ritstjóra stóð upp í hárinu á útrásarauðmönnum við lítinn fögnuð eigandans, Björgólfs Guðmundssonar Landsbankagrósser.
Morgunblað Styrmis Gunnarssonar er því miður ekki lengur á meðal okkar, það fór með Styrmi. Með honum fór líka virðingin sem blaðið bar einu sinni fyrir lýðveldinu.
Blað sem hvorki þorir að horfast í augu við pólitíska arfleifð sína né virðir samfélagið sem það þykist þjóna er ekki á vetur setjandi.
Athugasemdir
Hvenær vannst þú á Morgunblaðinu Páll ? Það er með ólíkindum hvað þú virðist þekkja "virðingartímabil" Mbl. betur en nokkur annar.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.8.2009 kl. 01:56
Það er undarlegur rekstur á fyrirtæki, sem vinnur gegn viðskiptavinum sínum. Áskrifendur eru líka á harðahlaupum frá blaðinu. Hvers vegna ætti nokkur maður að borga fyrir bleðil, sem að vinnur svona augljóslega gegn hagsmunum okkar ?
Mbl útgefendur ættu að henda núverandi ritstjórn út, ráða Styrmi að nýju og leggja sig fram um fréttamennsku, ekki áróður.
Haraldur Baldursson, 30.8.2009 kl. 09:50
Ljúfi Páll !
" Sjálfstæðisflokkurinn & hrunið" ??
Afneitun ??
Bíðum við.
Hafa ekki síðustu nær hundrað árin, eingöngu verið samsteypustjórnir á Íslandi ??
" Sjálfstæðisflokkurinn & hrunið" ??
Er ekki rétt munað að síðan 1991 til 2008 hafi eftirfarandi flokkar stjórnað landinu.:
I. Sjálfstæðisflokkur & Alþýðublokkur.
II. Sjálfstæðisflokkur & Framsóknarflokkur.
III. Sjálfstæðisflokkur & Samfylking.
Voru aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkur, aðeins ómerkilegar leikbrúður ??
Hitt er hárrétt, að með Styrmi missti Morgunblaðið virðingu sína.
ESB Stephensen drengurinn er ekki í takt við þjóðlífið.
Skrif hans eru það sem Rómverjar sögðu forðum.: " Rudiss indigestaque moles" - þ.e. " Algert rugl" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 11:08
Finnst fólki Steingrímur J. Sigfússon vera að sýna Sjálfstæðisflokknum hvernig á að "gera þetta rétt" ? Finnst einhverjum í alvöru hann vera að stunda pólitík sem er til fyrirmyndar ? Getur einhver bent á eitt atriði sem Steingrímur er að standa við í boðaðri stefnu sinni ? Nú síðast bregst Steingrímur við kröfu Samkeppnisyfirlits um að Orkuveitan þurfi að selja sinn hlut í HS-Orku, með því að heimta að útlendingar eigi bara að borga ögn meira fyrir orkulindir okkar.... hann er sem sagt að skrifa upp á að útlendingar kaupi upp orku okkar ! Hvers vegna breytir hann ekki úrskurði Samkeppniseftirlits með löggjöf ?
Haraldur Baldursson, 30.8.2009 kl. 11:52
Takk fyrir athugasemdirnar öll sömul.
Atriði til áréttingar: Gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn felur ekki í sér lof á ríkisstjórnina, nema ríkisstjórnin sé beinlínis lofuð. Alveg eins og gagnrýni á ríkisstjórnina felur ekki í sér hól um stjórnarandstöðuna, nema henni sé hælt.
Okkur hættir til að hugsa í annað hvort eða samhengi. Kringumstæður í dag eru þesslags að við verðum að taka okkur taki og hugsa út fyrir túnið heima.
Páll Vilhjálmsson, 30.8.2009 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.