Hreiðar Már og 2006-blekkingin

Hreiðar Már Sigurðsson var virkur þátttakandi í svikamyllu íslenskra fjármálafyrirtækja alla þessa öld. Tveim árum fyrir hrun riðaði íslenska bankakerfið til falls. Sumarið 2006 voru fréttir í erlendum fjölmiðlum um að fjármálablóðskömm væri stunduð á Íslandi þar sem lítill hópur mann stundaði sýndarviðskipti sín á milli.

Íslensku bankamennirnir fullvissuðu alþjóðasamfélagið og íslensku þjóðina að þeir hefðu lært af gagnrýninni sumarið 2006 og ynnu að því hörðum höndum að lagfæra starfshættina. Ekki var ráðist í neina tiltekt, vandræðamálum var sópað undir teppið og blóðskömm stunduð sem aldrei fyrr. Ímyndarfyrirtæki voru keypt til að fegra ástandið og þeim fáu sem gagnrýndu hér heima var hótað öllu illu.

Kortéri fyrir hrun kemur Hreiðar Már fram í fjölmiðlum og tilkynnir að stórríkur erlendur fjármálamaður ætlaði að kaupa vænan hlut í Kaupþingi. Þetta var blekking. Ólafur Ólafsson stjórnarmaður í Kaupþingi hafði fengið arabískan fursta til að skrifa á sig hlut í bankanum - og bankinn sjálfur lánaði.

Saklaust drengjaandlit Hreiðars Más felur ekki ljóta iðju íslensku bankaelítunnar.


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Grenjandi hrekkjusvín sem hafa pissað í brækurnar, höfða ekkert sérstaklega vel til mín.

Hámark heilaspunans hjá þessu hrekkjusvíni, var þegar hann snökktandi sagðist hafa tapað "fimmtánhundruðmilljónum" prívat og persónulega. 

Þessar "fimmtánhundruðmilljónir" uppfærði hann sjálfur með "markaðsmisnotkunarstýringu" sinni hjá þessum stóra banka, með því að halda geggjuðum loftbólumarkaði gangandi fram á síðustu sekúndu.

Voru aldrei peningar strákstauli, þetta voru tölur á blaði sinnum veruleikafirrtar væntingar ykkar um áframhaldandi rakettuframtíð.

Heimska, ...... nær ekki einu sinni yfir þennan staula. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.8.2009 kl. 22:45

2 identicon

Þetta er nákvæmlega málið. Að segjast hafa haft 1500milljónir kr þessum lánveitingum sínum til tryggingar er náttúrulega bara sýndarveruleiki.

Það sem mér finnst verst af öllu er máttleysi og án nokkurs vafa samsull FME í öllum þessum málum. Svo eru starfsmenn skilanefndanna flestir vanhæfir vegna tengsla sinna við fyrrverandi kennitölur.

En við þurfum að blæða fyrir þetta pakk... Við eigum ekki að sætta okkur við það og láta í okkur heyra!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:55

3 identicon

Vonandi kemur sérstakur saksóknari því einhvern tíma í verk að fá svona menn eins og Hreiðar Má, Karl Wernersson, Björgólfsfeðga og fleiri auðróna dæmda, áður en þeim tekst að skjóta öllum sínum eigum undan.

Stebbi (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 05:04

4 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Saklaust drengjaandlit ?
Köllum þetta sínum réttu nöfnum Páll. -Þetta eru forhertir glæpamenn og ekkert annað.

Þorsteinn Egilson, 20.8.2009 kl. 06:51

5 identicon

Hvað með hlut stjórnvalda sem einkavæddu bankana upp í hendurnar á frjálshyggu strákunum? Hvað með handónýtar eftirlitsstofnanir sem í voru ráðnir forstjórar með nýstrauað skýrteini frá Sjálfstæðisflokknum? Hvað með flokkinn sem öllu réði sem hann vildi ráða í öll þessi ár?

Það er tími til komin að Sjálfstæðisflokkurinn pússi rykið af skýrslu endurreisnarhóps flokksins og biðji þjóðina afsökunar. (sjá bls. 12 í skýrslunni, en þar er viðurkenning á stór gallaðri einkavæðingu og hrikalegum mistökum seðlabankans) Reikningurinn sem þjóðin fær frá Sjálfstæðisflokknum 300 miljarðar vegna mistaka seðlabankans og 600 miljarðar vegna Icesave.

Valsól (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 07:41

6 identicon

Það voru fleri sem tóku þátt í svikamyllunni við að arðræna almenning og hafa það gott í dag.
Sjá
http://www.dv.is/frettir/2009/8/18/stofnadi-audi-med-kululansgroda/


http://eyjan.is/blog/2009/08/19/kristin-notadi-kululanagroda-ur-kaupthingi-til-thess-ad-audvelda-stofnun-audar-capital/

http://icelandtalks.heidi.1984.is/?p=651

Jónsi (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Valsól - sennilega gagnrýndi fyrrverandi Seðlabankastjóri þessa útrásarvíkinga langmest og harðast í gegnum tíðina.  Örugglega meira en bæði ég og þú !!!

Hættu svo að reyna að spyrða þessa óþokka við Sjálfstæðisflokkinn - eflaust voru einhverjir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í hópnum - en mig grunar nú að þeir sem fóru með veigameiri hlutverk í hilldarleiknum hafi frekar aðhyllst Samfylkinguna - enda léku þeir margir leikinn undir verndarvæng Ingibjargar Sólrúnar.  Ég þarf varla enn og aftur á blogginu að minna þig á Borgarnesræðuna hennar.

Annars er ég að öllu sammála þér Páll í færslunni - við megum ekki láta fermingarútlit drengsins villa okkur sýn.  Og mikill var ræfildómur mannsins að vilja ekki biðja þjóðina afsökunar.  Ég persónulega þarf ekki á þessari afsökunarbeiðni að halda, enda fyrirgef ég þeim aldrei, en ég finn verulega til með öllum mínum samlöndum sem nú eru á barmi gjaldþrots og eru að missa húsin sín og allar eignir.

Íslands vegna vona ég að þessir menn dvelji það sem eftir er ævi sinnar erlendis og láti helst aldrei aftur íslenzkan almenning þurfa að horfa framan í smettið á sér.

Sigurður Sigurðsson, 20.8.2009 kl. 12:41

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SISI  : Bara minna á þá staðpreynd að Ingibjörg hélt fleiri en eina Borgarnesræðu. Minnir nú að þær hafi verið 3.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.8.2009 kl. 13:57

9 identicon

Það er enginn vafi á að útrásarsvínin voru mun kærkomnari gestir á skrifstofu Samspillingarinnar en nokkru sinnum í Valhöll, enda mikill munur á hverjir reyndust þeim vinir í raun.

Getur einhver td. upplýst hvað hvert hlutfallslega hvert Samspillingaratkvæði kostaði þá vs. Sjálfstæðisatkvæði vs. Framsókanaratkvæði, miðað við heildar styrkgreiðslur (mútur?)

 Afþakka allar afsökunarbeiðnir frá þessu hyski fyrir mig og mína, enda hvarlar ekki að mér að gefa þeim neinn afsökunra og iðrunarafslátt á aumingjaskapnum vegna þessa.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband