Mánudagur, 17. ágúst 2009
Hæfileikar sem æskilegt er að flýi land
Fífldjörf áhættusækni, bókhaldsbrellukunnátta, viðskiptasiðleysi og taumlaus græðgi eru meðal þeirra hæfileika sem gjarnan mættu verða landflótta. Þegar einstaklingar með þessa eiginleika fara úr landi er það landhreinsun.
Þeir sem leita fyrir sér í útlöndum þessi misserin eru þó flestir venjulegir Íslendingar sem hafa orðið fyrir barðinu á fjárglæfrum útrásarinnar. Ef eitthvað er að marka fyrri reynslu mun þorri landsmanna skila sér heim fyrr heldur en seinna.
Og líklega sitjum við uppi með þá sem helst ættu að fara.
Óttast íslenskan spekileka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já því miður lítur út fyrir að við munum sitja uppi með bróðurpartinn af því Sjálfstæðisflokkshyski sem kom okkur í þessa stöðu, fólk sem hengir sig á sömu gatslitnu frasanna sem Hannes Hólmsteinn hannaði fyrir ykkur via Friedman.
Aulaloyalítetið virðist eiga sér lítil takmörk.
hilmar jónsson, 17.8.2009 kl. 13:00
Merkilegt samt að allt þetta "vonda" fólk eigi mjög góða starfsmöguleika í stærri þjóðfélögum í Evrópu þar sem allt er ömurlegt og enginn fær vinnu samkvæmt aulahernum sem er á móti ESB...
Dude (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 13:11
Sjálfstæðisflokkurin var sannarlega við stjórnvöldin þegar hrunið skall á, samkvæmt nýjustu skoðanakönnununum fá þeir 30% fylgi. Framsóknarflokkurinn kom vissulega að hluta að þessu hruni og þeir eru með um 15% fylgi. Síðan kemur Samfylkingin sem var nú með bankamálaráðherrann síðasta eina og hálfa árið, og voru nú tilbúin að samþykkja Icesave án fyrirvara þeir eru með 30% fylgi. Samkvæmt skilgreiningu Hilmars eru því komin a.m.k. 75% sem flokkast undir hyski, sem þá væntanlega mega flytja úr landi. Þegar við síðan skoðum VG þá voru huti hennar tilbúnir að samþykkja Icesave og síðan eigum örugglega eftir að velja annan helming Borgarahreyfingarinnar og flokka þá sem óæskilega aðila. Þá reyndar orðið ansi fáir eftir á skerinu. Þá gæti Hilmar Jónsson orðið forsætisráðherra.
Sigurður Þorsteinsson, 17.8.2009 kl. 13:15
Það að 75% kjósenda skuli kjósa aftur flokkana sem stóðu að hruninu er í sjálfu sér mjög merkilegt.
Það virðist vera meirihluti meðal kjósenda fyrir að halda áfram á sömu braut !
Quo Vadis (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 13:33
sumir kusu VG... þeir hljóta nú að naga sig í upphandlegginn vegna þess.
nafnlaus (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 13:36
Hér er landið lítið og flokkshórurnar margar.
Sumar setið alla bekki og flokka.
Það er því erfitt að kenna einhverjum einum um, þ.e.a.s. ef maður á ekki spegil úr Volvo´78 með límmiða af davíð á kantinum, svona eins og Nágrímur Sk(r)attmann. Sami spegillinn og hann lána Hvítu Norninni ef það þarf að "líta í baksýnisspegilinn" og ath hvort ekki sé enn allt Daó formanni að kenna.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 14:09
Því miður fáum við ekki spil eins og Castro fékk í boði Jimmy Carter. Ég er viss um að minningin um það að tæma öll fangelsi Kúbu og senda til Florida er það sem heldur karlinum enn á lífi....þeir sem yfirgefa Ísland nú munu ekki fá tækifæri til að halda landinu á lífi. Icesave-þrælsóttinn ætlar að meina þeim það. Mikið væri gott að fá að grípa um axlir ráðamanna, hrista þær og hrópa...Vaknið !
Haraldur Baldursson, 17.8.2009 kl. 14:11
Ég held að fólk hafi ekkert endilega kosið sama gamla flokkinn sinn, heldur í mörgum tilfellum einhvern annan arm fjórflokksins. Það er brandarinn.
Vakandi, 17.8.2009 kl. 14:27
Það vilja siðaðan kapítalisma er gott og blessað . Mér virðist þú vilja það enda þó þú teljir ranglega að hægt sé að koma honum á með því að losna við einskaklinga með ákveðna eiginleika . Málið snýst um stofnanir , skipulag og lög.Við þurfum að fá fleiri manneskjur eins og Evu Jolie . Á fleiri sviðum . Ísland þarf að bindast vestrænum réttar- og lýðræðsríkjum nánari böndum .
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:44
Sammála þér Páll, þó finnst frekar leiðinlegt að lesa svona misgáfuleg comment eins og hjá Hilmari.
Gulli (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:24
". . . Hannes Hólmsteinn hannaði fyrir ykkur via Friedman."
Fyrir ykkur hvaða? Aftur og aftur kemur fólk hingað inn í síðu Páls og sakar hann um verk Sjálfstæðisflokksins. Og líka í öðrum síðum. Það hefur verið við lýði lengi. Og hvað veldur? Maðuinn hefur komið fram og útskýrt að hann hafi aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn eða verið í honum. Heldur fólk almennt að þeir sem ekki vilji ganga í EU og borga Icesave séu Sjálfstæðismenn? Nokkrir aðrir sem eru engir Sjálfstæðismenn hafa líka orðið fyrir þessu.
" . . vinnu samkvæmt aulahernum sem er á móti ESB..."
Vá, allir aular bara sem vilja ekki ganga þangað inn.
Elle_, 17.8.2009 kl. 18:58
Það er ríkt í okkur að skrifa galla og mistök undanfarinna ára á flokka. Að vissu marki er það rétt. Til dæmis ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á því að hafa leitt til vegs hugmyndafræði sem var forsenda hrunsins. Þá er flokkurinn með stóra ábyrgð á framkvæmd einkavæðingarinnar, ásamt Framsóknarflokknum. Og Sjálfstæðisflokkurinn var á vaktinni ásamt Samfylkingu þegar hrunið varð.
Að þessum orðum sögðum eru takmörk fyrir því hvað af pólitík dagsins í dag er hægt að skrifa á fortíðina.
Þetta er formáli að hugsun sem skaut upp í kollinn við lestur athugasemda hér að ofan: Við verðum að berja skynsemi í þá flokka sem núna eru starfandi. Nýir flokkar, samanber Borgarahreyfingin, eiga erfitt með að fóta sig. Við sitjum uppi með þá flokka sem við eigum og gerum þá að betra verkfæri fyrir almenning.
Páll Vilhjálmsson, 17.8.2009 kl. 20:05
Sammála í stórum dráttum Páll, en okkur ber að læra af mistökunum, og við verðum að gera þá kröfu að stjórnmálamenn beri ábyrgð.
Menn verða að standa og falla með eigin verkum.
Liður í því er að menn sem klárlega hafa brugðist þjóðinni biðjist afsökunar og segi af sér. Og þar er ég reyndar ekki bara að tala um Sjálfstæðisflokkinn..
hilmar jónsson, 17.8.2009 kl. 20:15
Hárrétt Hilmar, við eigum að læra af mistökum okkar og krefja stjórnmálamenn í öllum flokkum um ábyrgð.
Páll Vilhjálmsson, 17.8.2009 kl. 20:18
Það er nú bara venjulegt fólk sem er að fara. Kjörin og borgararéttindin hér standast engan samanburð við t.d.Norðurlöndin. Af hverju eru tæplega 60.000. íslendingar í útlöndum ?? Jú þeir eru þar af því þar finnst fjölskyldulíf, fræðasamfélag, neytendavernd, samkeppni, miklu meira kaup og stytttri vinnutími.Meira fyrir skattpeningana en minni skattar samt. Hér virkar ekkert og kaupið er orðið eins og í Norður-Afríku. Viðamikil spilling etc.
Einar Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 23:40
Gæti ekki hugsað mér að koma aftur til Íslands á næstu árum. Á meðan flokkarnir vinna bara fyrir sjálfa sig þá er það algjörlega tilgangslaust. Flutti frá Íslandi 3 dögum fyrir hrun og hef ekki litið til baka síðan..
Steinar (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 00:08
Þetta var góð lýsing hjá Einari og ég skil Steinar vel.
Elle E. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.