Forseti í þágu þjóðar - eða bara auðmanna

Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar hefur staðfest gjá á milli þings og þjóðar. Þjóðin vill ekki samþykkja ábyrgð á skuldum óreiðumanna í útlöndum. Fordæmi er fyrir synjun forseta á lagafrumvarpi.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjaði staðfestingu fjölmiðlafrumvarpsins fyrir fimm árum og gerði það í þágu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar útrásarauðmanns. 

Forsetinn fær tækifæri næstu daga til að sýna fram á að hann standi undir nafni sem þjóðhöfðingi íslensku þjóðarinnar. Staðfesti forsetinn frumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave yrði það um leið yfirlýsing um að auðmenn eigi einir hollustu Ólafs Ragnars Grímssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Páll!

Veist þú fjöldann á undirskrifendum með áskorun til forsetans vegna fjölmiðlalaganna - það væri fróðlegt að vita hvað það voru margir sem skrifuðu þar undir áskorun.

Nú fyrir stundu voru 5700 sem höfðu skráð sig á www.kjosa.is- áskorun til forsetans vegna laga um ríkisábyrgð á Æsseif ........!

M.bkv.

Benedikta E, 29.8.2009 kl. 15:46

2 identicon

Það kæmi mér stórkostlega á óvart að hann gengi gegn vilja auðróna og keyptum pólitíkusum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Það var sorglegt áðan viðtal fréttastofu geislaBAUGSfeðga við „stjórnmálafræðing“ svokallaðan. Sami maður ræddi fjálglega í gær um að nú væri sambærilegt mál komið upp - gjá milli þings og þjóðar- þannig væri það í samræmi við síðasta undirskriftaleysi ÓRG.

Í kvöld var greinilega búið að taka hann á teppið á skrifstofu Samspillingarinnar. Núna var hann með pólitíska loftfimleika til að reyna að skýra það að samkvæmt stjórnskipunarlögum mætti þetta mál ekki fara í þjóðaratkvæði. Þetta gefur að líkindum forsmekkinn að því að hvern hátt hinn svokallaði forseti mun bera fyrir sig til að geta skrifað undir þrátt fyrir þessa hyldýpis gjá sem nú er augljóslega fyrir hendi. En málið er bara eins og þú sagðir, það verður að vera gjá á milli vilja þings og geislaBAUGSfeðga til að hann skrifi ekki undir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.8.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Forsetinn fær tækifæri næstu daga til að sýna fram á að hann standi undir nafni sem þjóðhöfðingi íslensku þjóðarinnar."

Það tækifæri er löngu glatað. 

Hörður Þórðarson, 29.8.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband