Er Kaupþing banki almennings eða auðmanna?

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings gældi við að fella niður skuldir Björgólfsfeðga en var snarlega gerður afturreka. Af frétt Morgunblaðsins að dæma ætlar Kaupþing að leggja sig í líma við að varðaveita tangarhald Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á afgangi Baugsveldisins, á meðan almenningi er gert að borga gjaldþrot móðurfélagsins.

Kaupþing virðist ætla að þjónusta auðmenn á líkan hátt og bankinn gerði fyrir hrun. Í skjóli bankaleyndar fá auðmenn aðstoð við að halda illa fengnum hlut en skuldirnar færðar yfir á almenning.

Endurreisn bankakerfisins getur ekki orðið á þessari forsendu. Kaupþing og aðrir ríkisbankar verða að gjöra svo vel að útskýra á hvaða forsendum þeir ætla að reka starfsemi sína.


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er bara einn þjófur að hjálpa öðrum þjófi.

magnús steinar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:21

2 identicon

Af + - 80 fyrirtækjum sem "rekstrarundramaðurinn" Jón Ásgeir er sagður hafa komið nálægt rekstri, eru nákvæmlega 3 þeirra sem hafa skilað hluthöfum arði.

Hann er einn fárra Íslendinga sem á ekki að njóta neins vafa á gjörgæsludeild bankanna, og á að aftengja pólitíska öndunarvél þeirra strax, sama hvað einhverjar óskrifaðar siðareglur segja.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:43

3 identicon

Munið að einstaklingar sem vinna hjá ****  "Group", "Invest", "Properties" "Capital" og hvað þá þau sem eru aðaleigendur eru göfug stórmenni, óskasynir og -dætur þjóðarinnar og framtíð Íslands. Þeim má ekki hallmæla á þann hátt sem bloggari gerir hér.

Þessir aðilar eru undanskildir öllum þekktum lögum og reglum sem geta leyft sér allt sem sauðsvartur almúginn má ekki.

Þessum mikilmennum og mannvitsbrekkum ber að sýna tilhlýðilega virðingu, undirgefni, skilning og umburðalyndi.  Að sjálfsögðu ber einkavinum þeirra í skilnefndunum, skósveinum þeirra, að hlífa þeim.  Enda eru þessi ofurmenni, svo það hógværa orð sé notað,  í senn lánaþegar og eigendur og því í mjög sértakri aðstöðu. Geri aðrir bestur, en það þarf sérstaka snilligáfu að geta setið báðum megin við borðið í senn. En þetta einmitt staðfestir algera yfirborði þessara einstaklinga.

Og loks má ekki gleyma því að menn af sama kalíber og margumræddur Baugsmaður Jón Ásgeir er ein af undirstöðum velferðarþjóðfélagsins  vegna hugvits, kjarks, snarræðis, gáfnafars , útsjóna- og eljusemi enda fá menn ekki nafngiftina - útrásarvíkingur- fyrir ekki neitt.

"Ábekkingurinn" (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:17

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Ekki má gleyma að Jón Ásgeir á Samfylkinguna.

Einar Þór Strand, 22.8.2009 kl. 11:31

5 identicon

Einar!

Á hann Samfylkinguna???...er hún nokkuð veðsett...eða er þetta hrein eign??...maður getur nú haft áhyggjur...vonandi lendir Samfylkingin ekki í höndum skilanefnda!!!!

itg (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki Kaupþing nú eða væntanlega í eigu kröfuhafana? Held að ríkið hafi ekkert mikið um þessi mál að segja lengur!

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.8.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband