Útrásina þarf að núllstilla

Eftirhreytur útrásarinnar er sala á orkufyrirtækjum til útlendinga; Exista og önnur eignarhaldsfélög sem voru skálkaskjól braskara og í þriðja lagi hugarfarið sem birtist í hugmyndum um að milljarðabónusa starfsfólks Straums sem er fallitt fjármálafyrirtæki.

Það þarf að vinda ofan af ruglinu sem fyrst. Geysir Green er í öndunarvél ríkisbankanna. Með því að leyfa fyrirtækinu að starfa áfram er verið að halda lífi í útrásarveirunni þar sem einkaaðilar fengu tækifæri til að sækja sér fé í sjóði almennings.

Sem sagt: Orkufyrirtækin áfram í eigu almennings, eignarhaldsfélög verði sett í gjaldþrot og endurhæfingarnámskeið fyrir græðgisfólkið í fjármálafyrirtækjunum.


mbl.is Vill fund með fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...endurhæfingarnámskeið... Hvar ?

Ábekkingurinn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Margir voru þeirrar skoðunar í haust að það þyrfti að "núllstilla" Ísland, þám ég.  Þessari núllstillingu þurfti að fylgja nálgunarbann allra þeirra sem á einhvern hátt tengdust þessu mesta hruni í efnahagskerfi þjóðar.

Nálgunarbannið hefur ekki enn verið sett, og gerendum er leyft að taka fulla þátt í meintri núllstillingu sinni, á kostnað almennings ..... sem auðvitað fær enga núllstillingu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.8.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband