Daufur formaður í dauðvona flokki

Sjálfstæðisflokkurinn tærist upp ef hann tekur sér ekki taki og gerir tvennt. Í fyrsta lagi þarf flokkurinn að horfast í augu við nýliðna fortíð sína, sem lagði pólitískan og hugmyndafræðilegan grunn að útrásarhruninu. Í öðru lagi verða þeir trúnaðarmenn flokksins að víkja sem eru upp fyrir haus í útrásaróþverra.

Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins í dag var daufleg í meira lagi. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði Icesave-umræðunni þegar hann gekkst inn á fyrirvaraleið ríkisstjórnarinnar. Þetta er sama fjögurra-fóta-pólitíkin og fráfarandi formaður, Geir H. Haarde, rak gagnvart Samfylkingunni með fyrirsjáanlegum árangri.

Í stærsta máli lýðveldisins, afstöðunni til Evrópusambandsaðildar, er Bjarni formaður enn með svöðusár sem hann veitti sjálfum sér í félagi með Illuga Gunnarssyni þegar hann opnaði á aðildarumsókn í vanhugsaðri blaðagrein. Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi mynd er ónýtt verkfæri fyrir fullveldisbaráttu þjóðarinnar.

Getuleysi, viljaleysi og uppgjafarhugsun er skrifuð skýrum stöfum þvert á enni móðurflokks íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og þú sért að lýsa fjölmiðlastéttinni

FRG (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, eða Morgunblaðinu. Ljóti vellingurinn sem kom inn um lúguna áðan.

Páll Vilhjálmsson, 29.8.2009 kl. 21:35

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Miðjan hefur yfirtekið Sjálfstæðisflokkinn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.8.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband